Bílar ruku út í Evrópu í mars Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2015 11:35 Bílaumferð í Þýskalandi. Mjög góð sala var á bílum í Evrópu í síðasta mánuði. Í Þýskalandi varð vöxturinn meiri en síðustu þrjú og hálft ár og nam 9%. Enn meiri vöxtur var þó í mörgum öðrum löndum, 9,3% í Frakklandi, 15% á Ítalíu og 41% á Spáni. Vöxturinn í Bretlandi var 6% en þar hefur bílasala verið á miklu flugi bæði í ár og í fyrra. Svo virðist sem bílasala sé mjög að jafn sig eftir mikla söluminnkun í kjölfar efnahagskrísunnar árið 2008 og bættur efnahagur í vesturhluta Evrópu endurspeglar aukna sölu nú. Alls seldust 1,56 milljón bílar í V-Evrópu í mars, en 1,41 milljón bíla í mars í fyrra og vöxturinn því 10,7% í heild. Árið í fyrra var fyrsta árið í langan tíma sem vöxtur varð í bílsölu í Evrópu, en 6 ár þar á undan varð minnkun í sölu. Nú stefnir hinsvegar í annað árið í röð í vexti í sölu og líklega meira vexti en í fyrra. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent
Mjög góð sala var á bílum í Evrópu í síðasta mánuði. Í Þýskalandi varð vöxturinn meiri en síðustu þrjú og hálft ár og nam 9%. Enn meiri vöxtur var þó í mörgum öðrum löndum, 9,3% í Frakklandi, 15% á Ítalíu og 41% á Spáni. Vöxturinn í Bretlandi var 6% en þar hefur bílasala verið á miklu flugi bæði í ár og í fyrra. Svo virðist sem bílasala sé mjög að jafn sig eftir mikla söluminnkun í kjölfar efnahagskrísunnar árið 2008 og bættur efnahagur í vesturhluta Evrópu endurspeglar aukna sölu nú. Alls seldust 1,56 milljón bílar í V-Evrópu í mars, en 1,41 milljón bíla í mars í fyrra og vöxturinn því 10,7% í heild. Árið í fyrra var fyrsta árið í langan tíma sem vöxtur varð í bílsölu í Evrópu, en 6 ár þar á undan varð minnkun í sölu. Nú stefnir hinsvegar í annað árið í röð í vexti í sölu og líklega meira vexti en í fyrra.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent