Viðskipti innlent

ÁTVR opnar í Spönginni

ingvar haraldsson skrifar
Vínbúðin mun opna á ný í Spönginni.
Vínbúðin mun opna á ný í Spönginni.
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hyggst opna Vínbúð í Spönginni í Grafarvogi.

Þetta staðfestir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR í samtali við Gullinbrú.

ÁTVR hefur skrifað undir samning við fasteignafélagið Reiti um leigu á húsnæði í Spönginni. ÁTVR tekur við húsnæðinu 1. maí næstkomandi en ekki liggur ljóst fyrir hvenær verslunin mun opna.

Áður var rekin Vínbúð í Spönginni en henni var lokað fyrir sex árum.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×