Viðskipti innlent

Lagt til að seðlabankastjórar verði þrír

ingvar haraldsson skrifar
Már Guðmundsson var endurskipaður seðlabankastjóri til fimm ára í ágúst á síðasta ári.
Már Guðmundsson var endurskipaður seðlabankastjóri til fimm ára í ágúst á síðasta ári. mynd/daníel
Fjölga á seðlabankastjórum í þrjá og leggja niður embætti aðstoðarseðlabankastjóra. Þá er einnig áformað að upplýsa ekki opinberlega um nöfn þeirra sem sækja um stöðu seðlabankastjóra.

Þetta er meðal tillagna sem nefnd um endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands leggur til í skýrslu sem hún hefur skilað Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, samkvæmt því sem fram kemur í DV í dag.

Heimildir DV herma að tillögurnar geri ráð fyrir að það verði einn aðal seðlabankastjóri. Þá muni annar af hinum seðlabankastjórunum bera ábyrgð á fjármálastöðuleika og sá þriðji á verðstöðugleika.

Þá á ekki að ráðast í sameiningu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans samkvæmt heimildum blaðsins.



Már sagðist hafa hug á að starfa erlendis


Nefndin var skipuð samhliða endurnýjun skipunar Más Guðmundssonar í embætti seðlabankastjóra.  Í skipunarbréfi ráðherra var bent á að vinna væri hafin við heildarendurskoðun laga um Seðlabankann sem gætu haft áhrif á störf Más í bankanum. Már sendi þá frá sér tilkynningu þar sem fram kom að hann teldi fulla ástæðu til að endurskoða lög um Seðlabankann.

Már benti einnig á að mögulega myndi hann ekki sitja út fimm ára skipunartíma sinn hjá Seðlabankanum. Hann hefði haft hug á því að starfa erlendis á ný.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×