Viðskipti innlent

Gjaldþrot Laugavegs 74 nam 300 milljónum

ingvar haraldsson skrifar
Lóðin við Laugaveg 74 stóð auð frá 2007 en framkvæmdir Laugavegs 74 ehf. komust aldrei af stað.
Lóðin við Laugaveg 74 stóð auð frá 2007 en framkvæmdir Laugavegs 74 ehf. komust aldrei af stað. vísir/pjetur
Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur í Laugvegs 74 ehf., en þær námu tæplega 306 milljónum króna. Skiptum í félaginu er nú lokið en það var lýst gjaldþrota í þann 12. september 2013. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag.

Félagið hugðist byggja á lóðinni við Laugaveg 74. Eldra hús var fjarlægt af lóðinni várið 2007. Byggja átti nýtt hús í sama stíl með þjónustu- og verslunarrými á jarðhæð en íbúðum á efri hæðum.

Í desember 2008 var haft eftir Emil Emilssyni annars eiganda Laugavegs 74 í Fréttablaðinu að vegna ástands efnahagsmála og stöðu bankanna væri verkefnið á bið. Emil sagði að framkvæmdir hefðu stöðvast sumarið 2008 og hann væri ekki bjartsýn á framhaldið.

Verkefnið komst aldrei af stað og lóðin stóð auð í fjölda ára.

Nýtt félag, Laug ehf., tók við verkefninu og reisti nýja byggingu á lóðinni. Félagið er enn skráður eigandi lóðar og húsnæðisins við Laugaveg 74.

Þar má nú m.a. finna veitingastaðinn K-Bar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×