Reynt að kafnegla Bláa naglann Jóhannes V. Reynisson skrifar 24. mars 2015 14:30 Krabbameinsfélag Íslands hefur síðustu vikur haldið uppi stanslausum árásum á Bláa naglann með aðstoð ýmissa stofnana og félagasamtaka í samfélaginu. Árásirnar eru tilkomnar vegna átaks Bláa naglans við krabbameini í ristli þar sem öllum þeim sem verða 50 ára á næstu þremur árum átti að senda ókeypis EZ Detect heimapróf sem auðvelt er að nota. Í kjölfar árásanna blés Krabbameinsfélag Íslands loksins til sóknar gegn ristilkrabbameini - sóknar sem Blái naglinn setti af stað. Í febrúar 2011 greindist ég með krabbamein í blöðruhálskirtli - einn af yfir 200 íslenskum karlmönnum sem greindust það ár. Fimmtíu þeirra létust. Ég var einn hinna heppnu. Í mörg ár á undan hafði ég átt í erfiðleikum með að pissa. Ég hafði ekki hugmynd um að erfiðleikar við þvaglát væri eitt af fyrstu einkennum á krabbameini í blöðruhálskirtli. Fljótlega eftir að ég greindist ákvað ég að fylgjast með sjálfum mér í ferlinu í átt að lækningu og talaði við myndavélina um hvert skref sem ég steig. Ég vildi vekja íslenska karlmenn til vitundar um þennan sjúkdóm sem fellir um fimmtíu karlmenn á hverju ári. Þessar upptökur urðu meginefnið í heimildarmyndinni Blái naglinn sem frumsýnd var á RÚV 1. apríl 2012. Eftir þessa reynslu ákvað ég að vekja íslenska karlmenn og samfélagið allt til vitundar um krabbamein karla en samtals deyja uþb. 104 karlmenn á Íslandi vegna krabbameins í blöðruhálskirtli og ristli. Ég get stoltur sagt að Blái naglinn hefur sett af stað vitundarvakningu um karlmenn og krabbamein, safnað peningum til kaupa á lækningatækjum og til vísindarannsókna á krabbameini hjá karlmönnum. Allt mitt starf í kringum Bláa naglann hef ég unnið alfarið í sjálfboðavinnu. Ársreikninga félagsins má finna á www.blainaglinn.is fimmtudaginn 26 mars. Tugir einstaklinga hafa komið að starfinu með ýmsum hætti og gert Bláa naglann að því sem hann er í dag. 1.júní í fyrra fékk ég fund með forstjóra og formanni Krabbameinsfélags Íslands - sex vikum eftir að ég óskaði eftir honum. Á fundinum kynnti ég meðal annars málþing um krabbamein karla, sem ég var að undirbúa og heimaprófin EZ Detect. Bæði formaðurinn og forstjórinn vissu því nákvæmlega hvað til stóð hjá Bláa naglanum og gátu því strax brugðist við. Þar var samþykkt að grafa stríðsöxina. En þau biðu þangað til átakið hófst og þá voru byssurnar hlaðnar, miðað á Bláa naglann og skothríðin hófst. Það átti að kafnegla Bláa naglann. Því er haldið fram að heimaprófið EZ Detect sé ekki nægilega næmt til að greina krabbamein í ristli. Í bæklingi sem fylgir prófinu er skýrt tekið fram að prófið komi ekki í stað læknisskoðunar og geti gefið rangar vísbendingar. Þær leiðbeiningar eru þær sömu og Krabbameinsfélag Íslands gefur konum sem þreifa sjálfar á brjóstum sínum í leit að brjóstakrabbameini. Á mannamáli þýðir þetta að kona sem þreifar brjóst sín og finnur ekki neitt sem bendir til krabbameins þarf að fara í rannsóknir til að vera örugg. Ítrekuð skilaboð Krabbameinsfélagsins um sjálfsskoðun kvenna hefur aukið vitund kvenna um brjóstakrabbamein og hvatt þær til að fara í skoðun. Á sama hátt vildi Blái naglinn vekja athygli á ristilkrabbameini þar sem skilaboðin voru; taktu prófið en farðu til læknis til frekari skoðunar þrátt fyrir að prófið sýni neikvæða niðurstöðu. Landlæknisembættið var ein þeirra stofnana sem Krabbameinsfélag Íslands setti á víglínuna en frá embættinu kom harðorð yfirlýsing sem sagði að ekki væri hægt að treysta heimaprófi Bláa naglans. Það vekur athygli mína að þessi sömu heimapróf og embættið gagnrýnir eru seld í íslenskum apótekum. Hvers vegna hefur Landlæknisembættið ekki bannað sölu á þessum prófum? Krabbameinsfélag Íslands er eitt virtasta félag landsins og hefur unnið þrekvirki með vitundarvakningu á krabbameini hjá konum. Sú vitundarvakning hefur verið bleik. Blái naglinn eru grasrótarsamtök með einföld markmið: Að vekja athygli á krabbameini hjá körlum og hvetja stjórnvöld til að hefja reglulega leit að krabbameini hjá körlum líkt og gert er hjá konum. Þess má geta að ég var hvatamaður að þingsályktunartillögu Jóns Gunnarssonar um að hefja skimun fyrir blöðruhálskirtilskrabbameini. Árásir Krabbameinsfélags Íslands á Bláa naglann eru góðgerðapólitík af verstu sort - þar sem öllum aðferðum er beitt til að ná í peninga frá almenningi, fyrirtækjum og stjórnvöldum. Skilaboðin eru einföld; þið getið ekki treyst Bláa naglanum - treystið okkur og gefið okkur peninga. Góðgerðapólitíkina upplifði ég í fyrsta skipti á forsýningu heimildarmyndarinnar Blái naglinn í Hörpunni í mars 2012. Þar voru nokkrir félagar í Framför að selja Bláa naglann fyrir sýningu myndarinnar. Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri Krabbameinsfélags Íslands reiddist þegar hún sá að verið var að selja Bláa nagla í mottumarsmánuðinum - þetta væri hennar mánuður. Ragnheiður hótaði því að ná í frú Vigdísi Finnbogadóttur verndara Krabbameinsfélags Íslands og yfirgefa Hörpuna ef ekki yrði hætt að selja Bláa naglann á staðnum. Salan var stöðvuð og frú Vigdís fékk að horfa á forsýninguna. Fjölmargir hafa síðustu daga hvatt mig til að svara árásum Krabbameinsfélags Íslands á Bláa naglann og það hef ég nú gert. Ég ætla að halda áfram að berjast fyrir vitundarvakningu á krabbameini í körlum og mun á næstu dögum óska formlega eftir upplýsingum úr bókhaldi Krabbameinsfélags Íslands um það hvort og þá hvernig fjármunir sem félagið safnar í nafni karlmanna nýtist þeirra baráttu. Ég óska Krabbameinsfélagi Íslands alls hins besta í framtíðinni en vona að þetta áhrifamikla og mikilvæga félag stundi baráttu sína af heiðarleika en ekki með árásum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Krabbameinsfélag Íslands hefur síðustu vikur haldið uppi stanslausum árásum á Bláa naglann með aðstoð ýmissa stofnana og félagasamtaka í samfélaginu. Árásirnar eru tilkomnar vegna átaks Bláa naglans við krabbameini í ristli þar sem öllum þeim sem verða 50 ára á næstu þremur árum átti að senda ókeypis EZ Detect heimapróf sem auðvelt er að nota. Í kjölfar árásanna blés Krabbameinsfélag Íslands loksins til sóknar gegn ristilkrabbameini - sóknar sem Blái naglinn setti af stað. Í febrúar 2011 greindist ég með krabbamein í blöðruhálskirtli - einn af yfir 200 íslenskum karlmönnum sem greindust það ár. Fimmtíu þeirra létust. Ég var einn hinna heppnu. Í mörg ár á undan hafði ég átt í erfiðleikum með að pissa. Ég hafði ekki hugmynd um að erfiðleikar við þvaglát væri eitt af fyrstu einkennum á krabbameini í blöðruhálskirtli. Fljótlega eftir að ég greindist ákvað ég að fylgjast með sjálfum mér í ferlinu í átt að lækningu og talaði við myndavélina um hvert skref sem ég steig. Ég vildi vekja íslenska karlmenn til vitundar um þennan sjúkdóm sem fellir um fimmtíu karlmenn á hverju ári. Þessar upptökur urðu meginefnið í heimildarmyndinni Blái naglinn sem frumsýnd var á RÚV 1. apríl 2012. Eftir þessa reynslu ákvað ég að vekja íslenska karlmenn og samfélagið allt til vitundar um krabbamein karla en samtals deyja uþb. 104 karlmenn á Íslandi vegna krabbameins í blöðruhálskirtli og ristli. Ég get stoltur sagt að Blái naglinn hefur sett af stað vitundarvakningu um karlmenn og krabbamein, safnað peningum til kaupa á lækningatækjum og til vísindarannsókna á krabbameini hjá karlmönnum. Allt mitt starf í kringum Bláa naglann hef ég unnið alfarið í sjálfboðavinnu. Ársreikninga félagsins má finna á www.blainaglinn.is fimmtudaginn 26 mars. Tugir einstaklinga hafa komið að starfinu með ýmsum hætti og gert Bláa naglann að því sem hann er í dag. 1.júní í fyrra fékk ég fund með forstjóra og formanni Krabbameinsfélags Íslands - sex vikum eftir að ég óskaði eftir honum. Á fundinum kynnti ég meðal annars málþing um krabbamein karla, sem ég var að undirbúa og heimaprófin EZ Detect. Bæði formaðurinn og forstjórinn vissu því nákvæmlega hvað til stóð hjá Bláa naglanum og gátu því strax brugðist við. Þar var samþykkt að grafa stríðsöxina. En þau biðu þangað til átakið hófst og þá voru byssurnar hlaðnar, miðað á Bláa naglann og skothríðin hófst. Það átti að kafnegla Bláa naglann. Því er haldið fram að heimaprófið EZ Detect sé ekki nægilega næmt til að greina krabbamein í ristli. Í bæklingi sem fylgir prófinu er skýrt tekið fram að prófið komi ekki í stað læknisskoðunar og geti gefið rangar vísbendingar. Þær leiðbeiningar eru þær sömu og Krabbameinsfélag Íslands gefur konum sem þreifa sjálfar á brjóstum sínum í leit að brjóstakrabbameini. Á mannamáli þýðir þetta að kona sem þreifar brjóst sín og finnur ekki neitt sem bendir til krabbameins þarf að fara í rannsóknir til að vera örugg. Ítrekuð skilaboð Krabbameinsfélagsins um sjálfsskoðun kvenna hefur aukið vitund kvenna um brjóstakrabbamein og hvatt þær til að fara í skoðun. Á sama hátt vildi Blái naglinn vekja athygli á ristilkrabbameini þar sem skilaboðin voru; taktu prófið en farðu til læknis til frekari skoðunar þrátt fyrir að prófið sýni neikvæða niðurstöðu. Landlæknisembættið var ein þeirra stofnana sem Krabbameinsfélag Íslands setti á víglínuna en frá embættinu kom harðorð yfirlýsing sem sagði að ekki væri hægt að treysta heimaprófi Bláa naglans. Það vekur athygli mína að þessi sömu heimapróf og embættið gagnrýnir eru seld í íslenskum apótekum. Hvers vegna hefur Landlæknisembættið ekki bannað sölu á þessum prófum? Krabbameinsfélag Íslands er eitt virtasta félag landsins og hefur unnið þrekvirki með vitundarvakningu á krabbameini hjá konum. Sú vitundarvakning hefur verið bleik. Blái naglinn eru grasrótarsamtök með einföld markmið: Að vekja athygli á krabbameini hjá körlum og hvetja stjórnvöld til að hefja reglulega leit að krabbameini hjá körlum líkt og gert er hjá konum. Þess má geta að ég var hvatamaður að þingsályktunartillögu Jóns Gunnarssonar um að hefja skimun fyrir blöðruhálskirtilskrabbameini. Árásir Krabbameinsfélags Íslands á Bláa naglann eru góðgerðapólitík af verstu sort - þar sem öllum aðferðum er beitt til að ná í peninga frá almenningi, fyrirtækjum og stjórnvöldum. Skilaboðin eru einföld; þið getið ekki treyst Bláa naglanum - treystið okkur og gefið okkur peninga. Góðgerðapólitíkina upplifði ég í fyrsta skipti á forsýningu heimildarmyndarinnar Blái naglinn í Hörpunni í mars 2012. Þar voru nokkrir félagar í Framför að selja Bláa naglann fyrir sýningu myndarinnar. Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri Krabbameinsfélags Íslands reiddist þegar hún sá að verið var að selja Bláa nagla í mottumarsmánuðinum - þetta væri hennar mánuður. Ragnheiður hótaði því að ná í frú Vigdísi Finnbogadóttur verndara Krabbameinsfélags Íslands og yfirgefa Hörpuna ef ekki yrði hætt að selja Bláa naglann á staðnum. Salan var stöðvuð og frú Vigdís fékk að horfa á forsýninguna. Fjölmargir hafa síðustu daga hvatt mig til að svara árásum Krabbameinsfélags Íslands á Bláa naglann og það hef ég nú gert. Ég ætla að halda áfram að berjast fyrir vitundarvakningu á krabbameini í körlum og mun á næstu dögum óska formlega eftir upplýsingum úr bókhaldi Krabbameinsfélags Íslands um það hvort og þá hvernig fjármunir sem félagið safnar í nafni karlmanna nýtist þeirra baráttu. Ég óska Krabbameinsfélagi Íslands alls hins besta í framtíðinni en vona að þetta áhrifamikla og mikilvæga félag stundi baráttu sína af heiðarleika en ekki með árásum.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun