Hvað er ein velta milli vina? Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2015 15:25 Rallökumennirnir Jari Huttunuen og aðstoðarökumaður hans Marko Vartiainen láta ekki smáræði eins og eina veltu stoppa sig. Þeir tóku þátt í Runni Rock Ralli í Finnlandi um daginn og á einni sérleiðinni vildi ekki betur til en svo að þeir veltu bíl sínum, en hann endaði á hjólunum og þá var ekkert annað að gera en halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Hvað annað! Svo var bara að setja rúðuþurrkurnar í gang og losna við snjóinn sem settist á framrúðuna við veltuna. Ekki virðist veltan hafa mikil áhrif á aksturinn sem er alveg eins harður eftir veltuna og fyrir hana. Ekki að spyrja að þeim Finnunum í rallakstri. Þeir aka Opel Astra Gsi bíl og það er alveg þess virði að sjá takta þeirra í meðfylgjandi myndskeiði. Veltan á sér stað þegar um þrjár mínútur eru liðnar af myndbandinu. Bílar video Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent
Rallökumennirnir Jari Huttunuen og aðstoðarökumaður hans Marko Vartiainen láta ekki smáræði eins og eina veltu stoppa sig. Þeir tóku þátt í Runni Rock Ralli í Finnlandi um daginn og á einni sérleiðinni vildi ekki betur til en svo að þeir veltu bíl sínum, en hann endaði á hjólunum og þá var ekkert annað að gera en halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Hvað annað! Svo var bara að setja rúðuþurrkurnar í gang og losna við snjóinn sem settist á framrúðuna við veltuna. Ekki virðist veltan hafa mikil áhrif á aksturinn sem er alveg eins harður eftir veltuna og fyrir hana. Ekki að spyrja að þeim Finnunum í rallakstri. Þeir aka Opel Astra Gsi bíl og það er alveg þess virði að sjá takta þeirra í meðfylgjandi myndskeiði. Veltan á sér stað þegar um þrjár mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Bílar video Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent