Rafhlöðurnar í Nissan Leaf bara bila ekki Finnur Thorlacius skrifar 26. mars 2015 13:15 Nissan Leaf. Í öllum þeim rúmlega 35 þúsund Nissan Leaf bílum sem seldir hafa verið vítt og breitt um Evrópu síðastliðin fimm ár reynast 99,99 prósent rafhlaða bílanna enn í fullkomnu lagi. Aðeins hefur 0,01 prósent þeirra bilað, alls þrjár rafhlöður. Frá þessu segir á vef Green Car Congress, en niðurstöðurnar byggjast á upplýsingum úr gagnagrunni verkstæða hjá viðurkenndum þjónustuaðilum Nissan Leaf í Evrópu. Niðurstöðurnar eru mikil viðurkenning fyrir framleiðanda Nissan Leaf enda er þessi lága bilanatíðni aðeins brot af því sem búast má við í hefðbundnum bílum. Til marks um það má nefna óháða greiningu, sem tryggingasérfræðingur Warranty Direct (WD) í Bretlandi, gerði á fimm ára viðhaldssögu um 50 þúsund, 3-6 ára bíla með bensín- eða dísilvél. Viðkomandi bílar eru skráðir í viðhaldsgagnagrunn WD og leiddi greiningin m.a. í ljós að í 0,25% bílanna höfðu komið upp vandamál sem gerðu þá ógangfæra. Algeng vandamál reyndust vera allt frá leku kælikerfi og brostnum heddpakkningum til alvarlegra tjóna á vélum bílanna. Á síðasta ári jókst sala á Nissan Leaf um 33% frá fyrra ári með sölu á 15.098 bílum árið 2014. Ræður Leaf nú meira en fjórðungi heimsmarkaðar fyrir rafbíla. Nissan Leaf kom á markað árið 2010 og var hann einn fyrsti fjöldaframleiddi rafmagnabíllinn sem boðinn var á almennum markaði. Leaf er söluhæsti bíll veraldar í sínum flokki, en alls hafa verið seldir rúmlega 165 þúsund bílar af tegundinni Nissan Leaf frá því að sala hófst 2010. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent
Í öllum þeim rúmlega 35 þúsund Nissan Leaf bílum sem seldir hafa verið vítt og breitt um Evrópu síðastliðin fimm ár reynast 99,99 prósent rafhlaða bílanna enn í fullkomnu lagi. Aðeins hefur 0,01 prósent þeirra bilað, alls þrjár rafhlöður. Frá þessu segir á vef Green Car Congress, en niðurstöðurnar byggjast á upplýsingum úr gagnagrunni verkstæða hjá viðurkenndum þjónustuaðilum Nissan Leaf í Evrópu. Niðurstöðurnar eru mikil viðurkenning fyrir framleiðanda Nissan Leaf enda er þessi lága bilanatíðni aðeins brot af því sem búast má við í hefðbundnum bílum. Til marks um það má nefna óháða greiningu, sem tryggingasérfræðingur Warranty Direct (WD) í Bretlandi, gerði á fimm ára viðhaldssögu um 50 þúsund, 3-6 ára bíla með bensín- eða dísilvél. Viðkomandi bílar eru skráðir í viðhaldsgagnagrunn WD og leiddi greiningin m.a. í ljós að í 0,25% bílanna höfðu komið upp vandamál sem gerðu þá ógangfæra. Algeng vandamál reyndust vera allt frá leku kælikerfi og brostnum heddpakkningum til alvarlegra tjóna á vélum bílanna. Á síðasta ári jókst sala á Nissan Leaf um 33% frá fyrra ári með sölu á 15.098 bílum árið 2014. Ræður Leaf nú meira en fjórðungi heimsmarkaðar fyrir rafbíla. Nissan Leaf kom á markað árið 2010 og var hann einn fyrsti fjöldaframleiddi rafmagnabíllinn sem boðinn var á almennum markaði. Leaf er söluhæsti bíll veraldar í sínum flokki, en alls hafa verið seldir rúmlega 165 þúsund bílar af tegundinni Nissan Leaf frá því að sala hófst 2010.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent