Nýr Spark kynntur samtímis í New York og Seúl Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2015 11:32 Chevrolet hefur sent frá sér þessa "teaser"-mynd af nýjum Spark. Í byrjun næsta mánaðar kynnir Chevrolet nýja gerð smábílsins Spark bæði á bílasýningunni í New York og á bílasýningu í höfuðborg S-Kóreu, Seúl. Það er engin tilviljun að þessir tveir staðir eru valdir til frumsýningarinnar, en í þessum tveimur löndum eru stærstu markaðirnir fyrir Spark. Sagt er að Spark fái nú rennilegra útlit með hvassara nef og meira niðurhallandi húdd. Hliðarlína bílsins hallar öll meira frá aftasta punkti og fram eftir bílnum. Grilli bílsins stækkar, eins og reyndar hefur gerst með flesta bíla Chevrolet undanfarið og framljósin ná aftur eftir frambrettunum. Chevrolet Spark er seldur í 71 landi og hann er seldur undir fleiri nöfnum en Spark og heitir til dæmis Daewoo Matiz í S-Kóreu, en þar er stærsti markaðurinn fyrir bílinn, á eftir Bandaríkjunum, en síðan kemur Mexíkó. Spark höfðar til ungs fólks og meira en fjórðungur allra Spark bíla seljast til fólks undir 35 ára áldri. Spark selst nú helst með 84 hestafla og 1,2 lítra og fjögurra strokka vél sem bæði fæst með 5 gíra beinskiptingu eða CVT-sjálfskiptingu. Spark má einnig fá sem rafmagnsbíl með um 130 km drægni. Chevrolet Spark er aðeins annar tveggja smábíla sem fengið hefur hæstu einkunn í öryggisprófunum IIHS í Bandaríkjunum. Hinn er Honda Jazz. Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent
Í byrjun næsta mánaðar kynnir Chevrolet nýja gerð smábílsins Spark bæði á bílasýningunni í New York og á bílasýningu í höfuðborg S-Kóreu, Seúl. Það er engin tilviljun að þessir tveir staðir eru valdir til frumsýningarinnar, en í þessum tveimur löndum eru stærstu markaðirnir fyrir Spark. Sagt er að Spark fái nú rennilegra útlit með hvassara nef og meira niðurhallandi húdd. Hliðarlína bílsins hallar öll meira frá aftasta punkti og fram eftir bílnum. Grilli bílsins stækkar, eins og reyndar hefur gerst með flesta bíla Chevrolet undanfarið og framljósin ná aftur eftir frambrettunum. Chevrolet Spark er seldur í 71 landi og hann er seldur undir fleiri nöfnum en Spark og heitir til dæmis Daewoo Matiz í S-Kóreu, en þar er stærsti markaðurinn fyrir bílinn, á eftir Bandaríkjunum, en síðan kemur Mexíkó. Spark höfðar til ungs fólks og meira en fjórðungur allra Spark bíla seljast til fólks undir 35 ára áldri. Spark selst nú helst með 84 hestafla og 1,2 lítra og fjögurra strokka vél sem bæði fæst með 5 gíra beinskiptingu eða CVT-sjálfskiptingu. Spark má einnig fá sem rafmagnsbíl með um 130 km drægni. Chevrolet Spark er aðeins annar tveggja smábíla sem fengið hefur hæstu einkunn í öryggisprófunum IIHS í Bandaríkjunum. Hinn er Honda Jazz.
Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent