Innlent

Börn örugg í skólum: Fara ekki heim nema í fylgd fullorðna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skólar hafa verið beðnir um að tryggja að börn yfirgefi ekki skólana nema í fylgd fullorðna.
Skólar hafa verið beðnir um að tryggja að börn yfirgefi ekki skólana nema í fylgd fullorðna. vísir/pjetur

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu varðandi röskun á skólastarfi á höfuðborgarsvæðinu vegna veðurs.

Vegna óveðurs sem nú geisar á höfuðborgarsvæðinu hefur verklag um röskun á skólastarfi verið virkjað. Börn eru örugg í skólum og foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að tryggja að börn sín verði sótt í skólana þegar veður og færð gefur möguleika á því.

Skólar hafa verið beðnir um að tryggja að börn yfirgefi ekki skólana nema í fylgd fullorðna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.