Audi stærra en BMW Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2015 10:04 Audi A8. Eftir tvo fyrstu mánuði ársins hefur Audi selt fleiri bíla en samkeppnisaðilarnir BMW og Mercedes Benz. Audi seldi 260.250 í janúar og febrúar en BMW 255.981 og Mercedes Benz 246.135. Það er því harður slagurinn á milli þessara þýsku lúxusbílaframleiðenda og óvíst hver stendur uppi sem sá stærsti við árslok. BMW hefur verið söluhærra en Audi og Mercedes Benz allt frá árinu 2005. Það gæti því breyst í ár. Í febrúar seldi BMW meira en hinir tveir, en góð sala Audi í janúar vegur það upp. Sala BMW, ásamt undirmerkjunum Mini og Rolls Royce, sló fyrri sölumet og nam heildarsala þessara þriggja bílamerkja 151.952 bílum. Mjög góð sala var í Mini bílum, sérstaklega í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Aukningin hjá Mini nam 27% í febrúar. Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent
Eftir tvo fyrstu mánuði ársins hefur Audi selt fleiri bíla en samkeppnisaðilarnir BMW og Mercedes Benz. Audi seldi 260.250 í janúar og febrúar en BMW 255.981 og Mercedes Benz 246.135. Það er því harður slagurinn á milli þessara þýsku lúxusbílaframleiðenda og óvíst hver stendur uppi sem sá stærsti við árslok. BMW hefur verið söluhærra en Audi og Mercedes Benz allt frá árinu 2005. Það gæti því breyst í ár. Í febrúar seldi BMW meira en hinir tveir, en góð sala Audi í janúar vegur það upp. Sala BMW, ásamt undirmerkjunum Mini og Rolls Royce, sló fyrri sölumet og nam heildarsala þessara þriggja bílamerkja 151.952 bílum. Mjög góð sala var í Mini bílum, sérstaklega í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Aukningin hjá Mini nam 27% í febrúar.
Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent