Neytendur og fjármálalæsi Daði Ólafsson skrifar 13. mars 2015 10:26 Á hverjum degi tekur þú ákvarðanir sem hafa áhrif á fjárhag þinn, heimilið, fyrirtæki og samfélagið allt. Á alþjóðlegri fjármálalæsisviku sem nú stendur yfir hefur meðal annars verið fjallað um mikilvægi þess að neytendur hafi rétt tæki og tól til þess að skilja eigin fjármál og til þess að geta tekið skynsamar og meðvitaðar ákvarðanir í fjármálum. Ýmsar bráðsnjallar lausnir eru nú í boði sem auðvelda neytendum skipulag og yfirsýn yfir fjármálin. Þá ber að fagna vitundarvakningu nýrrar kynslóðar um mikilvægi fjármálalæsis. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það fyrst og fremst gagnsæi og réttar upplýsingar sem eru forsenda þess að neytendur geti tekið virkan þátt á hinum frjálsa markaði. Þar kemur Neytendastofa til sögunnar. Hlutverk Neytendastofu er meðal annars að stuðla að bættri verðvitund meðal almennings og að tryggja að neytendur hafi eins réttar upplýsingar og nokkur kostur er á. Á fjármálalæsisviku er ekki úr vegi að nefna tvö verkfæri sem Neytendastofu er annt um að neytendur þekki og skilji. Þetta eru verðupplýsingar og árleg hlutfallstala kostnaðar.Neytendavernd er systir samkeppninnar Tilgangurinn með því að setja reglur og hafa eftirlit með verðmerkingum er að tryggja að neytendur fái réttar verðupplýsingar á skýran og skiljanlegan hátt án mikillar fyrirhafnar eða tilkostnaðar. Til dæmis er lögskylt að gefa upp rétt einingaverð (kr./kg.) en það er eina leiðin til að gera áreiðanlegan verðsamanburð þegar um er að ræða tegundarákveðnar vörur. Neytandinn á að geta kynnt sér og metið verð og gæði vara og þjónustu á markaðnum hvort sem hann stendur út í búð eða vafrar í netverslun. Réttar verðupplýsingar auka verðvitund og gera neytandanum kleift að velja hjá hverjum hann verslar. Þannig er stuðlað að virkri verðsamkeppni og hagkvæmari nýtingu framleiðsluþátta samfélagsins. Stundum gleymist að það er neytandinn sem er í bílstjórasætinu og vald hans er mikið. Meira þarf þó til en góðan bíl og góða vegi. Það þarf góða ökumenn. Það þarf fjármálalæsa neytendur til þess að taka skynsamlegar ákvarðanir.Árleg hlutfallstala kostnaðar? Árið 2013 tóku gildi ný lög um neytendalán sem Neytendastofa hefur eftirlit með. Í lögunum er rík skylda lögð á fjármálafyrirtæki til að leggja fram ítarlegar og skýrar upplýsingar um vexti, kostnað og skilyrði fyrir láni. Þegar þú tekur lán þá þarf lánveitandi nú að reikna og leggja fram svokallaða árlega hlutfallstölu kostnaðar. Árleg hlutfallstala kostnaðar nýtist neytendum til þess að bera saman mismunandi lánstilboð því hún tekur saman allan kostnað og vexti sem fylgja lánstilboði og setur fram í einni prósentutölu. Það er hlutverk fjármálafyrirtækja að reikna út árlega hlutfallstölu kostnaðar. Árleg hlutfallstala kostnaðar gefur þér öflugt tæki og sterka vísbendingu um það hversu hagstætt lánstilboðið er sem þú hefur í höndunum. Þessu má líkja við kílóverð. Flestir hafa borið saman kílóverð á nautahakki í matvöruverslun - árleg hlutfallstala kostnaðar er „kílóverð“ lánstilboðs. Neytendastofa tryggir að þú fáir réttar upplýsingar. Það er þitt hlutverk sem neytandi að nýta upplýsingarnar vel, þér, samkeppninni og samfélaginu til hagsbóta. Greinin birtist í tilefni alþjóðlegrar fjármálalæsisviku dagana 9.-17. mars. Höfundur er sérfræðingur hjá Neytendastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Á hverjum degi tekur þú ákvarðanir sem hafa áhrif á fjárhag þinn, heimilið, fyrirtæki og samfélagið allt. Á alþjóðlegri fjármálalæsisviku sem nú stendur yfir hefur meðal annars verið fjallað um mikilvægi þess að neytendur hafi rétt tæki og tól til þess að skilja eigin fjármál og til þess að geta tekið skynsamar og meðvitaðar ákvarðanir í fjármálum. Ýmsar bráðsnjallar lausnir eru nú í boði sem auðvelda neytendum skipulag og yfirsýn yfir fjármálin. Þá ber að fagna vitundarvakningu nýrrar kynslóðar um mikilvægi fjármálalæsis. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það fyrst og fremst gagnsæi og réttar upplýsingar sem eru forsenda þess að neytendur geti tekið virkan þátt á hinum frjálsa markaði. Þar kemur Neytendastofa til sögunnar. Hlutverk Neytendastofu er meðal annars að stuðla að bættri verðvitund meðal almennings og að tryggja að neytendur hafi eins réttar upplýsingar og nokkur kostur er á. Á fjármálalæsisviku er ekki úr vegi að nefna tvö verkfæri sem Neytendastofu er annt um að neytendur þekki og skilji. Þetta eru verðupplýsingar og árleg hlutfallstala kostnaðar.Neytendavernd er systir samkeppninnar Tilgangurinn með því að setja reglur og hafa eftirlit með verðmerkingum er að tryggja að neytendur fái réttar verðupplýsingar á skýran og skiljanlegan hátt án mikillar fyrirhafnar eða tilkostnaðar. Til dæmis er lögskylt að gefa upp rétt einingaverð (kr./kg.) en það er eina leiðin til að gera áreiðanlegan verðsamanburð þegar um er að ræða tegundarákveðnar vörur. Neytandinn á að geta kynnt sér og metið verð og gæði vara og þjónustu á markaðnum hvort sem hann stendur út í búð eða vafrar í netverslun. Réttar verðupplýsingar auka verðvitund og gera neytandanum kleift að velja hjá hverjum hann verslar. Þannig er stuðlað að virkri verðsamkeppni og hagkvæmari nýtingu framleiðsluþátta samfélagsins. Stundum gleymist að það er neytandinn sem er í bílstjórasætinu og vald hans er mikið. Meira þarf þó til en góðan bíl og góða vegi. Það þarf góða ökumenn. Það þarf fjármálalæsa neytendur til þess að taka skynsamlegar ákvarðanir.Árleg hlutfallstala kostnaðar? Árið 2013 tóku gildi ný lög um neytendalán sem Neytendastofa hefur eftirlit með. Í lögunum er rík skylda lögð á fjármálafyrirtæki til að leggja fram ítarlegar og skýrar upplýsingar um vexti, kostnað og skilyrði fyrir láni. Þegar þú tekur lán þá þarf lánveitandi nú að reikna og leggja fram svokallaða árlega hlutfallstölu kostnaðar. Árleg hlutfallstala kostnaðar nýtist neytendum til þess að bera saman mismunandi lánstilboð því hún tekur saman allan kostnað og vexti sem fylgja lánstilboði og setur fram í einni prósentutölu. Það er hlutverk fjármálafyrirtækja að reikna út árlega hlutfallstölu kostnaðar. Árleg hlutfallstala kostnaðar gefur þér öflugt tæki og sterka vísbendingu um það hversu hagstætt lánstilboðið er sem þú hefur í höndunum. Þessu má líkja við kílóverð. Flestir hafa borið saman kílóverð á nautahakki í matvöruverslun - árleg hlutfallstala kostnaðar er „kílóverð“ lánstilboðs. Neytendastofa tryggir að þú fáir réttar upplýsingar. Það er þitt hlutverk sem neytandi að nýta upplýsingarnar vel, þér, samkeppninni og samfélaginu til hagsbóta. Greinin birtist í tilefni alþjóðlegrar fjármálalæsisviku dagana 9.-17. mars. Höfundur er sérfræðingur hjá Neytendastofu.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun