Lýðræðinu gefið langt nef Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 14. mars 2015 16:30 Framganga utanríkisráðherra og ríkisstjórnar Íslands í ESB-málinu og síðasta útspilið með "bréfið" toppar alla þá lýðræðisást sem núverandi valdhafar sýndu gagnvart íslenskum almenningi þegar þeir lofuðu fjálglega þjóðaratkvæði um framhald ESB-viðræðna fyrir síðustu kosningar. Það loforð var bara loft, bara orðin tóm, það stóð aldrei til að efna það. Um er sennilega að ræða mestu pólitísku svik í sögu nútímastjórnmála á Íslandi. Við Evrópusinnar (ég skammast mín ekkk fyrir að flokka mig sem slíkan, frekar hitt), höfum verið vændir um landráð í sambandi við okkar afstöðu í Evrópumálum. Að vilja færa fullveldið í hendur ESB, sem náttúrlega ekki rétt, því allar þjóðir ESB eru enn frjálsar og fullvalda. Einnig væna andstæðingar ESB um baktjaldamakk í "reykfylltum" herbergjum í Brussel og þar fram eftir götunum. Aðferðafræði okkar Evrópusinna hefur hinsvegar ávallt verið þessi og er enn; að klára aðildarviðræður, fá samning á borðið, kjósa um hann og una niðurstöðunni. Það geta varla talist landráð, að leyfa íslensku þjóðinni að ráða? Hvernig eru þá vinnubrögðin í sambandi við þetta blessaða "Framsóknarbréf" sem komið var til Evrópu/ESB af Gunnari Braga utanríkisráðherra, Einari K.Guðfinnssyni, forseta Alþingis og Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta lýðveldisins? Var unnið mjög lýðræðislega í því máli? Það var ekki borið undir Alþingi og rætt þar, ekki kynnt utanríkismálanefnd og rætt þar. Þá var það samið og sent í nefndaviku Aþingis, þegar regluleg fundastarfsemi þess liggur niðri. Ferlið og aðferðafræðin eru með hreinum ólíkindum, manni gjörsamlega misbýður það hvernig haldið hefur verið á málinu. Valdið kemur frá fólkinu, segir hin klassíska hugmynd um lýðræði. Hér hafa hinsvegar grundvallareglur lýðræðisins verið þverbrotnar og sjálf löggjafarsamkoma Íslands sniðgengiin með mjög grófum hætti. Svo grófum að ég vil hér með lýsa yfir algeru vantrausti á núverandi ríkisstjórn og sérstaklega utanríkisráðherra, sem að mínu mati hefur afhjúpað mjög gróflega vanhæfni sína til þess að sinna því starfi. Enda er reynsla hans af utanríkismálum nánast engin, þegar starfsferill hans á vefsíðu Alþingis er skoðaður. Áður en Gunnar Bragi var settur í starf utanríkisráðherra hafði hann einungis setið í tvö ár sem fulltrúi Framsóknarflokksins í utanríkismálaefnd (2011-2013). Það er sú sama nefnd sem hann og ríkisstjórnin sniðganga nú gersamlega, þvert á lög þar að lútandi. Maður er orðlaus. Já, orðlaus yfir þeirri ömurlegu þróun sem á sér stað; þar sem loforð eru einskis nýtur pappír, lýðræðinu og almenningi er gefið langt nef og baktjaldamakk og pólitískt kjarkleysi ráða för. Höfundur er stjórnmálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Framganga utanríkisráðherra og ríkisstjórnar Íslands í ESB-málinu og síðasta útspilið með "bréfið" toppar alla þá lýðræðisást sem núverandi valdhafar sýndu gagnvart íslenskum almenningi þegar þeir lofuðu fjálglega þjóðaratkvæði um framhald ESB-viðræðna fyrir síðustu kosningar. Það loforð var bara loft, bara orðin tóm, það stóð aldrei til að efna það. Um er sennilega að ræða mestu pólitísku svik í sögu nútímastjórnmála á Íslandi. Við Evrópusinnar (ég skammast mín ekkk fyrir að flokka mig sem slíkan, frekar hitt), höfum verið vændir um landráð í sambandi við okkar afstöðu í Evrópumálum. Að vilja færa fullveldið í hendur ESB, sem náttúrlega ekki rétt, því allar þjóðir ESB eru enn frjálsar og fullvalda. Einnig væna andstæðingar ESB um baktjaldamakk í "reykfylltum" herbergjum í Brussel og þar fram eftir götunum. Aðferðafræði okkar Evrópusinna hefur hinsvegar ávallt verið þessi og er enn; að klára aðildarviðræður, fá samning á borðið, kjósa um hann og una niðurstöðunni. Það geta varla talist landráð, að leyfa íslensku þjóðinni að ráða? Hvernig eru þá vinnubrögðin í sambandi við þetta blessaða "Framsóknarbréf" sem komið var til Evrópu/ESB af Gunnari Braga utanríkisráðherra, Einari K.Guðfinnssyni, forseta Alþingis og Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta lýðveldisins? Var unnið mjög lýðræðislega í því máli? Það var ekki borið undir Alþingi og rætt þar, ekki kynnt utanríkismálanefnd og rætt þar. Þá var það samið og sent í nefndaviku Aþingis, þegar regluleg fundastarfsemi þess liggur niðri. Ferlið og aðferðafræðin eru með hreinum ólíkindum, manni gjörsamlega misbýður það hvernig haldið hefur verið á málinu. Valdið kemur frá fólkinu, segir hin klassíska hugmynd um lýðræði. Hér hafa hinsvegar grundvallareglur lýðræðisins verið þverbrotnar og sjálf löggjafarsamkoma Íslands sniðgengiin með mjög grófum hætti. Svo grófum að ég vil hér með lýsa yfir algeru vantrausti á núverandi ríkisstjórn og sérstaklega utanríkisráðherra, sem að mínu mati hefur afhjúpað mjög gróflega vanhæfni sína til þess að sinna því starfi. Enda er reynsla hans af utanríkismálum nánast engin, þegar starfsferill hans á vefsíðu Alþingis er skoðaður. Áður en Gunnar Bragi var settur í starf utanríkisráðherra hafði hann einungis setið í tvö ár sem fulltrúi Framsóknarflokksins í utanríkismálaefnd (2011-2013). Það er sú sama nefnd sem hann og ríkisstjórnin sniðganga nú gersamlega, þvert á lög þar að lútandi. Maður er orðlaus. Já, orðlaus yfir þeirri ömurlegu þróun sem á sér stað; þar sem loforð eru einskis nýtur pappír, lýðræðinu og almenningi er gefið langt nef og baktjaldamakk og pólitískt kjarkleysi ráða för. Höfundur er stjórnmálafræðingur
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar