Biðröð eftir 707 hestafla Dodge Challenger Hellcat Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2015 09:33 Dodge Challenger Hellcat setur öll 707 hestöflin niður á afturöxulinn. Ástin á hestöflum virðist síst þverrandi hjá Bandaríkjamönnum því biðröð hefur myndast eftir 707 hestafla kraftatröllunum Dodge Challenger og Dodge Charger. Það er í raun langt í frá að Dodge, sem er í eigu Chrysler, hafi undan að framleiða uppí pantanir á bílunum. Þar er nú verið að leita leiða til að auka framleiðsluna á bílunum svo kaupendur þurfi nú ekki að bíða heila eilífð eftir draumabílnum. Dodge Challenger Hellcat er líklega ódýrasti bíll í heimi sem skartar eins miklu hestaflastóði sem ríflega 700 hestöflum. Hann kostar 60.990 dollara, eða um 8,5 milljónir króna. Bíllinn er ekki nema 11,7 sekúndur að renna kvartmíluna með sinni 6,2 lítra V8 vél og 3,6 sekúndur í hundraðið. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent
Ástin á hestöflum virðist síst þverrandi hjá Bandaríkjamönnum því biðröð hefur myndast eftir 707 hestafla kraftatröllunum Dodge Challenger og Dodge Charger. Það er í raun langt í frá að Dodge, sem er í eigu Chrysler, hafi undan að framleiða uppí pantanir á bílunum. Þar er nú verið að leita leiða til að auka framleiðsluna á bílunum svo kaupendur þurfi nú ekki að bíða heila eilífð eftir draumabílnum. Dodge Challenger Hellcat er líklega ódýrasti bíll í heimi sem skartar eins miklu hestaflastóði sem ríflega 700 hestöflum. Hann kostar 60.990 dollara, eða um 8,5 milljónir króna. Bíllinn er ekki nema 11,7 sekúndur að renna kvartmíluna með sinni 6,2 lítra V8 vél og 3,6 sekúndur í hundraðið.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent