Frelsi til að gera mistök Fanney Þorkelsdóttir og Sylvía Ósk Rodriguez skrifar 16. mars 2015 14:56 Þann 8. mars síðastliðinn birtist greinin „Hugsjón eða tálsýn?” þar sem fjallað var um starfsþróun og hugmyndafræði þroskaþjálfa. Stór hluti af þeirri hugmyndafræði er valdefling sem fjallað verður um í þessari grein. Þrátt fyrir að Ísland teljist velferðarríki er ljóst að margir einstaklingar í okkar samfélagi búa við kröpp kjör og njóta ekki fullra mannréttinda. Til þessa hóps telst meðal annars margt fatlað fólk sem býr við þann veruleika að hafa lítil áhrif á eigið líf og skipulag þess. Mörg heimili fatlaðs fólks eru einnig vinnustaður starfsfólks. Það krefst þess að starfsfólk sé meðvitað um sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og láti ekki skipulag vinnustaðarins skerða vald einstaklingsins á sínu eigin heimili. Í dag eru enn um það fjölmörg dæmi að baðferðir einstaklinga séu skipulagðar fyrirfram. Eitthvað sem fæstir myndu vilja láta bjóða sér. Á síðustu árum hefur orðið aukin umræða um hugtakið valdeflingu (e. empowerment). Ekki eru þó allir á eitt sáttir um nákvæma skilgreiningu á hugtakinu og hvað felist í því. Með valdeflingu er átt við að aðstæðum og umhverfi einstaklinga sé breytt þannig að þeir fái vald yfir sínu eigin lífi. Gengið er út frá því að einstaklingurinn sé sérfræðingur í eigin lífi og taki ákvarðanir sem hann snerta án tillits til þess hvað kann að henta öðrum eða starfsemi stofnana. Segja má að valdefling hafi keðjuverkandi áhrif vegna þess að eftir því sem einstaklingurinn fær fleiri tækifæri til að stjórna eigin lífi verður einstaklingurinn færari um að velja og taka ákvarðanir og skapa sér sína eigin framtíðarsýn. Að hafa eitthvað um eigið líf að segja lætur manni líða vel. Þá á maður sér rödd sem heyrist! Hugtakið valdefling felur vissulega í sér vald en hefur hlotið jákvæðan hljómgrunn innan félagsvísinda. Þar er valdefling álitin verkfæri, sem auðveldar fólki að spyrna fótum við nauðung og þvingunum. Mikilvægt er að huga að því að horfa á valdeflingu út frá einstaklingum og umhverfi hans. Til þess að viðkomandi nái að eflast sem persóna þarf hann að mæta skilningi frá aðilum í umhverfinu. Hér er ekki aðeins verið að vísa til fjölskyldu og vina heldur allra sem koma að lífi viðkomandi, beint eða óbeint. Meginkjarni valdeflingar liggur í því að einstaklingur taki ábyrgð á þeim ákvörðunum er varða eigið líf og rísi gegn hvers konar forræði sem hann kann að búa við. Forsenda þessa er að viðkomandi sé fær um að tjá sig svo aðrir skilj enda á valdefling á sér stað með félagslegum samskiptum. Það er hlutverk starfsfólks svo sem þroskaþjálfa, vina, fjölskyldu og fleiri aðila, að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leita leiða fyrir viðkomandi að koma máli sínu á framfæri þarfnist hann aðstoðar við það. Okkur er eðlislægt að vilja ráða okkur sjálf og hafa stjórn á aðstæðum okkar og því lífi sem við lifum. Í þjónustu við fatlað fólk hefur löngum verið talið að farsælast sé að hafa vit fyrir fötluðu fólki. Þetta eru leyfar af gömlum hugsunarhætti. Fatlað fólk á rétt á að gera mistök eins og aðrir og þar með að draga lærdóm af þeim. Almennt telst það eðlilegur lífsins gangur að læra af reynslunni. Forræðishyggja starfsmanna, sem í huga sínum vilja vel, getur ógnað sjálfstæði og vilja fatlaðs fólks. Þarna reynir á fagmennskuna enda þarf að sjálfsögðu að tryggja velferð einstaklinga. Hins vegar er hver fötluð manneskja fyrst og fremst manneskja sem, líkt og hver þjóðfélagsþegn, á sinn rétt til að stjórna eigin lífi. Það er ekki meitlað í stein að raddir og skoðanir fagfólks hafi meira vægi en skoðanir og orð fatlaðs fólks líkt og áður þótti sjálfsagt. Þvert á móti. Nú á dögum er það hlutverk fagfólks að hjálpa fötluðu fólki að skilja hvað felst í því vali sem því stendur til boða. Við búum í jafnréttissamfélagi þar sem hver einstaklingur á að fá að njóta sín óháð stöðu og atgervi líkt og mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um. Jafnrétti merkir þó ekki að við séum öll eins. Fatlað fólk er ekki einsleitur hópur en sú mýta hefur þó svo sannarlega staðið í vegi fatlaðs fólks. Við höfum öll, hvort sem við erum fötluð eða ekki, ólíkar væntingar til lífsins og það dugir ekki að eitt sé látið yfir alla ganga. Við eigum öll rétt á frelsi til að stjórna eigin lífi. Hins vegar hafa ekki allir þetta frelsi í reynd. Hvers virði er frelsi til athafna fái einstaklingur ekki frelsi til að gera mistök? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Þann 8. mars síðastliðinn birtist greinin „Hugsjón eða tálsýn?” þar sem fjallað var um starfsþróun og hugmyndafræði þroskaþjálfa. Stór hluti af þeirri hugmyndafræði er valdefling sem fjallað verður um í þessari grein. Þrátt fyrir að Ísland teljist velferðarríki er ljóst að margir einstaklingar í okkar samfélagi búa við kröpp kjör og njóta ekki fullra mannréttinda. Til þessa hóps telst meðal annars margt fatlað fólk sem býr við þann veruleika að hafa lítil áhrif á eigið líf og skipulag þess. Mörg heimili fatlaðs fólks eru einnig vinnustaður starfsfólks. Það krefst þess að starfsfólk sé meðvitað um sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og láti ekki skipulag vinnustaðarins skerða vald einstaklingsins á sínu eigin heimili. Í dag eru enn um það fjölmörg dæmi að baðferðir einstaklinga séu skipulagðar fyrirfram. Eitthvað sem fæstir myndu vilja láta bjóða sér. Á síðustu árum hefur orðið aukin umræða um hugtakið valdeflingu (e. empowerment). Ekki eru þó allir á eitt sáttir um nákvæma skilgreiningu á hugtakinu og hvað felist í því. Með valdeflingu er átt við að aðstæðum og umhverfi einstaklinga sé breytt þannig að þeir fái vald yfir sínu eigin lífi. Gengið er út frá því að einstaklingurinn sé sérfræðingur í eigin lífi og taki ákvarðanir sem hann snerta án tillits til þess hvað kann að henta öðrum eða starfsemi stofnana. Segja má að valdefling hafi keðjuverkandi áhrif vegna þess að eftir því sem einstaklingurinn fær fleiri tækifæri til að stjórna eigin lífi verður einstaklingurinn færari um að velja og taka ákvarðanir og skapa sér sína eigin framtíðarsýn. Að hafa eitthvað um eigið líf að segja lætur manni líða vel. Þá á maður sér rödd sem heyrist! Hugtakið valdefling felur vissulega í sér vald en hefur hlotið jákvæðan hljómgrunn innan félagsvísinda. Þar er valdefling álitin verkfæri, sem auðveldar fólki að spyrna fótum við nauðung og þvingunum. Mikilvægt er að huga að því að horfa á valdeflingu út frá einstaklingum og umhverfi hans. Til þess að viðkomandi nái að eflast sem persóna þarf hann að mæta skilningi frá aðilum í umhverfinu. Hér er ekki aðeins verið að vísa til fjölskyldu og vina heldur allra sem koma að lífi viðkomandi, beint eða óbeint. Meginkjarni valdeflingar liggur í því að einstaklingur taki ábyrgð á þeim ákvörðunum er varða eigið líf og rísi gegn hvers konar forræði sem hann kann að búa við. Forsenda þessa er að viðkomandi sé fær um að tjá sig svo aðrir skilj enda á valdefling á sér stað með félagslegum samskiptum. Það er hlutverk starfsfólks svo sem þroskaþjálfa, vina, fjölskyldu og fleiri aðila, að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leita leiða fyrir viðkomandi að koma máli sínu á framfæri þarfnist hann aðstoðar við það. Okkur er eðlislægt að vilja ráða okkur sjálf og hafa stjórn á aðstæðum okkar og því lífi sem við lifum. Í þjónustu við fatlað fólk hefur löngum verið talið að farsælast sé að hafa vit fyrir fötluðu fólki. Þetta eru leyfar af gömlum hugsunarhætti. Fatlað fólk á rétt á að gera mistök eins og aðrir og þar með að draga lærdóm af þeim. Almennt telst það eðlilegur lífsins gangur að læra af reynslunni. Forræðishyggja starfsmanna, sem í huga sínum vilja vel, getur ógnað sjálfstæði og vilja fatlaðs fólks. Þarna reynir á fagmennskuna enda þarf að sjálfsögðu að tryggja velferð einstaklinga. Hins vegar er hver fötluð manneskja fyrst og fremst manneskja sem, líkt og hver þjóðfélagsþegn, á sinn rétt til að stjórna eigin lífi. Það er ekki meitlað í stein að raddir og skoðanir fagfólks hafi meira vægi en skoðanir og orð fatlaðs fólks líkt og áður þótti sjálfsagt. Þvert á móti. Nú á dögum er það hlutverk fagfólks að hjálpa fötluðu fólki að skilja hvað felst í því vali sem því stendur til boða. Við búum í jafnréttissamfélagi þar sem hver einstaklingur á að fá að njóta sín óháð stöðu og atgervi líkt og mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um. Jafnrétti merkir þó ekki að við séum öll eins. Fatlað fólk er ekki einsleitur hópur en sú mýta hefur þó svo sannarlega staðið í vegi fatlaðs fólks. Við höfum öll, hvort sem við erum fötluð eða ekki, ólíkar væntingar til lífsins og það dugir ekki að eitt sé látið yfir alla ganga. Við eigum öll rétt á frelsi til að stjórna eigin lífi. Hins vegar hafa ekki allir þetta frelsi í reynd. Hvers virði er frelsi til athafna fái einstaklingur ekki frelsi til að gera mistök?
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar