Frelsi til að gera mistök Fanney Þorkelsdóttir og Sylvía Ósk Rodriguez skrifar 16. mars 2015 14:56 Þann 8. mars síðastliðinn birtist greinin „Hugsjón eða tálsýn?” þar sem fjallað var um starfsþróun og hugmyndafræði þroskaþjálfa. Stór hluti af þeirri hugmyndafræði er valdefling sem fjallað verður um í þessari grein. Þrátt fyrir að Ísland teljist velferðarríki er ljóst að margir einstaklingar í okkar samfélagi búa við kröpp kjör og njóta ekki fullra mannréttinda. Til þessa hóps telst meðal annars margt fatlað fólk sem býr við þann veruleika að hafa lítil áhrif á eigið líf og skipulag þess. Mörg heimili fatlaðs fólks eru einnig vinnustaður starfsfólks. Það krefst þess að starfsfólk sé meðvitað um sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og láti ekki skipulag vinnustaðarins skerða vald einstaklingsins á sínu eigin heimili. Í dag eru enn um það fjölmörg dæmi að baðferðir einstaklinga séu skipulagðar fyrirfram. Eitthvað sem fæstir myndu vilja láta bjóða sér. Á síðustu árum hefur orðið aukin umræða um hugtakið valdeflingu (e. empowerment). Ekki eru þó allir á eitt sáttir um nákvæma skilgreiningu á hugtakinu og hvað felist í því. Með valdeflingu er átt við að aðstæðum og umhverfi einstaklinga sé breytt þannig að þeir fái vald yfir sínu eigin lífi. Gengið er út frá því að einstaklingurinn sé sérfræðingur í eigin lífi og taki ákvarðanir sem hann snerta án tillits til þess hvað kann að henta öðrum eða starfsemi stofnana. Segja má að valdefling hafi keðjuverkandi áhrif vegna þess að eftir því sem einstaklingurinn fær fleiri tækifæri til að stjórna eigin lífi verður einstaklingurinn færari um að velja og taka ákvarðanir og skapa sér sína eigin framtíðarsýn. Að hafa eitthvað um eigið líf að segja lætur manni líða vel. Þá á maður sér rödd sem heyrist! Hugtakið valdefling felur vissulega í sér vald en hefur hlotið jákvæðan hljómgrunn innan félagsvísinda. Þar er valdefling álitin verkfæri, sem auðveldar fólki að spyrna fótum við nauðung og þvingunum. Mikilvægt er að huga að því að horfa á valdeflingu út frá einstaklingum og umhverfi hans. Til þess að viðkomandi nái að eflast sem persóna þarf hann að mæta skilningi frá aðilum í umhverfinu. Hér er ekki aðeins verið að vísa til fjölskyldu og vina heldur allra sem koma að lífi viðkomandi, beint eða óbeint. Meginkjarni valdeflingar liggur í því að einstaklingur taki ábyrgð á þeim ákvörðunum er varða eigið líf og rísi gegn hvers konar forræði sem hann kann að búa við. Forsenda þessa er að viðkomandi sé fær um að tjá sig svo aðrir skilj enda á valdefling á sér stað með félagslegum samskiptum. Það er hlutverk starfsfólks svo sem þroskaþjálfa, vina, fjölskyldu og fleiri aðila, að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leita leiða fyrir viðkomandi að koma máli sínu á framfæri þarfnist hann aðstoðar við það. Okkur er eðlislægt að vilja ráða okkur sjálf og hafa stjórn á aðstæðum okkar og því lífi sem við lifum. Í þjónustu við fatlað fólk hefur löngum verið talið að farsælast sé að hafa vit fyrir fötluðu fólki. Þetta eru leyfar af gömlum hugsunarhætti. Fatlað fólk á rétt á að gera mistök eins og aðrir og þar með að draga lærdóm af þeim. Almennt telst það eðlilegur lífsins gangur að læra af reynslunni. Forræðishyggja starfsmanna, sem í huga sínum vilja vel, getur ógnað sjálfstæði og vilja fatlaðs fólks. Þarna reynir á fagmennskuna enda þarf að sjálfsögðu að tryggja velferð einstaklinga. Hins vegar er hver fötluð manneskja fyrst og fremst manneskja sem, líkt og hver þjóðfélagsþegn, á sinn rétt til að stjórna eigin lífi. Það er ekki meitlað í stein að raddir og skoðanir fagfólks hafi meira vægi en skoðanir og orð fatlaðs fólks líkt og áður þótti sjálfsagt. Þvert á móti. Nú á dögum er það hlutverk fagfólks að hjálpa fötluðu fólki að skilja hvað felst í því vali sem því stendur til boða. Við búum í jafnréttissamfélagi þar sem hver einstaklingur á að fá að njóta sín óháð stöðu og atgervi líkt og mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um. Jafnrétti merkir þó ekki að við séum öll eins. Fatlað fólk er ekki einsleitur hópur en sú mýta hefur þó svo sannarlega staðið í vegi fatlaðs fólks. Við höfum öll, hvort sem við erum fötluð eða ekki, ólíkar væntingar til lífsins og það dugir ekki að eitt sé látið yfir alla ganga. Við eigum öll rétt á frelsi til að stjórna eigin lífi. Hins vegar hafa ekki allir þetta frelsi í reynd. Hvers virði er frelsi til athafna fái einstaklingur ekki frelsi til að gera mistök? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 8. mars síðastliðinn birtist greinin „Hugsjón eða tálsýn?” þar sem fjallað var um starfsþróun og hugmyndafræði þroskaþjálfa. Stór hluti af þeirri hugmyndafræði er valdefling sem fjallað verður um í þessari grein. Þrátt fyrir að Ísland teljist velferðarríki er ljóst að margir einstaklingar í okkar samfélagi búa við kröpp kjör og njóta ekki fullra mannréttinda. Til þessa hóps telst meðal annars margt fatlað fólk sem býr við þann veruleika að hafa lítil áhrif á eigið líf og skipulag þess. Mörg heimili fatlaðs fólks eru einnig vinnustaður starfsfólks. Það krefst þess að starfsfólk sé meðvitað um sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og láti ekki skipulag vinnustaðarins skerða vald einstaklingsins á sínu eigin heimili. Í dag eru enn um það fjölmörg dæmi að baðferðir einstaklinga séu skipulagðar fyrirfram. Eitthvað sem fæstir myndu vilja láta bjóða sér. Á síðustu árum hefur orðið aukin umræða um hugtakið valdeflingu (e. empowerment). Ekki eru þó allir á eitt sáttir um nákvæma skilgreiningu á hugtakinu og hvað felist í því. Með valdeflingu er átt við að aðstæðum og umhverfi einstaklinga sé breytt þannig að þeir fái vald yfir sínu eigin lífi. Gengið er út frá því að einstaklingurinn sé sérfræðingur í eigin lífi og taki ákvarðanir sem hann snerta án tillits til þess hvað kann að henta öðrum eða starfsemi stofnana. Segja má að valdefling hafi keðjuverkandi áhrif vegna þess að eftir því sem einstaklingurinn fær fleiri tækifæri til að stjórna eigin lífi verður einstaklingurinn færari um að velja og taka ákvarðanir og skapa sér sína eigin framtíðarsýn. Að hafa eitthvað um eigið líf að segja lætur manni líða vel. Þá á maður sér rödd sem heyrist! Hugtakið valdefling felur vissulega í sér vald en hefur hlotið jákvæðan hljómgrunn innan félagsvísinda. Þar er valdefling álitin verkfæri, sem auðveldar fólki að spyrna fótum við nauðung og þvingunum. Mikilvægt er að huga að því að horfa á valdeflingu út frá einstaklingum og umhverfi hans. Til þess að viðkomandi nái að eflast sem persóna þarf hann að mæta skilningi frá aðilum í umhverfinu. Hér er ekki aðeins verið að vísa til fjölskyldu og vina heldur allra sem koma að lífi viðkomandi, beint eða óbeint. Meginkjarni valdeflingar liggur í því að einstaklingur taki ábyrgð á þeim ákvörðunum er varða eigið líf og rísi gegn hvers konar forræði sem hann kann að búa við. Forsenda þessa er að viðkomandi sé fær um að tjá sig svo aðrir skilj enda á valdefling á sér stað með félagslegum samskiptum. Það er hlutverk starfsfólks svo sem þroskaþjálfa, vina, fjölskyldu og fleiri aðila, að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leita leiða fyrir viðkomandi að koma máli sínu á framfæri þarfnist hann aðstoðar við það. Okkur er eðlislægt að vilja ráða okkur sjálf og hafa stjórn á aðstæðum okkar og því lífi sem við lifum. Í þjónustu við fatlað fólk hefur löngum verið talið að farsælast sé að hafa vit fyrir fötluðu fólki. Þetta eru leyfar af gömlum hugsunarhætti. Fatlað fólk á rétt á að gera mistök eins og aðrir og þar með að draga lærdóm af þeim. Almennt telst það eðlilegur lífsins gangur að læra af reynslunni. Forræðishyggja starfsmanna, sem í huga sínum vilja vel, getur ógnað sjálfstæði og vilja fatlaðs fólks. Þarna reynir á fagmennskuna enda þarf að sjálfsögðu að tryggja velferð einstaklinga. Hins vegar er hver fötluð manneskja fyrst og fremst manneskja sem, líkt og hver þjóðfélagsþegn, á sinn rétt til að stjórna eigin lífi. Það er ekki meitlað í stein að raddir og skoðanir fagfólks hafi meira vægi en skoðanir og orð fatlaðs fólks líkt og áður þótti sjálfsagt. Þvert á móti. Nú á dögum er það hlutverk fagfólks að hjálpa fötluðu fólki að skilja hvað felst í því vali sem því stendur til boða. Við búum í jafnréttissamfélagi þar sem hver einstaklingur á að fá að njóta sín óháð stöðu og atgervi líkt og mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um. Jafnrétti merkir þó ekki að við séum öll eins. Fatlað fólk er ekki einsleitur hópur en sú mýta hefur þó svo sannarlega staðið í vegi fatlaðs fólks. Við höfum öll, hvort sem við erum fötluð eða ekki, ólíkar væntingar til lífsins og það dugir ekki að eitt sé látið yfir alla ganga. Við eigum öll rétt á frelsi til að stjórna eigin lífi. Hins vegar hafa ekki allir þetta frelsi í reynd. Hvers virði er frelsi til athafna fái einstaklingur ekki frelsi til að gera mistök?
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun