Sölu Chrysler og Lancia bíla hætt í Bretlandi Finnur Thorlacius skrifar 18. mars 2015 10:52 Lancia Ypsilon. Fiat, eigandi Chrysler og Lancia, hefur ákveðið að hætta sölu bíla frá báðum merkjunum í Bretlandi og einbeita sér þess í stað að Jeep bílum þar. Fiat Chrysler Automobiles (FCA) hefur haft bílana Chrysler 300C og Voyager, auk Lancia Delta og Ypsilon í Bretlandi en sala þeirra hefur verið dræm. Sala þessara bíla minnkaði í fyrra um 21% og endaði aðeins í 1.982 seldum bílum. Langflestir þeirra voru Lancia Ypsilon. FCA áætlar að selja 10.000 Jeep bíla í Bretlandi í ár, en sala Jeep bíla þar tók risastökk í fyrra og óx um 75%. Sergio Marchionne forstjóri FCA segir reyndar að Lancia bílar verði teknir úr sölu í öllum löndum Evrópu nema í heimalandinu Ítalíu. Lancia seldi 61.483 Ypsilon bíla í fyrra og voru langflestir þeirra seldir á Ítalíu. Það er því ekki bjart yfir Lancia merkinu um þessar mundir. Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent
Fiat, eigandi Chrysler og Lancia, hefur ákveðið að hætta sölu bíla frá báðum merkjunum í Bretlandi og einbeita sér þess í stað að Jeep bílum þar. Fiat Chrysler Automobiles (FCA) hefur haft bílana Chrysler 300C og Voyager, auk Lancia Delta og Ypsilon í Bretlandi en sala þeirra hefur verið dræm. Sala þessara bíla minnkaði í fyrra um 21% og endaði aðeins í 1.982 seldum bílum. Langflestir þeirra voru Lancia Ypsilon. FCA áætlar að selja 10.000 Jeep bíla í Bretlandi í ár, en sala Jeep bíla þar tók risastökk í fyrra og óx um 75%. Sergio Marchionne forstjóri FCA segir reyndar að Lancia bílar verði teknir úr sölu í öllum löndum Evrópu nema í heimalandinu Ítalíu. Lancia seldi 61.483 Ypsilon bíla í fyrra og voru langflestir þeirra seldir á Ítalíu. Það er því ekki bjart yfir Lancia merkinu um þessar mundir.
Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent