Umfjöllun og viðtöl: Fram - Akureyri 24-26 | Þriðji sigur Akureyrar á Fram í vetur Ingvi Þór Sæmundsson í Safamýrinni skrifar 1. mars 2015 14:51 Sigþór Árni Heimisson Vísir/Andri Marinó Akureyri lyfti sér upp fyrir Hauka í 6. sæti Olís-deildar karla með tveggja marka sigri, 24-26, á Fram í dag. Þetta var þriðji sigur Akureyrar á Fram í vetur og með honum fjarlægðust Norðanmenn mestu fallbaráttuna en liðið er nú átta stigum frá fallsæti. Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Safamýrinni og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Fram er það lið sem gengur hvað verst í uppstilltum sóknarleik en Framarar hafa skorað langfæst mörk allra liða í Olís-deildinni í vetur. Safamýrarpiltar spila hins vegar jafnan sterka vörn og nýta hraðaupphlaupin vel. Og sú var raunin í upphafi leiks í dag. Fram var komið í 5-1 eftir sjö mínútur en fjögur af fimm mörkum heimamanna komu eftir hraðaupphlaup. Alls skoruðu Framarar sjö mörk eftir hraðar sóknir í fyrri hálfleik þar sem Stefán Baldvin Stefánsson fór mikinn en hann skoraði sex mörk í hálfleiknum. Gestirnir náðu þó fljótlega áttum og komu með sterkt áhlaup, skoruðu sex mörk gegn einu og náðu forystunni, 6-7. Það er ekki mikil skotógn fyrir utan í sókninni hjá Akureyri en lærisveinar Atla Hilmarssonar finna aðrar leiðir til að skora mörk. Líkt og svo oft í vetur voru hornamennirnir Kristján Orri Jóhannesson og Heiðar Þór Aðalsteinsson atkvæðamiklir en þeir skoruðu níu af 13 mörkum Norðanmanna í fyrri hálfleik. Eftir kaflaskiptar upphafsmínútur kom meira jafnvægi í leikinn og jafnt var á flestum tölum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Akureyri byrjaði seinni hálfleikinn betur, skoraði tvö fyrstu mörk hans og komst þremur mörkum yfir, 12-15. Framarar gáfu þá í og skoruðu fimm mörk gegn einu Norðanmanna og náðu forystunni, 17-16. Jafnræði var með liðunum næstu mínúturnar og þegar níu mínútur voru eftir var staðan jöfn, 21-21. En þá tóku Akureyringar yfir. Vörn þeirra var gríðarsterk og fyrir aftan hana var Tomas Olason í góðum gír en hann var besti maður vallarins í dag. Tomas varði alls 21 skot, eða 47% þeirra skota sem hann fékk á sig. Gestirnir skoruðu þrjú mörk í röð og náðu þriggja marka forystu, 21-24. Þann mun náðu Framarar ekki að vinna upp þrátt fyrir ágætis viðleitni. Svo fór að Akureyri fagnaði tveggja marka sigri, 24-26, en þetta var annar sigur liðsins í röð. Kristján Orri átti afbragðs leik í liði Norðanmanna og skoraði níu mörk úr tíu skotum. Nicklas Selvig var einnig öflugur og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Hann lauk leik með sjö mörk. Stefán Baldvin stóð upp úr í liði Fram en þessi snaggaralegi hornamaður skoraði níu mörk, þar af sex eftir hraðaupphlaup. Næstu menn voru með þrjú mörk en Fram-liðið vantaði sárlega mörk utan af velli í leiknum í dag.Guðlaugur: Þessi barátta mun skila okkur stigum á næstunni Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, var ánægður með margt í leik sinna manna í tapinu gegn Akureyri í dag. "Ég er fyrst og fremst hundsvekktur að tapa leiknum en ég er ofboðslega ánægður með baráttuna í mínum mönnum og varnarleikurinn var flottur í dag. "Við töpuðum þessu á kaflanum í seinni hálfleik þar sem við vorum tveimur fleiri. Svo misstum við aðeins dampinn í sókninni síðustu tíu mínúturnar. "En ég er stoltur af baráttunni og þessi barátta og þessi frammistaða mun skila okkur stigum á næstunni," sagði Guðlaugur sem var vitaskuld ánægður með hvernig hans lið kom inn í leikinn en eftir sjö mínútna leik var staðan 5-1, Fram í vil. "Það var góð vinnsla í vörninni. Við komumst í 5-1 en svo unnu þeir sig inn í leikinn með því að spila sína vörn og fá hraðaupphlaup. "Þetta var svolítill varnarleikur í dag, en þeir fengu aðeins fleiri hraðaupphlaup sem skiptu miklu máli," sagði Guðlaugur. En hvernig fannst honum uppstilltur sóknarleikur Framara ganga í dag? "Hann var vandræðalegur á köflunum en inn á milli fengum við fín færi og tókum góðar ákvarðanir á móti sterkri vörn. Við þurfum aðeins að slípa sóknarleikinn," sagði Guðlaugur og bætti við: "Við erum að fá menn úr meiðslum. Elías (Bóasson) spilaði heilt yfir vel og meiddist ekki aftur sem er jákvætt," sagði Guðlaugur að lokum.Ingimundur: Allt á mjög lágu plani Ingimundur Ingimundarson, leikmaður Akureyrar, var sáttur með stigin tvö sem Norðanmenn fengu fyrir sigurinn á Fram í dag. Og þar með var það upptalið. "Það er erfitt að segja hvað skildi á milli. Það var allt á mjög lágu plani hér í dag, verð ég að segja; handboltinn, allt sem fór fram á vellinum, Framarar hefðu örugglega viljað hafa fleiri í stúkunni og svo framvegis. "Það var allt lélegt," sagði Ingimundur, en var ekki þeim mun mikilvægara að vinna leikinn í dag? "Jújú, við tókum þá aðeins á reynslunni. Og svo vorum við líka heppnir. "Þetta var skref aftur á bak hjá okkur, frá síðustu tveimur leikjum (gegn Aftureldingu og Stjörnunni). "En það jákvæða við þetta er að við bjuggum til smá svigrúm milli okkar og 9. sætisins. Það má samt ekkert gefa eftir, það er stutt niður á botninn," sagði Ingimundur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Akureyri lyfti sér upp fyrir Hauka í 6. sæti Olís-deildar karla með tveggja marka sigri, 24-26, á Fram í dag. Þetta var þriðji sigur Akureyrar á Fram í vetur og með honum fjarlægðust Norðanmenn mestu fallbaráttuna en liðið er nú átta stigum frá fallsæti. Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Safamýrinni og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Fram er það lið sem gengur hvað verst í uppstilltum sóknarleik en Framarar hafa skorað langfæst mörk allra liða í Olís-deildinni í vetur. Safamýrarpiltar spila hins vegar jafnan sterka vörn og nýta hraðaupphlaupin vel. Og sú var raunin í upphafi leiks í dag. Fram var komið í 5-1 eftir sjö mínútur en fjögur af fimm mörkum heimamanna komu eftir hraðaupphlaup. Alls skoruðu Framarar sjö mörk eftir hraðar sóknir í fyrri hálfleik þar sem Stefán Baldvin Stefánsson fór mikinn en hann skoraði sex mörk í hálfleiknum. Gestirnir náðu þó fljótlega áttum og komu með sterkt áhlaup, skoruðu sex mörk gegn einu og náðu forystunni, 6-7. Það er ekki mikil skotógn fyrir utan í sókninni hjá Akureyri en lærisveinar Atla Hilmarssonar finna aðrar leiðir til að skora mörk. Líkt og svo oft í vetur voru hornamennirnir Kristján Orri Jóhannesson og Heiðar Þór Aðalsteinsson atkvæðamiklir en þeir skoruðu níu af 13 mörkum Norðanmanna í fyrri hálfleik. Eftir kaflaskiptar upphafsmínútur kom meira jafnvægi í leikinn og jafnt var á flestum tölum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Akureyri byrjaði seinni hálfleikinn betur, skoraði tvö fyrstu mörk hans og komst þremur mörkum yfir, 12-15. Framarar gáfu þá í og skoruðu fimm mörk gegn einu Norðanmanna og náðu forystunni, 17-16. Jafnræði var með liðunum næstu mínúturnar og þegar níu mínútur voru eftir var staðan jöfn, 21-21. En þá tóku Akureyringar yfir. Vörn þeirra var gríðarsterk og fyrir aftan hana var Tomas Olason í góðum gír en hann var besti maður vallarins í dag. Tomas varði alls 21 skot, eða 47% þeirra skota sem hann fékk á sig. Gestirnir skoruðu þrjú mörk í röð og náðu þriggja marka forystu, 21-24. Þann mun náðu Framarar ekki að vinna upp þrátt fyrir ágætis viðleitni. Svo fór að Akureyri fagnaði tveggja marka sigri, 24-26, en þetta var annar sigur liðsins í röð. Kristján Orri átti afbragðs leik í liði Norðanmanna og skoraði níu mörk úr tíu skotum. Nicklas Selvig var einnig öflugur og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Hann lauk leik með sjö mörk. Stefán Baldvin stóð upp úr í liði Fram en þessi snaggaralegi hornamaður skoraði níu mörk, þar af sex eftir hraðaupphlaup. Næstu menn voru með þrjú mörk en Fram-liðið vantaði sárlega mörk utan af velli í leiknum í dag.Guðlaugur: Þessi barátta mun skila okkur stigum á næstunni Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, var ánægður með margt í leik sinna manna í tapinu gegn Akureyri í dag. "Ég er fyrst og fremst hundsvekktur að tapa leiknum en ég er ofboðslega ánægður með baráttuna í mínum mönnum og varnarleikurinn var flottur í dag. "Við töpuðum þessu á kaflanum í seinni hálfleik þar sem við vorum tveimur fleiri. Svo misstum við aðeins dampinn í sókninni síðustu tíu mínúturnar. "En ég er stoltur af baráttunni og þessi barátta og þessi frammistaða mun skila okkur stigum á næstunni," sagði Guðlaugur sem var vitaskuld ánægður með hvernig hans lið kom inn í leikinn en eftir sjö mínútna leik var staðan 5-1, Fram í vil. "Það var góð vinnsla í vörninni. Við komumst í 5-1 en svo unnu þeir sig inn í leikinn með því að spila sína vörn og fá hraðaupphlaup. "Þetta var svolítill varnarleikur í dag, en þeir fengu aðeins fleiri hraðaupphlaup sem skiptu miklu máli," sagði Guðlaugur. En hvernig fannst honum uppstilltur sóknarleikur Framara ganga í dag? "Hann var vandræðalegur á köflunum en inn á milli fengum við fín færi og tókum góðar ákvarðanir á móti sterkri vörn. Við þurfum aðeins að slípa sóknarleikinn," sagði Guðlaugur og bætti við: "Við erum að fá menn úr meiðslum. Elías (Bóasson) spilaði heilt yfir vel og meiddist ekki aftur sem er jákvætt," sagði Guðlaugur að lokum.Ingimundur: Allt á mjög lágu plani Ingimundur Ingimundarson, leikmaður Akureyrar, var sáttur með stigin tvö sem Norðanmenn fengu fyrir sigurinn á Fram í dag. Og þar með var það upptalið. "Það er erfitt að segja hvað skildi á milli. Það var allt á mjög lágu plani hér í dag, verð ég að segja; handboltinn, allt sem fór fram á vellinum, Framarar hefðu örugglega viljað hafa fleiri í stúkunni og svo framvegis. "Það var allt lélegt," sagði Ingimundur, en var ekki þeim mun mikilvægara að vinna leikinn í dag? "Jújú, við tókum þá aðeins á reynslunni. Og svo vorum við líka heppnir. "Þetta var skref aftur á bak hjá okkur, frá síðustu tveimur leikjum (gegn Aftureldingu og Stjörnunni). "En það jákvæða við þetta er að við bjuggum til smá svigrúm milli okkar og 9. sætisins. Það má samt ekkert gefa eftir, það er stutt niður á botninn," sagði Ingimundur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira