Tilkynningagjöld bankanna: "Er þetta banki eða glæpafélag?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2015 22:34 Þráni Bertelssyni finnst ósvífið að þurfa að greiða greiðslugjald til bankanna fyrir að greiða af láni hjá bönkunum. Samanlagður hagnaður bankanna á liðnu ári var tæpir 81 milljarður króna. Vísir Þúsundþjalasmiðurinn Þráinn Bertelsson greiddi reikninga í heimabanka sínum um mánaðamótin eins og fjölmargir Íslendingar. Þótt honum finnist ekki fallegt að hugsa um peninga á sunnudeig tók hann eftir gjöldum er fylgdu greiðsluseðlum af íbúðarlánum hans og konu sinnar. Óhætt er að segja að honum hafi blöskrað. Þráinn og kona hans eru með tvö íbúðarlán hjá Arion banka. Hann tók eftir því að af hvoru láni þarf hann að greiða nokkur hundruð krónur í svokallað „tilkynningar- og greislugjald“. Hann tekur fram að heimsendar rukkanir á pappír hafi hann afþakkað fyrir þó nokkru. Því er kostnaðurinn á láninu í hans nafni 495 krónur en 595 krónur hjá konu hans.Sjá einnig:Hvað er bankinn þinn að rukka þig mikið og fyrir hvað? „Mér finnst það nokkuð þykkt stungin tólg að fara fram á 1100 krónur á mánuði fyrir að upplýsa mann með færslu í heimabanka hver afborgun skuli vera um hver mánaðamót (og ekki óeðlilegt að bankinn liti á það í sínum verkahring og vaxtakostnaður og verðbætur dekkuðu það viðvik) og sérstaklega finnst mér ósvífið að það skuli fylgja sögunni að það kosti okkur ákveðið greiðslugjald að fá yfirleitt að greiða af láninu. “ Færsla Þráins, sem sjá má í heild sinni hér að neðan, hefur vakið mikla athygli. Fjölmargir tjá sig um gjöldin og enn fleirum líkar við færlsu Þráins. Má þar nefna Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóra á RÚV, G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúa hjá Vegagerðinni, fjölmiðlafólkið Láru Hönnu Einarsdóttur og Ingimar Karl Helgason auk Harðar J. Oddfríðarsonar hjá Sundsambandi Íslands og Sigurðar Eggertssonar handknattleikskappa.Þráinn tekur saman að 1100 króna gjald á mánuði verði að hálfri milljón sé miðað við greiðslur af 40 ára láni.VísirLíklega eru margir ef ekki flestir, sem eru með íbúðarlán hjá bönkunum, meðvitaðir um gjöldin. Stóru bankarnir þrír innheimta allir „tilkynningar- og greiðslugjöld“ af lánum og koma þau fram í verðskrám bankanna. Gjöldin eru 495 krónur og 595 krónur hjá Arion banka og Íslandsbanka, eftir því hvort fólk fær seðil sendan heim til sín í bréfapósti eða ekki, en 520 krónur eða 635 krónur hjá Landsbankanum. Þráinn veltir fyrir sér hvort löglegt sé að hafa slík gjöld og þá hvort nokkuð komi í veg fyrir að gjaldið sé tíu sinnum hærra eða lægra.Sjá einnig:Bandaríkjamenn ættu að læra bankarekstur af Íslendingum „Nú er ég ekki lögfræðingur svo að ég veit ekki hvort þetta er löglegt en hitt veit ég að þetta er skólabókardæmi um fullkomið siðleysi í viðskiptum.“ 1100 krónur á mánuði sé kannski ekki há uppbæð. Sé hins vegar horft til láns til fjörutíu ára sé upphæðin samanlagt nærri hálfri milljón króna. „Er þetta banki eða glæpafélag?“ spyr Þráinn.Post by Thrainn Bertelsson. 81 milljarður í hagnað Tilkynnt var á dögunum að hagnaður bankanna þriggja á liðnu ári hefði numið 81 milljarði króna. Margir hafa gagnrýnt þjónustugjöld bankanna og vexti þeirra harðlega í ljósi hins mikla hagnaðar. Forsætisráðherra hefur meðal annars sagt ótækt að almenningur njóti ekki betri kjara í ljósoi hagnaðar viðskiptabankanna. Allir bankarnir þrír hafa legið undir gagnrýni fyrir að vera með ógagnsæja verðskrá til neytenda þegar kemur að þjónustugjöldum og fyrir að rukka viðskiptavini fyrir nánast allt milli himins og jarðar. Sumu fólki svíður fyrir að borga á annað hundrað krónur fyrir einfalda millifærslu beiðni í gegnum síma, svo dæmi sé tekið. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að bankinn bjóði upp á þrjú hundruð vörur. Eðlilega séu verð mismunandi. „Við erum að reyna að haga þessu þannig að þeir sem stofna til kostnaðarins borgi fyrir þjónustuna þannig að það sé ekki þannig að einhver sem sé ekki að nýta sér þjónustuna sé að borga fyrir einhvern sem er að nýta þjónustuna.“ Tengdar fréttir „Ég tel að bankarnir séu að taka til sín alltof mikið“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var hvassyrtur þegar hann steig í pontu í Alþingi í dag og ræddi um vaxtakjör almennings. 25. febrúar 2015 20:48 Landsbankinn greiðir 24 milljarða í arð Stjórn Landsbanka Íslands mun leggja það til við aðalfund bankans að 24 milljarðar verði greiddir í arð á þessu ári. Samanlagðar arðgreiðslur vegna síðustu þriggja rekstrarára munu því nema um 53,5 milljörðum króna. 26. febrúar 2015 17:21 Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00 Flóknar verðskrár gera neytendum erfitt að bera saman kjör bankanna „Gjöld fyrir sömu þjónustu bera mismunandi nöfn og skilmálar geta verið ólíkir,“ segir í skýrslu Neytendasamtakanna. 16. febrúar 2015 07:00 80 milljarðar í samanlagðan hagnað Samanlagður hagnaður Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans nam 81 milljarði króna á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans var mestur eða 29,7 milljarðar króna. Hagnaður Arion banka var 28,6 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 22,8. 27. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Þúsundþjalasmiðurinn Þráinn Bertelsson greiddi reikninga í heimabanka sínum um mánaðamótin eins og fjölmargir Íslendingar. Þótt honum finnist ekki fallegt að hugsa um peninga á sunnudeig tók hann eftir gjöldum er fylgdu greiðsluseðlum af íbúðarlánum hans og konu sinnar. Óhætt er að segja að honum hafi blöskrað. Þráinn og kona hans eru með tvö íbúðarlán hjá Arion banka. Hann tók eftir því að af hvoru láni þarf hann að greiða nokkur hundruð krónur í svokallað „tilkynningar- og greislugjald“. Hann tekur fram að heimsendar rukkanir á pappír hafi hann afþakkað fyrir þó nokkru. Því er kostnaðurinn á láninu í hans nafni 495 krónur en 595 krónur hjá konu hans.Sjá einnig:Hvað er bankinn þinn að rukka þig mikið og fyrir hvað? „Mér finnst það nokkuð þykkt stungin tólg að fara fram á 1100 krónur á mánuði fyrir að upplýsa mann með færslu í heimabanka hver afborgun skuli vera um hver mánaðamót (og ekki óeðlilegt að bankinn liti á það í sínum verkahring og vaxtakostnaður og verðbætur dekkuðu það viðvik) og sérstaklega finnst mér ósvífið að það skuli fylgja sögunni að það kosti okkur ákveðið greiðslugjald að fá yfirleitt að greiða af láninu. “ Færsla Þráins, sem sjá má í heild sinni hér að neðan, hefur vakið mikla athygli. Fjölmargir tjá sig um gjöldin og enn fleirum líkar við færlsu Þráins. Má þar nefna Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóra á RÚV, G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúa hjá Vegagerðinni, fjölmiðlafólkið Láru Hönnu Einarsdóttur og Ingimar Karl Helgason auk Harðar J. Oddfríðarsonar hjá Sundsambandi Íslands og Sigurðar Eggertssonar handknattleikskappa.Þráinn tekur saman að 1100 króna gjald á mánuði verði að hálfri milljón sé miðað við greiðslur af 40 ára láni.VísirLíklega eru margir ef ekki flestir, sem eru með íbúðarlán hjá bönkunum, meðvitaðir um gjöldin. Stóru bankarnir þrír innheimta allir „tilkynningar- og greiðslugjöld“ af lánum og koma þau fram í verðskrám bankanna. Gjöldin eru 495 krónur og 595 krónur hjá Arion banka og Íslandsbanka, eftir því hvort fólk fær seðil sendan heim til sín í bréfapósti eða ekki, en 520 krónur eða 635 krónur hjá Landsbankanum. Þráinn veltir fyrir sér hvort löglegt sé að hafa slík gjöld og þá hvort nokkuð komi í veg fyrir að gjaldið sé tíu sinnum hærra eða lægra.Sjá einnig:Bandaríkjamenn ættu að læra bankarekstur af Íslendingum „Nú er ég ekki lögfræðingur svo að ég veit ekki hvort þetta er löglegt en hitt veit ég að þetta er skólabókardæmi um fullkomið siðleysi í viðskiptum.“ 1100 krónur á mánuði sé kannski ekki há uppbæð. Sé hins vegar horft til láns til fjörutíu ára sé upphæðin samanlagt nærri hálfri milljón króna. „Er þetta banki eða glæpafélag?“ spyr Þráinn.Post by Thrainn Bertelsson. 81 milljarður í hagnað Tilkynnt var á dögunum að hagnaður bankanna þriggja á liðnu ári hefði numið 81 milljarði króna. Margir hafa gagnrýnt þjónustugjöld bankanna og vexti þeirra harðlega í ljósi hins mikla hagnaðar. Forsætisráðherra hefur meðal annars sagt ótækt að almenningur njóti ekki betri kjara í ljósoi hagnaðar viðskiptabankanna. Allir bankarnir þrír hafa legið undir gagnrýni fyrir að vera með ógagnsæja verðskrá til neytenda þegar kemur að þjónustugjöldum og fyrir að rukka viðskiptavini fyrir nánast allt milli himins og jarðar. Sumu fólki svíður fyrir að borga á annað hundrað krónur fyrir einfalda millifærslu beiðni í gegnum síma, svo dæmi sé tekið. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að bankinn bjóði upp á þrjú hundruð vörur. Eðlilega séu verð mismunandi. „Við erum að reyna að haga þessu þannig að þeir sem stofna til kostnaðarins borgi fyrir þjónustuna þannig að það sé ekki þannig að einhver sem sé ekki að nýta sér þjónustuna sé að borga fyrir einhvern sem er að nýta þjónustuna.“
Tengdar fréttir „Ég tel að bankarnir séu að taka til sín alltof mikið“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var hvassyrtur þegar hann steig í pontu í Alþingi í dag og ræddi um vaxtakjör almennings. 25. febrúar 2015 20:48 Landsbankinn greiðir 24 milljarða í arð Stjórn Landsbanka Íslands mun leggja það til við aðalfund bankans að 24 milljarðar verði greiddir í arð á þessu ári. Samanlagðar arðgreiðslur vegna síðustu þriggja rekstrarára munu því nema um 53,5 milljörðum króna. 26. febrúar 2015 17:21 Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00 Flóknar verðskrár gera neytendum erfitt að bera saman kjör bankanna „Gjöld fyrir sömu þjónustu bera mismunandi nöfn og skilmálar geta verið ólíkir,“ segir í skýrslu Neytendasamtakanna. 16. febrúar 2015 07:00 80 milljarðar í samanlagðan hagnað Samanlagður hagnaður Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans nam 81 milljarði króna á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans var mestur eða 29,7 milljarðar króna. Hagnaður Arion banka var 28,6 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 22,8. 27. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
„Ég tel að bankarnir séu að taka til sín alltof mikið“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var hvassyrtur þegar hann steig í pontu í Alþingi í dag og ræddi um vaxtakjör almennings. 25. febrúar 2015 20:48
Landsbankinn greiðir 24 milljarða í arð Stjórn Landsbanka Íslands mun leggja það til við aðalfund bankans að 24 milljarðar verði greiddir í arð á þessu ári. Samanlagðar arðgreiðslur vegna síðustu þriggja rekstrarára munu því nema um 53,5 milljörðum króna. 26. febrúar 2015 17:21
Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00
Flóknar verðskrár gera neytendum erfitt að bera saman kjör bankanna „Gjöld fyrir sömu þjónustu bera mismunandi nöfn og skilmálar geta verið ólíkir,“ segir í skýrslu Neytendasamtakanna. 16. febrúar 2015 07:00
80 milljarðar í samanlagðan hagnað Samanlagður hagnaður Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans nam 81 milljarði króna á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans var mestur eða 29,7 milljarðar króna. Hagnaður Arion banka var 28,6 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 22,8. 27. febrúar 2015 07:00