Geta sykurinn og fleiri matvæli breyst í fíkniefni? Esther Helga Guðmundsdóttir skrifar 2. mars 2015 10:37 Opnun Landlæknisembættisins á síðunni sykurmagn.is hefur opnað mikla umræðu um skaðsemi sykurs í fjölmiðlum undanfarið og spurningar hafa meðal annars vaknað um hvort sykur geti orðið skaðlegur heilsu fólks og jafnvel orðið ávanabindandi.Er sykur ávanabindandi? Til þess að efni geti flokkast sem fíknivaldur þarf þrennt að koma til; a) endurtekin og stjórnlaus neysla, b) skaðlegar afleiðingar og c) þrátt fyrir vitneskju um skaðlegar afleiðingar sé neyslu haldið áfram. Fjölmargar rannsóknir sýna fram á að ákveðin matvæli sem vissulega eru afar bragðgóð og innihalda t.d. sykur, sterkju, fitu og salt. Þessi innihaldsefni eru á meðal þeirra sem hafa áhrif á þær stöðvar í heilanum sem stjórna og örva framleiðslu á vellíðunarhormóninu dópamíni á nákvæmlega sama hátt og vímuefni, áfengi og tóbak. Endurtekin örvun þessara verðlaunastöðva í heilanum kallar fram líffræðilegasvörun sem leiðir til hömlulausrar eða áráttukenndrar neyslu á efnunum þrátt fyrir neikvæðar afleiðingar. Notkun þessara efna getur bókstaflega breytt heilastarfsemi okkar þannig að við höfum ekki lengur hömlur eða bremsur til að segja „nei, takk“ við þeim matartegundum sem örva þessa löngun. Í kjölfarið hættir okkur að líða vel af þessum matvælum en VERÐUM einfaldlega að fá okkur af þeim til að ná að líða „eðlilega“. Þær neikvæðu afleiðingar sem ofneysla þessara matartegunda hefur í för með sér eru t.d. ofþyngdarvandi og ýmis annar heilsuvandi, s.s. sykursýki, hjartasjúkdómar, krabbamein, stoðkerfisvandi, gigt, ófrjósemi, þunglyndi og kvíðaraskanir, svo að eitthvað sé nefnt. Samkvæmt rannsóknum geta um 75% áður upptalinna lífsstílssjúkdóma okkar stafað af neyslu þessara efna.Offituvandinn Fjölmargir virtir vísindamenn eins og t.d. dr. Nora Volkow yfirmaður NIDA (National Institute of Drug Abuse (vímuefnavanda)) og dr. Robert H. Lustig, prófessor í innkirtlastarfsemi og barnalækningum við Kaliforníuháskólann í San Francisco hafa stigið fram og bent á áðurnefndan vanda sem stóran þátt í þeim mikla offitu- og heilsufarsvanda sem vestrænar þjóðir glíma við. Í mjög góðu viðtali á RUV 9. febrúar s.l. var talað við hinn virta offitusérfræðing og lækni dr. Arya Sharma. Hann talar þar mjög hreinskilnislega um hversu litlum árangri meðferðir við offitu hafa verið að skila og hvernig einstaklingar í þessum vanda verði að breyta lífsstíl sínum til frambúðar. Meðal annars benti hann á fáránleika þess að alkóhólistar byggju sér til ákveðið ásættanlegt drykkjumynstur" með t.d. örlitlu áfengi með morgunmatnum, aðeins meira í hádeginu o.s.frv. Slíkar áætlanir væru dæmdar til að mistakast og jafnvel enda með ósköpum og sama gilti um þá sem glímdu við ofþyngdarvanda og gætu ekki hamið neyslu sína á ávanabindandi matvælum.Er bindindi þá lausnin? Við vitum að margir geta drukkið áfengi sér að skaðlausu og sækja ekki í meira þótt þeir fái sér drykk, meðan aðrir geta ekki hamið drykkju sína eftir að þeir taka fyrsta sopann. Það sem er mælt með við einstakling sem á í vanda með drykkju er að hann minnki neysluna með ögaðri skömmtun og hætti neyslunni algjörlega ef aðhaldið dugar ekki til. Ef hann nær ekki að minnka eða hætta neyslu sinni er mælt með sérhæfðri meðferð vegna alkóhólisma. Fyrir marga í þessum sporum er síðan stuðningur AA samtakanna eða sambærilegra samtaka það sem styður við þá breytingu sem viðkomandi þarf að gera á lífi sínu, einn dag í einu til frambúðar. Æ fleiri rannsóknir sýna að það sama geti átt við hjá þeim sem eiga í át- og þyngdarvanda. Í starfi mínu við ráðgjöf og meðferðarvinnu vegna matarfíknar s.l. 9 ár, sem ég hef stundað bæði hér heima og erlendis, hef ég fengið að styðja fólk í viðleitni sinni til að líta á át- og þyngdarvanda sinn sem sykur- eða matarfíkn og fá meðferð sem tekur á vandanum sem fíknivanda. Í þessu starfi hef ég fengið að sjá fjölmarga einstaklinga stíga inn í bataferli sem hefur gefið þeim frelsi frá át- og þyngdarvanda og í kjölfarið nýtt líf. Forsendan fyrir þessum bata virðist vera bindindi frá þeim matartegundum sem geta haft áðurnefnd áhrif á heilastarfsemi þeirra, ásamt því að skoða hverjar eru aðrar undirliggjandi ástæður fyrir vandanum og síðan leiðbeiningar sem hvetja til umbreytingar í lífsstíl og viðhorfum.Meðferðir með breyttu sniði MFM miðstöðin hefur starfað í 9 ár og er eina sérhæfða meðferðarúrræðið á Íslandi við matarfíkn. Yfir 2000 einstaklingar hafa fengið þar skimun, greiningu og meðferðir með göngudeildarsniði. Samtökin Matarheill voru stofnuð í apríl 2013 og eru baráttusamtök þeirra sem vilja stuðla að því að einstaklingar með át- og þyngdarvanda fái greiningu og meðferð við hæfi. Samtökin sendu fræðslubækling á allar heilsugæslurstöðvar í landinu með upplýsingum fyrir fagfólk um skimun, greiningu, vísindarannsóknir og meðferðarstig við matarfíkn. Enn sem komið er hefur þessi viðleitni ekki hlotið brautargengi innan heilbrigðiskerfisins. Sagan segir okkur hinsvegar að þegar drykkjufólk fór að hafa aðgang að meðferðum við alkóhólisma fór fyrst raunverulegur árangur að nást í meðferðum þeirra. Ég hef trú á að þegar fjármagn verður lagt í meðferðarúrræði fyrir matarfíkla munum við sjá langþráðan árangur til mikilla heilla fyrir viðkomandi einstaklinga og samfélagið í heild sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Opnun Landlæknisembættisins á síðunni sykurmagn.is hefur opnað mikla umræðu um skaðsemi sykurs í fjölmiðlum undanfarið og spurningar hafa meðal annars vaknað um hvort sykur geti orðið skaðlegur heilsu fólks og jafnvel orðið ávanabindandi.Er sykur ávanabindandi? Til þess að efni geti flokkast sem fíknivaldur þarf þrennt að koma til; a) endurtekin og stjórnlaus neysla, b) skaðlegar afleiðingar og c) þrátt fyrir vitneskju um skaðlegar afleiðingar sé neyslu haldið áfram. Fjölmargar rannsóknir sýna fram á að ákveðin matvæli sem vissulega eru afar bragðgóð og innihalda t.d. sykur, sterkju, fitu og salt. Þessi innihaldsefni eru á meðal þeirra sem hafa áhrif á þær stöðvar í heilanum sem stjórna og örva framleiðslu á vellíðunarhormóninu dópamíni á nákvæmlega sama hátt og vímuefni, áfengi og tóbak. Endurtekin örvun þessara verðlaunastöðva í heilanum kallar fram líffræðilegasvörun sem leiðir til hömlulausrar eða áráttukenndrar neyslu á efnunum þrátt fyrir neikvæðar afleiðingar. Notkun þessara efna getur bókstaflega breytt heilastarfsemi okkar þannig að við höfum ekki lengur hömlur eða bremsur til að segja „nei, takk“ við þeim matartegundum sem örva þessa löngun. Í kjölfarið hættir okkur að líða vel af þessum matvælum en VERÐUM einfaldlega að fá okkur af þeim til að ná að líða „eðlilega“. Þær neikvæðu afleiðingar sem ofneysla þessara matartegunda hefur í för með sér eru t.d. ofþyngdarvandi og ýmis annar heilsuvandi, s.s. sykursýki, hjartasjúkdómar, krabbamein, stoðkerfisvandi, gigt, ófrjósemi, þunglyndi og kvíðaraskanir, svo að eitthvað sé nefnt. Samkvæmt rannsóknum geta um 75% áður upptalinna lífsstílssjúkdóma okkar stafað af neyslu þessara efna.Offituvandinn Fjölmargir virtir vísindamenn eins og t.d. dr. Nora Volkow yfirmaður NIDA (National Institute of Drug Abuse (vímuefnavanda)) og dr. Robert H. Lustig, prófessor í innkirtlastarfsemi og barnalækningum við Kaliforníuháskólann í San Francisco hafa stigið fram og bent á áðurnefndan vanda sem stóran þátt í þeim mikla offitu- og heilsufarsvanda sem vestrænar þjóðir glíma við. Í mjög góðu viðtali á RUV 9. febrúar s.l. var talað við hinn virta offitusérfræðing og lækni dr. Arya Sharma. Hann talar þar mjög hreinskilnislega um hversu litlum árangri meðferðir við offitu hafa verið að skila og hvernig einstaklingar í þessum vanda verði að breyta lífsstíl sínum til frambúðar. Meðal annars benti hann á fáránleika þess að alkóhólistar byggju sér til ákveðið ásættanlegt drykkjumynstur" með t.d. örlitlu áfengi með morgunmatnum, aðeins meira í hádeginu o.s.frv. Slíkar áætlanir væru dæmdar til að mistakast og jafnvel enda með ósköpum og sama gilti um þá sem glímdu við ofþyngdarvanda og gætu ekki hamið neyslu sína á ávanabindandi matvælum.Er bindindi þá lausnin? Við vitum að margir geta drukkið áfengi sér að skaðlausu og sækja ekki í meira þótt þeir fái sér drykk, meðan aðrir geta ekki hamið drykkju sína eftir að þeir taka fyrsta sopann. Það sem er mælt með við einstakling sem á í vanda með drykkju er að hann minnki neysluna með ögaðri skömmtun og hætti neyslunni algjörlega ef aðhaldið dugar ekki til. Ef hann nær ekki að minnka eða hætta neyslu sinni er mælt með sérhæfðri meðferð vegna alkóhólisma. Fyrir marga í þessum sporum er síðan stuðningur AA samtakanna eða sambærilegra samtaka það sem styður við þá breytingu sem viðkomandi þarf að gera á lífi sínu, einn dag í einu til frambúðar. Æ fleiri rannsóknir sýna að það sama geti átt við hjá þeim sem eiga í át- og þyngdarvanda. Í starfi mínu við ráðgjöf og meðferðarvinnu vegna matarfíknar s.l. 9 ár, sem ég hef stundað bæði hér heima og erlendis, hef ég fengið að styðja fólk í viðleitni sinni til að líta á át- og þyngdarvanda sinn sem sykur- eða matarfíkn og fá meðferð sem tekur á vandanum sem fíknivanda. Í þessu starfi hef ég fengið að sjá fjölmarga einstaklinga stíga inn í bataferli sem hefur gefið þeim frelsi frá át- og þyngdarvanda og í kjölfarið nýtt líf. Forsendan fyrir þessum bata virðist vera bindindi frá þeim matartegundum sem geta haft áðurnefnd áhrif á heilastarfsemi þeirra, ásamt því að skoða hverjar eru aðrar undirliggjandi ástæður fyrir vandanum og síðan leiðbeiningar sem hvetja til umbreytingar í lífsstíl og viðhorfum.Meðferðir með breyttu sniði MFM miðstöðin hefur starfað í 9 ár og er eina sérhæfða meðferðarúrræðið á Íslandi við matarfíkn. Yfir 2000 einstaklingar hafa fengið þar skimun, greiningu og meðferðir með göngudeildarsniði. Samtökin Matarheill voru stofnuð í apríl 2013 og eru baráttusamtök þeirra sem vilja stuðla að því að einstaklingar með át- og þyngdarvanda fái greiningu og meðferð við hæfi. Samtökin sendu fræðslubækling á allar heilsugæslurstöðvar í landinu með upplýsingum fyrir fagfólk um skimun, greiningu, vísindarannsóknir og meðferðarstig við matarfíkn. Enn sem komið er hefur þessi viðleitni ekki hlotið brautargengi innan heilbrigðiskerfisins. Sagan segir okkur hinsvegar að þegar drykkjufólk fór að hafa aðgang að meðferðum við alkóhólisma fór fyrst raunverulegur árangur að nást í meðferðum þeirra. Ég hef trú á að þegar fjármagn verður lagt í meðferðarúrræði fyrir matarfíkla munum við sjá langþráðan árangur til mikilla heilla fyrir viðkomandi einstaklinga og samfélagið í heild sinni.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun