Snýr Mazda RX-7 aftur árið 2020? Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2015 09:12 Mazda RX-7 var með hina sjaldgæfu rotary vél. Árið 2020 verður japanski bílaframleiðandinn Mazda 100 ára. Bílatímaritið Autocar hefur heimildir fyrir því að í tilefni þess ætli Mazda að endurvekja sportbílinn RX-7 og enn sem fyrr með rotary vél. Mazda RX-7 var framleiddur á árunum 1978 til 2002 og voru alls framleiddir 811.634 bílar. Mikið hefur gengið á hjá Mazda hvað varðar framtíð Rotary véla fyrirtækisins, en sem stendur framleiðir Mazda enga bíla með slíkum vélum, enda hafa þær þótt óhagstæðar í rekstri þrátt fyrir mikið afl þeirra úr litlu sprengirými.Vilja ekki gefast upp á rotary vélumÞeir hjá Mazda vilja þó alls ekki gefast upp á framleiðslu rotary véla, sem hefur gefið fyrirtækinu mikla sérstöðu meðal bílaframleiðenda. Árið 2009 heyrðist að Mazda ætlaði að sýna nýjan RX-7 á bílasýningunni í Tokýo það ár, en ekkert varð úr því. Það sama ár var því spáð að Mazda ætlaði að hætta framleiðslu RX8 sportbílsins til að rýma fyrir nýjum RX-7 sem yrði þá kynntur árið 2012. Árið 2010 var Mazda víst að vinna að 300 hestafla rotary vél fyrir RX-7 og átti sú vél að vera hönnuð bæði sem bensín- og dísilvél og yrði mun eyðslugrennri en fyrri rotary vélar Mazda. Þá var talað um kynningu á bílnum árið 2013.Sífellt nýjar ákvarðanirSvo heyrðist að nýr bíll Mazda með rotary vél myndi heita R-X9 og yrði byggður á sama undirvagni og MX-5 Miata. Árið 2012 komu svo þær fréttir að von væri á slíkum bíl árið 2017 og var það ári síðar borið til baka og sagt að Mazda ætlaði að hætta alveg að smíða bíla með rotary vélar. Ekki er það þó líklegt í ljósi þess að enn vinna 30 verkfræðingar hjá Mazda við þróun rotary vélar í samstarfi við háskóla í Japan. Autocar segir nú að nýr bíll komi með rotary vél á afmælisárinu 2020 og að hann verði með vélina að framan, drifið að aftan og annaðhvort vera aðeins með 2 sæti eða 2+2. Sá bíll gæti fengið eitthvert af nöfnunum RX-6, RX-7 eða RX-9. Aðeins tíminn einn leiðir í ljós hvort úr þessu verður, en Mazda virðist seint ætla að ákveða sig varðandi framtíð rotary véla hjá fyrirtækinu. Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent
Árið 2020 verður japanski bílaframleiðandinn Mazda 100 ára. Bílatímaritið Autocar hefur heimildir fyrir því að í tilefni þess ætli Mazda að endurvekja sportbílinn RX-7 og enn sem fyrr með rotary vél. Mazda RX-7 var framleiddur á árunum 1978 til 2002 og voru alls framleiddir 811.634 bílar. Mikið hefur gengið á hjá Mazda hvað varðar framtíð Rotary véla fyrirtækisins, en sem stendur framleiðir Mazda enga bíla með slíkum vélum, enda hafa þær þótt óhagstæðar í rekstri þrátt fyrir mikið afl þeirra úr litlu sprengirými.Vilja ekki gefast upp á rotary vélumÞeir hjá Mazda vilja þó alls ekki gefast upp á framleiðslu rotary véla, sem hefur gefið fyrirtækinu mikla sérstöðu meðal bílaframleiðenda. Árið 2009 heyrðist að Mazda ætlaði að sýna nýjan RX-7 á bílasýningunni í Tokýo það ár, en ekkert varð úr því. Það sama ár var því spáð að Mazda ætlaði að hætta framleiðslu RX8 sportbílsins til að rýma fyrir nýjum RX-7 sem yrði þá kynntur árið 2012. Árið 2010 var Mazda víst að vinna að 300 hestafla rotary vél fyrir RX-7 og átti sú vél að vera hönnuð bæði sem bensín- og dísilvél og yrði mun eyðslugrennri en fyrri rotary vélar Mazda. Þá var talað um kynningu á bílnum árið 2013.Sífellt nýjar ákvarðanirSvo heyrðist að nýr bíll Mazda með rotary vél myndi heita R-X9 og yrði byggður á sama undirvagni og MX-5 Miata. Árið 2012 komu svo þær fréttir að von væri á slíkum bíl árið 2017 og var það ári síðar borið til baka og sagt að Mazda ætlaði að hætta alveg að smíða bíla með rotary vélar. Ekki er það þó líklegt í ljósi þess að enn vinna 30 verkfræðingar hjá Mazda við þróun rotary vélar í samstarfi við háskóla í Japan. Autocar segir nú að nýr bíll komi með rotary vél á afmælisárinu 2020 og að hann verði með vélina að framan, drifið að aftan og annaðhvort vera aðeins með 2 sæti eða 2+2. Sá bíll gæti fengið eitthvert af nöfnunum RX-6, RX-7 eða RX-9. Aðeins tíminn einn leiðir í ljós hvort úr þessu verður, en Mazda virðist seint ætla að ákveða sig varðandi framtíð rotary véla hjá fyrirtækinu.
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent