Honda Civic Type R nær Nürburgring metinu Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2015 15:02 Honda Civic Type R í Genf. Sífellt er verið að bæta brautarmet smárra framhjóladrifinna kraftabíla á þýsku kappakstursbrautinni Nürburgring. Fyrir skömmu náðist besti tími slíkra bíla, 7:50,63 mínútur og var það gert á hinum nýja Honda Civic Type R bíl. Metið áður átti Seat Leon Cupra en hefur Honda nú slegið það um 8 sekúndur. Honda lofaði því fyrir nokkru að þessi bíll myndi ná metinu frá Seat bílnum og hefur nú staðið við loforðið. Honda Civic Type R er einmitt verið að kynna heimsbyggðinni á bílasýningunni í Genf sem nú er nýhafin. Núna hefur Honda kreist út 306 hestöfl úr þeirri 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu, sem undir húddi hans er og skilar það honum á 5,7 sekúndum í hundrað kílómetra hraða. Hámarkshraðinn er 269 km/klst. Nýi Civic Type R er með Brembo bremsur, sportsæti með rúskinnsáklæði og fjöðrunarkerfi sem aðlagar sig aðstæðum. Vindmótsstaða bílsins hefur minnkað og aukið flæði lofts er til kælingar á vélinni og veitir víst ekki af. Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Sífellt er verið að bæta brautarmet smárra framhjóladrifinna kraftabíla á þýsku kappakstursbrautinni Nürburgring. Fyrir skömmu náðist besti tími slíkra bíla, 7:50,63 mínútur og var það gert á hinum nýja Honda Civic Type R bíl. Metið áður átti Seat Leon Cupra en hefur Honda nú slegið það um 8 sekúndur. Honda lofaði því fyrir nokkru að þessi bíll myndi ná metinu frá Seat bílnum og hefur nú staðið við loforðið. Honda Civic Type R er einmitt verið að kynna heimsbyggðinni á bílasýningunni í Genf sem nú er nýhafin. Núna hefur Honda kreist út 306 hestöfl úr þeirri 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu, sem undir húddi hans er og skilar það honum á 5,7 sekúndum í hundrað kílómetra hraða. Hámarkshraðinn er 269 km/klst. Nýi Civic Type R er með Brembo bremsur, sportsæti með rúskinnsáklæði og fjöðrunarkerfi sem aðlagar sig aðstæðum. Vindmótsstaða bílsins hefur minnkað og aukið flæði lofts er til kælingar á vélinni og veitir víst ekki af.
Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira