Harrison Ford lemstraður en annars í lagi Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2015 09:56 Ford stýrði lítilli flugvél og brotlenti á golfvelli í Los Angeles, skömmu eftir að hafa tekið á loft á flugvellinum í Santa Monica. Vísir/AFP/AP Sonur bandaríska leikarans Harrison Ford segir föður sinn vera lemstraðan en annars í lagi eftir að hafa lent í flugslysi í gær. Ford stýrði lítilli flugvél og brotlenti á golfvelli í Los Angeles, skömmu eftir að hafa tekið á loft á flugvellinum í Santa Monica. Hinn 72 ára Ford tilkynnti um vélarvandræði skömmu eftir flugtak, en vélin var af gerðinni Ryan Aeronautical ST3KR vél, framleidd árið 1942 og var notuð í seinna stríði. Ina Treciokas, talsmaður Ford, segir meiðsli hans ekki vera lífshættuleg og er búist við að hann jafni sér að fullu. Tveir læknar sem voru að spila golf á flugvellinum komu fyrstir að Ford og hlúðu að sárum hans þar til sjúkralið mætti á staðinn og flutti hann á sjúkrahús. Ekki er að fullu ljóst hvers eðlis sár Ford eru, en fréttamiðillinn TMZ greindi frá því að hann hafi hlotið fjölmörg sár á höfði.Í frétt BBC segir að vélin hafi hæst flogið í um 3.000 feta hæð (914 metrar) og rakst á tré á leið sinni til jarðar. Ford brotlenti á áttundu holu Penmar golfvallarins. Sérfræðingar hafa margir hrósað Ford sérstaklega fyrir nauðlendingu sína. Harrison Ford lærði fyrst að fljúga þegar hann var kominn á sextugsaldurinn og hefur einnig leyfi til að fljúga þyrlum. Árið 1999 brotlenti Ford þyrlu í æfingaflugi í Los Angeles, en bæði Ford og kennari hans sluppu þá ómeiddir. Að neðan má hlýða á hljóðupptöku þar sem Ford greinir flugstjórn frá vélarbiluninni.At the hospital. Dad is ok. Battered, but ok! He is every bit the man you would think he is. He is an incredibly strong man.— Chef Ben Ford (@ChefBenFord) March 6, 2015 Thank you all for your thoughts and good vibes for my dad.— Chef Ben Ford (@ChefBenFord) March 6, 2015 Tengdar fréttir Harrison Ford lenti í flugslysi Lítil flugvél sem hann flaug brotlenti á golfvelli í Kaliforníu í kvöld. 6. mars 2015 00:05 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
Sonur bandaríska leikarans Harrison Ford segir föður sinn vera lemstraðan en annars í lagi eftir að hafa lent í flugslysi í gær. Ford stýrði lítilli flugvél og brotlenti á golfvelli í Los Angeles, skömmu eftir að hafa tekið á loft á flugvellinum í Santa Monica. Hinn 72 ára Ford tilkynnti um vélarvandræði skömmu eftir flugtak, en vélin var af gerðinni Ryan Aeronautical ST3KR vél, framleidd árið 1942 og var notuð í seinna stríði. Ina Treciokas, talsmaður Ford, segir meiðsli hans ekki vera lífshættuleg og er búist við að hann jafni sér að fullu. Tveir læknar sem voru að spila golf á flugvellinum komu fyrstir að Ford og hlúðu að sárum hans þar til sjúkralið mætti á staðinn og flutti hann á sjúkrahús. Ekki er að fullu ljóst hvers eðlis sár Ford eru, en fréttamiðillinn TMZ greindi frá því að hann hafi hlotið fjölmörg sár á höfði.Í frétt BBC segir að vélin hafi hæst flogið í um 3.000 feta hæð (914 metrar) og rakst á tré á leið sinni til jarðar. Ford brotlenti á áttundu holu Penmar golfvallarins. Sérfræðingar hafa margir hrósað Ford sérstaklega fyrir nauðlendingu sína. Harrison Ford lærði fyrst að fljúga þegar hann var kominn á sextugsaldurinn og hefur einnig leyfi til að fljúga þyrlum. Árið 1999 brotlenti Ford þyrlu í æfingaflugi í Los Angeles, en bæði Ford og kennari hans sluppu þá ómeiddir. Að neðan má hlýða á hljóðupptöku þar sem Ford greinir flugstjórn frá vélarbiluninni.At the hospital. Dad is ok. Battered, but ok! He is every bit the man you would think he is. He is an incredibly strong man.— Chef Ben Ford (@ChefBenFord) March 6, 2015 Thank you all for your thoughts and good vibes for my dad.— Chef Ben Ford (@ChefBenFord) March 6, 2015
Tengdar fréttir Harrison Ford lenti í flugslysi Lítil flugvél sem hann flaug brotlenti á golfvelli í Kaliforníu í kvöld. 6. mars 2015 00:05 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
Harrison Ford lenti í flugslysi Lítil flugvél sem hann flaug brotlenti á golfvelli í Kaliforníu í kvöld. 6. mars 2015 00:05