Eru skoðanir unglinga ómarktækar? Alex Daði Blöndal Sigurðsson skrifar 6. mars 2015 13:54 Að segja skoðun sína á hinum ýmsu málum er eitthvað sem allir ættu að hafa rétt á í okkar samfélagi og raunar alls staðar í heiminum. Íslendingar eru mjög góðir í því að segja skoðun sína á alls kyns hlutum og oft á tíðum um það sem skiptir bókstaflega engu máli. Með tilkomu internetsins hefur þetta færst verulega í aukana og við Íslendingar viljum taka þátt í umræðunni hvort sem hún eru á vinalegu nótunum eður ei. Þegar kemur að því að tjá sig er hins vegar oft eins og við unglingarnir séum ekki jafn markverðir og þeir sem eldri eru. Skoðun okkar er mögulega ekki tekin jafn gild og ef einhver á fullorðinsaldri myndi segja slíkt hið sama. Í Barnasáttmálanum standa eftirfarandi orð: „Börn og unglingar eiga að hafa tjáningarfrelsi. Það felur í sér rétt til að leita að, taka viðog miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum. Þau eiga réttá að tjásigí tali, rituðu máli, mynd og söng eða á einhvern annan hátt, svo framarlega sem þau trufla ekki eða særa annað fólk.“ Fyrir mér er málið ekki endilega það að við unglingarnir megum ekki tjá okkur heldur frekar sú staðreynd að þegar við ákveðum að miðla skoðunum okkar þá er stundum lítið mark tekið á því. Ég veit fyrir víst að fullorðið fólk hefur gengið í gegnum meira en við unga fólkið og hefur þar af leiðandi meiri reynslu af því að standast áskoranir og hindranir hins daglega lífs. Hins vegar er það stundum þannig að þegar unglingur og fullorðinn einstaklingur tjá sig um sama málefnið þá er tilhneigingin sú að frekar sé tekið mark á þeim fullorðna, jafnvel þó unglingurinn hafi betri rök. Þetta er í raun og veru ekkert ofboðslegt vandamál hér á landi en gæti orðið til þess að í framtíðinni muni unglingar hræðast að segja hvað þeim finnst. Auðvitað er þetta mismunandi eftir hvar maður er, í hvaða skóla maður er o.s.frv. Þegar öllu er á botninn hvolft viljum við unglingarnir aðeins að það sé hlustað á okkur endrum og sinnum. Að koma skoðunum sínum á framfæri er réttur allra hér á Íslandi, líka barna og unglinga. Oft á tíðum virðist þó gleymast að sjá hvað við unglingarnir höfum fram að færa. Við höfum auðvitað ekki jafn góða reynslu og fullorðnir einstaklingar en í ýmsum málefnum höfum við ýmislegt fyrir okkur. Við eigum til að luma á ágætis lausnum og fullorðnir eru tiltölulega iðnir við að hunsa það. Fólk sem er vaxið úr grasi gæti mögulega lagað þetta og hlustað á rödd unga fólksins sem er kannski ekki eins hávær og þeirra sem eldri eru. Höfundur er nemi í 10. bekk Giljaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Að segja skoðun sína á hinum ýmsu málum er eitthvað sem allir ættu að hafa rétt á í okkar samfélagi og raunar alls staðar í heiminum. Íslendingar eru mjög góðir í því að segja skoðun sína á alls kyns hlutum og oft á tíðum um það sem skiptir bókstaflega engu máli. Með tilkomu internetsins hefur þetta færst verulega í aukana og við Íslendingar viljum taka þátt í umræðunni hvort sem hún eru á vinalegu nótunum eður ei. Þegar kemur að því að tjá sig er hins vegar oft eins og við unglingarnir séum ekki jafn markverðir og þeir sem eldri eru. Skoðun okkar er mögulega ekki tekin jafn gild og ef einhver á fullorðinsaldri myndi segja slíkt hið sama. Í Barnasáttmálanum standa eftirfarandi orð: „Börn og unglingar eiga að hafa tjáningarfrelsi. Það felur í sér rétt til að leita að, taka viðog miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum. Þau eiga réttá að tjásigí tali, rituðu máli, mynd og söng eða á einhvern annan hátt, svo framarlega sem þau trufla ekki eða særa annað fólk.“ Fyrir mér er málið ekki endilega það að við unglingarnir megum ekki tjá okkur heldur frekar sú staðreynd að þegar við ákveðum að miðla skoðunum okkar þá er stundum lítið mark tekið á því. Ég veit fyrir víst að fullorðið fólk hefur gengið í gegnum meira en við unga fólkið og hefur þar af leiðandi meiri reynslu af því að standast áskoranir og hindranir hins daglega lífs. Hins vegar er það stundum þannig að þegar unglingur og fullorðinn einstaklingur tjá sig um sama málefnið þá er tilhneigingin sú að frekar sé tekið mark á þeim fullorðna, jafnvel þó unglingurinn hafi betri rök. Þetta er í raun og veru ekkert ofboðslegt vandamál hér á landi en gæti orðið til þess að í framtíðinni muni unglingar hræðast að segja hvað þeim finnst. Auðvitað er þetta mismunandi eftir hvar maður er, í hvaða skóla maður er o.s.frv. Þegar öllu er á botninn hvolft viljum við unglingarnir aðeins að það sé hlustað á okkur endrum og sinnum. Að koma skoðunum sínum á framfæri er réttur allra hér á Íslandi, líka barna og unglinga. Oft á tíðum virðist þó gleymast að sjá hvað við unglingarnir höfum fram að færa. Við höfum auðvitað ekki jafn góða reynslu og fullorðnir einstaklingar en í ýmsum málefnum höfum við ýmislegt fyrir okkur. Við eigum til að luma á ágætis lausnum og fullorðnir eru tiltölulega iðnir við að hunsa það. Fólk sem er vaxið úr grasi gæti mögulega lagað þetta og hlustað á rödd unga fólksins sem er kannski ekki eins hávær og þeirra sem eldri eru. Höfundur er nemi í 10. bekk Giljaskóla.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun