Eru skoðanir unglinga ómarktækar? Alex Daði Blöndal Sigurðsson skrifar 6. mars 2015 13:54 Að segja skoðun sína á hinum ýmsu málum er eitthvað sem allir ættu að hafa rétt á í okkar samfélagi og raunar alls staðar í heiminum. Íslendingar eru mjög góðir í því að segja skoðun sína á alls kyns hlutum og oft á tíðum um það sem skiptir bókstaflega engu máli. Með tilkomu internetsins hefur þetta færst verulega í aukana og við Íslendingar viljum taka þátt í umræðunni hvort sem hún eru á vinalegu nótunum eður ei. Þegar kemur að því að tjá sig er hins vegar oft eins og við unglingarnir séum ekki jafn markverðir og þeir sem eldri eru. Skoðun okkar er mögulega ekki tekin jafn gild og ef einhver á fullorðinsaldri myndi segja slíkt hið sama. Í Barnasáttmálanum standa eftirfarandi orð: „Börn og unglingar eiga að hafa tjáningarfrelsi. Það felur í sér rétt til að leita að, taka viðog miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum. Þau eiga réttá að tjásigí tali, rituðu máli, mynd og söng eða á einhvern annan hátt, svo framarlega sem þau trufla ekki eða særa annað fólk.“ Fyrir mér er málið ekki endilega það að við unglingarnir megum ekki tjá okkur heldur frekar sú staðreynd að þegar við ákveðum að miðla skoðunum okkar þá er stundum lítið mark tekið á því. Ég veit fyrir víst að fullorðið fólk hefur gengið í gegnum meira en við unga fólkið og hefur þar af leiðandi meiri reynslu af því að standast áskoranir og hindranir hins daglega lífs. Hins vegar er það stundum þannig að þegar unglingur og fullorðinn einstaklingur tjá sig um sama málefnið þá er tilhneigingin sú að frekar sé tekið mark á þeim fullorðna, jafnvel þó unglingurinn hafi betri rök. Þetta er í raun og veru ekkert ofboðslegt vandamál hér á landi en gæti orðið til þess að í framtíðinni muni unglingar hræðast að segja hvað þeim finnst. Auðvitað er þetta mismunandi eftir hvar maður er, í hvaða skóla maður er o.s.frv. Þegar öllu er á botninn hvolft viljum við unglingarnir aðeins að það sé hlustað á okkur endrum og sinnum. Að koma skoðunum sínum á framfæri er réttur allra hér á Íslandi, líka barna og unglinga. Oft á tíðum virðist þó gleymast að sjá hvað við unglingarnir höfum fram að færa. Við höfum auðvitað ekki jafn góða reynslu og fullorðnir einstaklingar en í ýmsum málefnum höfum við ýmislegt fyrir okkur. Við eigum til að luma á ágætis lausnum og fullorðnir eru tiltölulega iðnir við að hunsa það. Fólk sem er vaxið úr grasi gæti mögulega lagað þetta og hlustað á rödd unga fólksins sem er kannski ekki eins hávær og þeirra sem eldri eru. Höfundur er nemi í 10. bekk Giljaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Að segja skoðun sína á hinum ýmsu málum er eitthvað sem allir ættu að hafa rétt á í okkar samfélagi og raunar alls staðar í heiminum. Íslendingar eru mjög góðir í því að segja skoðun sína á alls kyns hlutum og oft á tíðum um það sem skiptir bókstaflega engu máli. Með tilkomu internetsins hefur þetta færst verulega í aukana og við Íslendingar viljum taka þátt í umræðunni hvort sem hún eru á vinalegu nótunum eður ei. Þegar kemur að því að tjá sig er hins vegar oft eins og við unglingarnir séum ekki jafn markverðir og þeir sem eldri eru. Skoðun okkar er mögulega ekki tekin jafn gild og ef einhver á fullorðinsaldri myndi segja slíkt hið sama. Í Barnasáttmálanum standa eftirfarandi orð: „Börn og unglingar eiga að hafa tjáningarfrelsi. Það felur í sér rétt til að leita að, taka viðog miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum. Þau eiga réttá að tjásigí tali, rituðu máli, mynd og söng eða á einhvern annan hátt, svo framarlega sem þau trufla ekki eða særa annað fólk.“ Fyrir mér er málið ekki endilega það að við unglingarnir megum ekki tjá okkur heldur frekar sú staðreynd að þegar við ákveðum að miðla skoðunum okkar þá er stundum lítið mark tekið á því. Ég veit fyrir víst að fullorðið fólk hefur gengið í gegnum meira en við unga fólkið og hefur þar af leiðandi meiri reynslu af því að standast áskoranir og hindranir hins daglega lífs. Hins vegar er það stundum þannig að þegar unglingur og fullorðinn einstaklingur tjá sig um sama málefnið þá er tilhneigingin sú að frekar sé tekið mark á þeim fullorðna, jafnvel þó unglingurinn hafi betri rök. Þetta er í raun og veru ekkert ofboðslegt vandamál hér á landi en gæti orðið til þess að í framtíðinni muni unglingar hræðast að segja hvað þeim finnst. Auðvitað er þetta mismunandi eftir hvar maður er, í hvaða skóla maður er o.s.frv. Þegar öllu er á botninn hvolft viljum við unglingarnir aðeins að það sé hlustað á okkur endrum og sinnum. Að koma skoðunum sínum á framfæri er réttur allra hér á Íslandi, líka barna og unglinga. Oft á tíðum virðist þó gleymast að sjá hvað við unglingarnir höfum fram að færa. Við höfum auðvitað ekki jafn góða reynslu og fullorðnir einstaklingar en í ýmsum málefnum höfum við ýmislegt fyrir okkur. Við eigum til að luma á ágætis lausnum og fullorðnir eru tiltölulega iðnir við að hunsa það. Fólk sem er vaxið úr grasi gæti mögulega lagað þetta og hlustað á rödd unga fólksins sem er kannski ekki eins hávær og þeirra sem eldri eru. Höfundur er nemi í 10. bekk Giljaskóla.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun