Skoðun

Háttvirtu ráðamenn þjóðarinnar

Halldóra Ríkharðsdóttir skrifar
Það er sagt að íslendingar séu seinþreytt til vandræða. Ég er farin að lýjast allavega og hef afskaplega litla þolinmæði gagnvart þessu rugli. Kæru þingmenn hvernig væri að hækka persónuafsláttinn ? Setja mörk hversu há upphæð fer í húsnæðiskostnað t.d. 20% í stað 60% það myndi breyta heilmiklu fyrir fólkið í landinu. Látið svo líða 2 ár og takið svo púlsinn á þjóðinni.

Hættið að skipa nefndir eftir nefndir og farið að vinna af alvöru. Þið vitið þetta alveg eða ég vona það. Á velferðavaktin að standa vörð um hástétt eða lágstétt landsins? Ég er allavega orðin kolrugluð á þessu rugli Það er kannski ætlunin að rugla svo mikið í fólki að það veit ekki hvað snýr upp eða niður í þessu þjóðfélagi. Hvernig væri að skoða neysluviðmið velferðaráðs og fara eftir því ?

Ég vil skora á ykkur að biðja láglaunahópana í landinu afsökunar á að hafa brugðist þeim og ekkert lát sé þar á. Byrjið af fullri alvöru að styrkja grunnstoðir þjóðfélagsins. Við getum ekki látið bjóða okkur þetta í tugi ára í viðbót. Ég hef þetta ekki meir að sinni best að hætta áður en fer að sjóða á þrýstingunum hjá mér.

Skoðið neysluviðmið velferðaráðs og talið við fólkið. Ég vil þakka Birgittu Jónsdóttur Hirt fyrir þá virðingu sem hún hefur sýnt okkur, Sú eina sem talar við okkur í stað um okkur. Og ég finn að hún ber einlægan vilja til breytingar. Hún fær mitt atkvæði næstu árin. Kær kveðja Halldóra.




Skoðun

Sjá meira


×