Þarf ég að eiga vini? Kristinn Lúðvíksson skrifar 23. febrúar 2015 10:44 Undanfarna mánuði hefur mikið verið rætt um einelti í fjölmiðlum, mikilvægt málefni sem aldrei er of mikið rætt um. Þeir sem leggja í einelti og þeir sem verða fyrir barðinu á því glíma við vanlíðan og ýmis vandamál sem þeir þurfa aðstoð við. Mig langar að tala um unglingsárin sem tengjast eineltismálum mikið og leggja áherslu á hversu mikilvæg vinátta er og það að hafa gott tengslanet í kringum sig. Það að verða unglingur er eitt flóknasta ferli í þroska einstaklingsins. Það hefur komið fram að erfiðara er fyrir þá að öðlast góða sjálfsmynd í samfélögum þar sem þjóðfélagsbreytingar eru örar. Þar skipta jafningjarnir mestu máli og svörin við því: „Hver er ég?” fást í gegnum þá. Á þessu skeiði verða unglingar oft mjög uppteknir af eigin útliti og ímynda sér að allir séu að horfa á sig. Þeir verða hálfgerðir þrælar jafningjahópsins og verða að vera eins, gera allt eins og aðrir í hópnum og eiga það sama og hinir. Unglingurinn líkir eftir jafningjum og öðlast smám saman þekkingu á því hvernig hegðun hans og viðhorf hafa áhrif á aðra. Endurgjöf frá jafningjum og sú tilfinning að tilheyra hópnum skiptir einstaklingana öllu. Á meðan sjálfsmyndin er ómótuð þá er það hlutverk hópsins að vera sameiginleg sjálfsmynd með ákveðnum reglum. Þegar unglingurinn hefur öðlast sterka sjálfsmynd má segja að hann sé orðinn fær um að elska og vera elskaður, hvort sem um er að ræða í kynlífi eða djúpri vináttu. Atferli og hegðun mótast ekki einungis af einstaklingnum sjálfum heldur einnig í samskiptum innan hópsins. Betri árangur er talinn nást með hópsamkomulagi en með samkomulagi milli tveggja einstaklinga vegna þeirra sterku áhrifa sem myndast innan hópsins. Staða innan hóps er því talin mikilvæg fyrir það álit sem unglingur eða barn fær á sjálfu sér. Þetta litla innlegg ætti að gefa okkur örlitla sýn inn í það hversu mikilvægt er að eiga vini. Ég vil því hvetja alla foreldra, skóla, félagsmiðstöðvar og aðrar stofnanir til að hafa þetta í huga. Hópar eða klíkur myndast með sameiginlegum markmiðum og því er um að gera að reyna að finna þau innan hópanna. Einnig þarf að passa að allir hafi ákveðin og skýr gildi svo enginn verði útundan eða einangrist. Með hópastarf að leiðarljósi má koma í veg fyrir frekara einelti og með því myndast samheldni, virkni og mögulega vinátta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur mikið verið rætt um einelti í fjölmiðlum, mikilvægt málefni sem aldrei er of mikið rætt um. Þeir sem leggja í einelti og þeir sem verða fyrir barðinu á því glíma við vanlíðan og ýmis vandamál sem þeir þurfa aðstoð við. Mig langar að tala um unglingsárin sem tengjast eineltismálum mikið og leggja áherslu á hversu mikilvæg vinátta er og það að hafa gott tengslanet í kringum sig. Það að verða unglingur er eitt flóknasta ferli í þroska einstaklingsins. Það hefur komið fram að erfiðara er fyrir þá að öðlast góða sjálfsmynd í samfélögum þar sem þjóðfélagsbreytingar eru örar. Þar skipta jafningjarnir mestu máli og svörin við því: „Hver er ég?” fást í gegnum þá. Á þessu skeiði verða unglingar oft mjög uppteknir af eigin útliti og ímynda sér að allir séu að horfa á sig. Þeir verða hálfgerðir þrælar jafningjahópsins og verða að vera eins, gera allt eins og aðrir í hópnum og eiga það sama og hinir. Unglingurinn líkir eftir jafningjum og öðlast smám saman þekkingu á því hvernig hegðun hans og viðhorf hafa áhrif á aðra. Endurgjöf frá jafningjum og sú tilfinning að tilheyra hópnum skiptir einstaklingana öllu. Á meðan sjálfsmyndin er ómótuð þá er það hlutverk hópsins að vera sameiginleg sjálfsmynd með ákveðnum reglum. Þegar unglingurinn hefur öðlast sterka sjálfsmynd má segja að hann sé orðinn fær um að elska og vera elskaður, hvort sem um er að ræða í kynlífi eða djúpri vináttu. Atferli og hegðun mótast ekki einungis af einstaklingnum sjálfum heldur einnig í samskiptum innan hópsins. Betri árangur er talinn nást með hópsamkomulagi en með samkomulagi milli tveggja einstaklinga vegna þeirra sterku áhrifa sem myndast innan hópsins. Staða innan hóps er því talin mikilvæg fyrir það álit sem unglingur eða barn fær á sjálfu sér. Þetta litla innlegg ætti að gefa okkur örlitla sýn inn í það hversu mikilvægt er að eiga vini. Ég vil því hvetja alla foreldra, skóla, félagsmiðstöðvar og aðrar stofnanir til að hafa þetta í huga. Hópar eða klíkur myndast með sameiginlegum markmiðum og því er um að gera að reyna að finna þau innan hópanna. Einnig þarf að passa að allir hafi ákveðin og skýr gildi svo enginn verði útundan eða einangrist. Með hópastarf að leiðarljósi má koma í veg fyrir frekara einelti og með því myndast samheldni, virkni og mögulega vinátta.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar