Fagur fiskur í sjó Páll Valur Björnsson skrifar 23. febrúar 2015 11:00 Allmikil umræða hefur að undanförnu verið í fjölmiðlum, á Alþingi og í samfélaginu öllu um sjávarútvegsmál og stjórn fiskveiða og ekki síst um það hver á fiskinn í sjónum þegar allt kemur til alls. Sitt sýnist hverjum um það allt.Rannsóknir og ábyrg nýting En um eitt ættum við þó öll að geta verið sammála. Við hljótum öll að vilja vita sem mest um hvað við erum að gera þegar við tökum mikilvægar ákvarðanir um nýtingu þeirrar mikilvægu auðlindar sem fiskistofnarnir okkar eru. Ég segi þetta nú vegna þess að komið hefur fram í fjölmiðlum að vegna fjárskorts geti Hafrannsóknastofnunin illa sinnt nauðsynlegum rannsóknum á loðnustofninum. Einnig hefur komið fram að verðmæti upp á tugi milljarða króna geta gengið okkur úr greipum ef rangar ákvarðanir eru teknar um aflamagn og aðra stjórn loðnuveiðanna.Er þetta ásættanlegt? Grundvöllur þeirrar ábyrgu nýtingar fiskistofna og hagkvæmni sem íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu er ætlað að tryggja er að fyrir liggi vandaðar rannsóknir á ástandi fiskistofna. Það hlýtur því að vera mjög knýjandi umhugsunarefni að á sama tíma og sjávarútvegurinn okkar skilar metafkomu ár eftir ár getum við vegna fjárskorts ekki haldið úti hafrannsóknaskipunum okkar. Er ekki eitthvað í þeirri jöfnu sem ekki gengur upp? Hlýtur það ekki að vera lágmarkskrafa sem við sem í þessu landi búum og erum að eigin áliti og annarra ein fremsta fiskveiðiþjóð heims hljótum að gera til stjórnvalda að þau búi svo um hnúta að vel sé á spilunum haldið þegar um rannsóknir á helstu nytjastofnum okkar er að ræða? Ef við erum ekki menn til að tryggja það spörum við eyrinn en köstum krónunni.Við eigum fiskistofnana saman Ég held að meginmarkmiðið við stjórn fiskveiða og brýnasta verkefnið þar nú hljóti að vera að taka af allan minnsta vafa um fiskistofnarnir eru eign almennings í landinu. Til þess að tryggja það þannig að ekki verði um villst eða meira um deilt þarf að gera stjórnarskrárbreytingu og setja inn ákvæði þar af lútandi og það strax! Í því sambandi er óhjákvæmilegt að benda á 34. gr. í tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem samin var eftir ítalega umræðu og skoðun á síðasta kjörtímabili en hún kveður á um náttúruauðlindir, eignarhald að þeim, vernd og nýtingu. Þá hlýtur að vera annað mjög mikilvægt markmið að tryggja að fiskistofnanir skil almenningi öllum góðum arði. Til að það megi vel takast þurfa útgerðir og sjómenn að búa við öruggt starfsumhverfi og nægilegt svigrúm til skipulagningar reksturs og framþróunar og að geta boðið starfsfólki góð kjör. Aðalatriðið og forgangsverkefni er að tryggja að eigandi auðlindarinnar, þjóðin öll, fái sanngjarnan hluta fiskveiðiarðsins og að hann verði nýttur til samfélagslegrar uppbyggingar og bættra lífskjara.Byggðakvóti – Nýjar leiðir? Að sjálfsögðu er það réttlætismál að fólk sem býr í hefðbundnum sjávarbyggðum, sem standa illa, fái stuðning til að skjóta nýjum og sjálfbærum stoðum undir atvinnulífið. Það er sanngjarnt að hluti þess arðs sem verður til í hagkvæmum sjávarútvegi renni til slíkra verkefna. En þurfum við ekki að finna aðrar og skilvirkari leiðir en að úthluta byggðakvótum til útgerða ár eftir ár? Mér finnst við hjakka þar í sama farinu. Má ekki t.a.m. breyta svonefndum byggðakvóta í peninga með því að bjóða hann upp og láta það fé renna til hlutaðeigandi samfélaga? Eykur það ekki möguleika íbúanna til fjölbreyttari uppbyggingar í samræmi við þarfir þeirra og óskir? Væri það ekki líka lýðræðislegri og gagnsærri aðferð við ráðstöfun stjórnvalda á takmörkuðum gæðum?Færri hendur skili almenningi meiri arði Við verðum einnig að líta til þess að þegar hefur orðið mikil tæknivæðing í veiðum og vinnslu sjávarafla. Það þarf nú mun færri hendur til þeirra verka en áður. Sú þróun mun halda áfram. Í því felast tækifæri til að minnka tilkostnað við veiðar og vinnslu og þar með til auka arð sem má og á að nýta til að bæta lífksjör alls almennings í landinu og til sköpunar fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæra um land allt. Hefurðu skoðun og viltu koma henni á framfæri? Sendu okkur grein ásamt mynd á ritstjorn@visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Allmikil umræða hefur að undanförnu verið í fjölmiðlum, á Alþingi og í samfélaginu öllu um sjávarútvegsmál og stjórn fiskveiða og ekki síst um það hver á fiskinn í sjónum þegar allt kemur til alls. Sitt sýnist hverjum um það allt.Rannsóknir og ábyrg nýting En um eitt ættum við þó öll að geta verið sammála. Við hljótum öll að vilja vita sem mest um hvað við erum að gera þegar við tökum mikilvægar ákvarðanir um nýtingu þeirrar mikilvægu auðlindar sem fiskistofnarnir okkar eru. Ég segi þetta nú vegna þess að komið hefur fram í fjölmiðlum að vegna fjárskorts geti Hafrannsóknastofnunin illa sinnt nauðsynlegum rannsóknum á loðnustofninum. Einnig hefur komið fram að verðmæti upp á tugi milljarða króna geta gengið okkur úr greipum ef rangar ákvarðanir eru teknar um aflamagn og aðra stjórn loðnuveiðanna.Er þetta ásættanlegt? Grundvöllur þeirrar ábyrgu nýtingar fiskistofna og hagkvæmni sem íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu er ætlað að tryggja er að fyrir liggi vandaðar rannsóknir á ástandi fiskistofna. Það hlýtur því að vera mjög knýjandi umhugsunarefni að á sama tíma og sjávarútvegurinn okkar skilar metafkomu ár eftir ár getum við vegna fjárskorts ekki haldið úti hafrannsóknaskipunum okkar. Er ekki eitthvað í þeirri jöfnu sem ekki gengur upp? Hlýtur það ekki að vera lágmarkskrafa sem við sem í þessu landi búum og erum að eigin áliti og annarra ein fremsta fiskveiðiþjóð heims hljótum að gera til stjórnvalda að þau búi svo um hnúta að vel sé á spilunum haldið þegar um rannsóknir á helstu nytjastofnum okkar er að ræða? Ef við erum ekki menn til að tryggja það spörum við eyrinn en köstum krónunni.Við eigum fiskistofnana saman Ég held að meginmarkmiðið við stjórn fiskveiða og brýnasta verkefnið þar nú hljóti að vera að taka af allan minnsta vafa um fiskistofnarnir eru eign almennings í landinu. Til þess að tryggja það þannig að ekki verði um villst eða meira um deilt þarf að gera stjórnarskrárbreytingu og setja inn ákvæði þar af lútandi og það strax! Í því sambandi er óhjákvæmilegt að benda á 34. gr. í tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem samin var eftir ítalega umræðu og skoðun á síðasta kjörtímabili en hún kveður á um náttúruauðlindir, eignarhald að þeim, vernd og nýtingu. Þá hlýtur að vera annað mjög mikilvægt markmið að tryggja að fiskistofnanir skil almenningi öllum góðum arði. Til að það megi vel takast þurfa útgerðir og sjómenn að búa við öruggt starfsumhverfi og nægilegt svigrúm til skipulagningar reksturs og framþróunar og að geta boðið starfsfólki góð kjör. Aðalatriðið og forgangsverkefni er að tryggja að eigandi auðlindarinnar, þjóðin öll, fái sanngjarnan hluta fiskveiðiarðsins og að hann verði nýttur til samfélagslegrar uppbyggingar og bættra lífskjara.Byggðakvóti – Nýjar leiðir? Að sjálfsögðu er það réttlætismál að fólk sem býr í hefðbundnum sjávarbyggðum, sem standa illa, fái stuðning til að skjóta nýjum og sjálfbærum stoðum undir atvinnulífið. Það er sanngjarnt að hluti þess arðs sem verður til í hagkvæmum sjávarútvegi renni til slíkra verkefna. En þurfum við ekki að finna aðrar og skilvirkari leiðir en að úthluta byggðakvótum til útgerða ár eftir ár? Mér finnst við hjakka þar í sama farinu. Má ekki t.a.m. breyta svonefndum byggðakvóta í peninga með því að bjóða hann upp og láta það fé renna til hlutaðeigandi samfélaga? Eykur það ekki möguleika íbúanna til fjölbreyttari uppbyggingar í samræmi við þarfir þeirra og óskir? Væri það ekki líka lýðræðislegri og gagnsærri aðferð við ráðstöfun stjórnvalda á takmörkuðum gæðum?Færri hendur skili almenningi meiri arði Við verðum einnig að líta til þess að þegar hefur orðið mikil tæknivæðing í veiðum og vinnslu sjávarafla. Það þarf nú mun færri hendur til þeirra verka en áður. Sú þróun mun halda áfram. Í því felast tækifæri til að minnka tilkostnað við veiðar og vinnslu og þar með til auka arð sem má og á að nýta til að bæta lífksjör alls almennings í landinu og til sköpunar fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæra um land allt. Hefurðu skoðun og viltu koma henni á framfæri? Sendu okkur grein ásamt mynd á ritstjorn@visir.is.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar