Vinnumatið ógurlega Sigurkarl Stefánsson skrifar 23. febrúar 2015 13:24 Fyrir liggur atkvæðagreiðsla um nýtt vinnumat kennara samhliða launahækkunum. Að sumu leyti eru áherslur matskerfisins góðar, til að mynda er jákvæð hugmynd að umbuna frekar kennurum sem þurfa að búa við afar stóra nemendahópa. Önnur útfærsla kerfisins er hinsvegar flókin og ógegnsæ, og krefst flókinna útreikninga til að fá út laun hvers kennara, og óljóst er hvort skólum er ætluð aukin fjárveiting til þessara útreikninga. Vinnumatið er m.a. grundvallað á samantekt nokkurra handvalinna kennara, þar sem þeir áætluðu gróflega hve miklum tíma þeir verðu í vinnu utan skólatíma, það er t.d. gerð prófa eða yfirferð verkefna. Þegar gögnin reyndust verulega sundurleit virðist hafa verið brugðið á það ráð að sleppa hreinlega þeim upplýsingum sem hentuðu illa. Ófáir framhaldsskólakennarar eru menntaðir í vísindalegum vinnubrögðum og hefur verið bent á að aðferðir við útfærslu vinnumatsins eigi lítið skylt við slíkt. Ljóst er að einstaklingsmunur geri erfitt fyrir að setja mælistiku á marga þætti matsins, og rétt hefði verið að nota mun stærra úrtak, með skýrum og vönduðum rannsóknarspurningum. Útkoman er kerfi sem mismunar kennurum eftir því hvað fag þeir kenna, og getur munað verulega á launaseðlum. Næst er að halda að gagnsemjendur hafi stuðst við hugmyndafræði þess sem deilir og drottnar (divide et impera), sem er vel þekkt aðferð til að búa til deilumál innanbúðar hjá mótsemjendum og veikja samstöðu. Tvö dæmi um sérkennilegar efnisgreinar vinnumatsins sem varða bóklega áfanga er vert að skoða sérstaklega. Í fyrsta lagi eru áfangar hjá lengra komnum nemendum metnir til hærri launa en byrjendaáfangar. Þetta kann að virðast rökrétt í fyrstu, en skoðum það nánar. Allir kennarar hafa ríflega menntun innan síns sviðs til að kenna bæði byrjunar og framhaldsáfanga. Þeir sem hafa kennt vita jafnframt að í framhaldsáföngunum eru oft nemendur sem hafa viljandi valið efni sem vekur áhuga þeirra, og fyrir vikið er andrúmsloftið létt og kennslan auðveld. Í byrjenda áföngunum er þessu hinsvegar stundum öfugt farið, afstaða margra nemenda er fyrirfram neikvæð, þau kæra sig lítið um að læra fagið, og kennarinn þarf að leggja sig þeim mun meira fram til að vekja áhuga og byggja upp jákvæðni gagnvart viðfangsefninu. Í öðru lagi er í vinnumatinu ákvæði sem nefnt er ,,Önnur vinna óháð nemendafjölda: Vinna vegna stofuuppsetningar, tækjavörslu, efnisöflunar eða skyldra atriða. Aðrar ástæður gætu t.d. verið vegna sérstakra námsefniskrafna í áfanga." Hér gæti manni virst sem átt sé við verklega kennslu, eins og t.a.m. í raungreinum, enda ekki minnst á verklegu kennsluna annarstaðar í vinnumatinu. Undir þessum lið eru áætlaðar 4 klst. / á önn í félagsgreinum og erlendum tungumálum, og 5-7 klst. í íslensku. En í raungreinum eru áætlaðar 0 klst.? Á nær 30 ára kennsluferli sem líffræðikennari hef ég nýtt allmargar klukkustundir til að afla efniviðar fyrir verklegar æfingar, sótt þang í fjöru, smádýr í tjarnir, fundið staði þar sem gott væri að skoða fugla, stillt upp tækjum, séð um viðhald þeirra, gengið frá eftir verklegar æfingar og sótthreinsað verkfæri svo nokkur dæmi séu nefnd. Orðalagið í ákvæðinu hljómar eins og það eigi hvað helst við raungreinakennslu, en útkoman er sérkennileg. Vinnumats-samkomulagið mismunar kennurum. Hugmyndin um vinnumat er mögulega ekki alslæm, en grunnur núverandi útkomu er veikur og gallarnir of margir. Þetta er til þess fallið að valda sundrung og deilum á milli kennara, og veikja samningstöðu þeirra til lengri tíma litið. Samkomulag af þessu tagi má ekki samþykkja óbreytt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fyrir liggur atkvæðagreiðsla um nýtt vinnumat kennara samhliða launahækkunum. Að sumu leyti eru áherslur matskerfisins góðar, til að mynda er jákvæð hugmynd að umbuna frekar kennurum sem þurfa að búa við afar stóra nemendahópa. Önnur útfærsla kerfisins er hinsvegar flókin og ógegnsæ, og krefst flókinna útreikninga til að fá út laun hvers kennara, og óljóst er hvort skólum er ætluð aukin fjárveiting til þessara útreikninga. Vinnumatið er m.a. grundvallað á samantekt nokkurra handvalinna kennara, þar sem þeir áætluðu gróflega hve miklum tíma þeir verðu í vinnu utan skólatíma, það er t.d. gerð prófa eða yfirferð verkefna. Þegar gögnin reyndust verulega sundurleit virðist hafa verið brugðið á það ráð að sleppa hreinlega þeim upplýsingum sem hentuðu illa. Ófáir framhaldsskólakennarar eru menntaðir í vísindalegum vinnubrögðum og hefur verið bent á að aðferðir við útfærslu vinnumatsins eigi lítið skylt við slíkt. Ljóst er að einstaklingsmunur geri erfitt fyrir að setja mælistiku á marga þætti matsins, og rétt hefði verið að nota mun stærra úrtak, með skýrum og vönduðum rannsóknarspurningum. Útkoman er kerfi sem mismunar kennurum eftir því hvað fag þeir kenna, og getur munað verulega á launaseðlum. Næst er að halda að gagnsemjendur hafi stuðst við hugmyndafræði þess sem deilir og drottnar (divide et impera), sem er vel þekkt aðferð til að búa til deilumál innanbúðar hjá mótsemjendum og veikja samstöðu. Tvö dæmi um sérkennilegar efnisgreinar vinnumatsins sem varða bóklega áfanga er vert að skoða sérstaklega. Í fyrsta lagi eru áfangar hjá lengra komnum nemendum metnir til hærri launa en byrjendaáfangar. Þetta kann að virðast rökrétt í fyrstu, en skoðum það nánar. Allir kennarar hafa ríflega menntun innan síns sviðs til að kenna bæði byrjunar og framhaldsáfanga. Þeir sem hafa kennt vita jafnframt að í framhaldsáföngunum eru oft nemendur sem hafa viljandi valið efni sem vekur áhuga þeirra, og fyrir vikið er andrúmsloftið létt og kennslan auðveld. Í byrjenda áföngunum er þessu hinsvegar stundum öfugt farið, afstaða margra nemenda er fyrirfram neikvæð, þau kæra sig lítið um að læra fagið, og kennarinn þarf að leggja sig þeim mun meira fram til að vekja áhuga og byggja upp jákvæðni gagnvart viðfangsefninu. Í öðru lagi er í vinnumatinu ákvæði sem nefnt er ,,Önnur vinna óháð nemendafjölda: Vinna vegna stofuuppsetningar, tækjavörslu, efnisöflunar eða skyldra atriða. Aðrar ástæður gætu t.d. verið vegna sérstakra námsefniskrafna í áfanga." Hér gæti manni virst sem átt sé við verklega kennslu, eins og t.a.m. í raungreinum, enda ekki minnst á verklegu kennsluna annarstaðar í vinnumatinu. Undir þessum lið eru áætlaðar 4 klst. / á önn í félagsgreinum og erlendum tungumálum, og 5-7 klst. í íslensku. En í raungreinum eru áætlaðar 0 klst.? Á nær 30 ára kennsluferli sem líffræðikennari hef ég nýtt allmargar klukkustundir til að afla efniviðar fyrir verklegar æfingar, sótt þang í fjöru, smádýr í tjarnir, fundið staði þar sem gott væri að skoða fugla, stillt upp tækjum, séð um viðhald þeirra, gengið frá eftir verklegar æfingar og sótthreinsað verkfæri svo nokkur dæmi séu nefnd. Orðalagið í ákvæðinu hljómar eins og það eigi hvað helst við raungreinakennslu, en útkoman er sérkennileg. Vinnumats-samkomulagið mismunar kennurum. Hugmyndin um vinnumat er mögulega ekki alslæm, en grunnur núverandi útkomu er veikur og gallarnir of margir. Þetta er til þess fallið að valda sundrung og deilum á milli kennara, og veikja samningstöðu þeirra til lengri tíma litið. Samkomulag af þessu tagi má ekki samþykkja óbreytt.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar