Vinnumatið ógurlega Sigurkarl Stefánsson skrifar 23. febrúar 2015 13:24 Fyrir liggur atkvæðagreiðsla um nýtt vinnumat kennara samhliða launahækkunum. Að sumu leyti eru áherslur matskerfisins góðar, til að mynda er jákvæð hugmynd að umbuna frekar kennurum sem þurfa að búa við afar stóra nemendahópa. Önnur útfærsla kerfisins er hinsvegar flókin og ógegnsæ, og krefst flókinna útreikninga til að fá út laun hvers kennara, og óljóst er hvort skólum er ætluð aukin fjárveiting til þessara útreikninga. Vinnumatið er m.a. grundvallað á samantekt nokkurra handvalinna kennara, þar sem þeir áætluðu gróflega hve miklum tíma þeir verðu í vinnu utan skólatíma, það er t.d. gerð prófa eða yfirferð verkefna. Þegar gögnin reyndust verulega sundurleit virðist hafa verið brugðið á það ráð að sleppa hreinlega þeim upplýsingum sem hentuðu illa. Ófáir framhaldsskólakennarar eru menntaðir í vísindalegum vinnubrögðum og hefur verið bent á að aðferðir við útfærslu vinnumatsins eigi lítið skylt við slíkt. Ljóst er að einstaklingsmunur geri erfitt fyrir að setja mælistiku á marga þætti matsins, og rétt hefði verið að nota mun stærra úrtak, með skýrum og vönduðum rannsóknarspurningum. Útkoman er kerfi sem mismunar kennurum eftir því hvað fag þeir kenna, og getur munað verulega á launaseðlum. Næst er að halda að gagnsemjendur hafi stuðst við hugmyndafræði þess sem deilir og drottnar (divide et impera), sem er vel þekkt aðferð til að búa til deilumál innanbúðar hjá mótsemjendum og veikja samstöðu. Tvö dæmi um sérkennilegar efnisgreinar vinnumatsins sem varða bóklega áfanga er vert að skoða sérstaklega. Í fyrsta lagi eru áfangar hjá lengra komnum nemendum metnir til hærri launa en byrjendaáfangar. Þetta kann að virðast rökrétt í fyrstu, en skoðum það nánar. Allir kennarar hafa ríflega menntun innan síns sviðs til að kenna bæði byrjunar og framhaldsáfanga. Þeir sem hafa kennt vita jafnframt að í framhaldsáföngunum eru oft nemendur sem hafa viljandi valið efni sem vekur áhuga þeirra, og fyrir vikið er andrúmsloftið létt og kennslan auðveld. Í byrjenda áföngunum er þessu hinsvegar stundum öfugt farið, afstaða margra nemenda er fyrirfram neikvæð, þau kæra sig lítið um að læra fagið, og kennarinn þarf að leggja sig þeim mun meira fram til að vekja áhuga og byggja upp jákvæðni gagnvart viðfangsefninu. Í öðru lagi er í vinnumatinu ákvæði sem nefnt er ,,Önnur vinna óháð nemendafjölda: Vinna vegna stofuuppsetningar, tækjavörslu, efnisöflunar eða skyldra atriða. Aðrar ástæður gætu t.d. verið vegna sérstakra námsefniskrafna í áfanga." Hér gæti manni virst sem átt sé við verklega kennslu, eins og t.a.m. í raungreinum, enda ekki minnst á verklegu kennsluna annarstaðar í vinnumatinu. Undir þessum lið eru áætlaðar 4 klst. / á önn í félagsgreinum og erlendum tungumálum, og 5-7 klst. í íslensku. En í raungreinum eru áætlaðar 0 klst.? Á nær 30 ára kennsluferli sem líffræðikennari hef ég nýtt allmargar klukkustundir til að afla efniviðar fyrir verklegar æfingar, sótt þang í fjöru, smádýr í tjarnir, fundið staði þar sem gott væri að skoða fugla, stillt upp tækjum, séð um viðhald þeirra, gengið frá eftir verklegar æfingar og sótthreinsað verkfæri svo nokkur dæmi séu nefnd. Orðalagið í ákvæðinu hljómar eins og það eigi hvað helst við raungreinakennslu, en útkoman er sérkennileg. Vinnumats-samkomulagið mismunar kennurum. Hugmyndin um vinnumat er mögulega ekki alslæm, en grunnur núverandi útkomu er veikur og gallarnir of margir. Þetta er til þess fallið að valda sundrung og deilum á milli kennara, og veikja samningstöðu þeirra til lengri tíma litið. Samkomulag af þessu tagi má ekki samþykkja óbreytt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Fyrir liggur atkvæðagreiðsla um nýtt vinnumat kennara samhliða launahækkunum. Að sumu leyti eru áherslur matskerfisins góðar, til að mynda er jákvæð hugmynd að umbuna frekar kennurum sem þurfa að búa við afar stóra nemendahópa. Önnur útfærsla kerfisins er hinsvegar flókin og ógegnsæ, og krefst flókinna útreikninga til að fá út laun hvers kennara, og óljóst er hvort skólum er ætluð aukin fjárveiting til þessara útreikninga. Vinnumatið er m.a. grundvallað á samantekt nokkurra handvalinna kennara, þar sem þeir áætluðu gróflega hve miklum tíma þeir verðu í vinnu utan skólatíma, það er t.d. gerð prófa eða yfirferð verkefna. Þegar gögnin reyndust verulega sundurleit virðist hafa verið brugðið á það ráð að sleppa hreinlega þeim upplýsingum sem hentuðu illa. Ófáir framhaldsskólakennarar eru menntaðir í vísindalegum vinnubrögðum og hefur verið bent á að aðferðir við útfærslu vinnumatsins eigi lítið skylt við slíkt. Ljóst er að einstaklingsmunur geri erfitt fyrir að setja mælistiku á marga þætti matsins, og rétt hefði verið að nota mun stærra úrtak, með skýrum og vönduðum rannsóknarspurningum. Útkoman er kerfi sem mismunar kennurum eftir því hvað fag þeir kenna, og getur munað verulega á launaseðlum. Næst er að halda að gagnsemjendur hafi stuðst við hugmyndafræði þess sem deilir og drottnar (divide et impera), sem er vel þekkt aðferð til að búa til deilumál innanbúðar hjá mótsemjendum og veikja samstöðu. Tvö dæmi um sérkennilegar efnisgreinar vinnumatsins sem varða bóklega áfanga er vert að skoða sérstaklega. Í fyrsta lagi eru áfangar hjá lengra komnum nemendum metnir til hærri launa en byrjendaáfangar. Þetta kann að virðast rökrétt í fyrstu, en skoðum það nánar. Allir kennarar hafa ríflega menntun innan síns sviðs til að kenna bæði byrjunar og framhaldsáfanga. Þeir sem hafa kennt vita jafnframt að í framhaldsáföngunum eru oft nemendur sem hafa viljandi valið efni sem vekur áhuga þeirra, og fyrir vikið er andrúmsloftið létt og kennslan auðveld. Í byrjenda áföngunum er þessu hinsvegar stundum öfugt farið, afstaða margra nemenda er fyrirfram neikvæð, þau kæra sig lítið um að læra fagið, og kennarinn þarf að leggja sig þeim mun meira fram til að vekja áhuga og byggja upp jákvæðni gagnvart viðfangsefninu. Í öðru lagi er í vinnumatinu ákvæði sem nefnt er ,,Önnur vinna óháð nemendafjölda: Vinna vegna stofuuppsetningar, tækjavörslu, efnisöflunar eða skyldra atriða. Aðrar ástæður gætu t.d. verið vegna sérstakra námsefniskrafna í áfanga." Hér gæti manni virst sem átt sé við verklega kennslu, eins og t.a.m. í raungreinum, enda ekki minnst á verklegu kennsluna annarstaðar í vinnumatinu. Undir þessum lið eru áætlaðar 4 klst. / á önn í félagsgreinum og erlendum tungumálum, og 5-7 klst. í íslensku. En í raungreinum eru áætlaðar 0 klst.? Á nær 30 ára kennsluferli sem líffræðikennari hef ég nýtt allmargar klukkustundir til að afla efniviðar fyrir verklegar æfingar, sótt þang í fjöru, smádýr í tjarnir, fundið staði þar sem gott væri að skoða fugla, stillt upp tækjum, séð um viðhald þeirra, gengið frá eftir verklegar æfingar og sótthreinsað verkfæri svo nokkur dæmi séu nefnd. Orðalagið í ákvæðinu hljómar eins og það eigi hvað helst við raungreinakennslu, en útkoman er sérkennileg. Vinnumats-samkomulagið mismunar kennurum. Hugmyndin um vinnumat er mögulega ekki alslæm, en grunnur núverandi útkomu er veikur og gallarnir of margir. Þetta er til þess fallið að valda sundrung og deilum á milli kennara, og veikja samningstöðu þeirra til lengri tíma litið. Samkomulag af þessu tagi má ekki samþykkja óbreytt.
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar