Vinnumatið ógurlega Sigurkarl Stefánsson skrifar 23. febrúar 2015 13:24 Fyrir liggur atkvæðagreiðsla um nýtt vinnumat kennara samhliða launahækkunum. Að sumu leyti eru áherslur matskerfisins góðar, til að mynda er jákvæð hugmynd að umbuna frekar kennurum sem þurfa að búa við afar stóra nemendahópa. Önnur útfærsla kerfisins er hinsvegar flókin og ógegnsæ, og krefst flókinna útreikninga til að fá út laun hvers kennara, og óljóst er hvort skólum er ætluð aukin fjárveiting til þessara útreikninga. Vinnumatið er m.a. grundvallað á samantekt nokkurra handvalinna kennara, þar sem þeir áætluðu gróflega hve miklum tíma þeir verðu í vinnu utan skólatíma, það er t.d. gerð prófa eða yfirferð verkefna. Þegar gögnin reyndust verulega sundurleit virðist hafa verið brugðið á það ráð að sleppa hreinlega þeim upplýsingum sem hentuðu illa. Ófáir framhaldsskólakennarar eru menntaðir í vísindalegum vinnubrögðum og hefur verið bent á að aðferðir við útfærslu vinnumatsins eigi lítið skylt við slíkt. Ljóst er að einstaklingsmunur geri erfitt fyrir að setja mælistiku á marga þætti matsins, og rétt hefði verið að nota mun stærra úrtak, með skýrum og vönduðum rannsóknarspurningum. Útkoman er kerfi sem mismunar kennurum eftir því hvað fag þeir kenna, og getur munað verulega á launaseðlum. Næst er að halda að gagnsemjendur hafi stuðst við hugmyndafræði þess sem deilir og drottnar (divide et impera), sem er vel þekkt aðferð til að búa til deilumál innanbúðar hjá mótsemjendum og veikja samstöðu. Tvö dæmi um sérkennilegar efnisgreinar vinnumatsins sem varða bóklega áfanga er vert að skoða sérstaklega. Í fyrsta lagi eru áfangar hjá lengra komnum nemendum metnir til hærri launa en byrjendaáfangar. Þetta kann að virðast rökrétt í fyrstu, en skoðum það nánar. Allir kennarar hafa ríflega menntun innan síns sviðs til að kenna bæði byrjunar og framhaldsáfanga. Þeir sem hafa kennt vita jafnframt að í framhaldsáföngunum eru oft nemendur sem hafa viljandi valið efni sem vekur áhuga þeirra, og fyrir vikið er andrúmsloftið létt og kennslan auðveld. Í byrjenda áföngunum er þessu hinsvegar stundum öfugt farið, afstaða margra nemenda er fyrirfram neikvæð, þau kæra sig lítið um að læra fagið, og kennarinn þarf að leggja sig þeim mun meira fram til að vekja áhuga og byggja upp jákvæðni gagnvart viðfangsefninu. Í öðru lagi er í vinnumatinu ákvæði sem nefnt er ,,Önnur vinna óháð nemendafjölda: Vinna vegna stofuuppsetningar, tækjavörslu, efnisöflunar eða skyldra atriða. Aðrar ástæður gætu t.d. verið vegna sérstakra námsefniskrafna í áfanga." Hér gæti manni virst sem átt sé við verklega kennslu, eins og t.a.m. í raungreinum, enda ekki minnst á verklegu kennsluna annarstaðar í vinnumatinu. Undir þessum lið eru áætlaðar 4 klst. / á önn í félagsgreinum og erlendum tungumálum, og 5-7 klst. í íslensku. En í raungreinum eru áætlaðar 0 klst.? Á nær 30 ára kennsluferli sem líffræðikennari hef ég nýtt allmargar klukkustundir til að afla efniviðar fyrir verklegar æfingar, sótt þang í fjöru, smádýr í tjarnir, fundið staði þar sem gott væri að skoða fugla, stillt upp tækjum, séð um viðhald þeirra, gengið frá eftir verklegar æfingar og sótthreinsað verkfæri svo nokkur dæmi séu nefnd. Orðalagið í ákvæðinu hljómar eins og það eigi hvað helst við raungreinakennslu, en útkoman er sérkennileg. Vinnumats-samkomulagið mismunar kennurum. Hugmyndin um vinnumat er mögulega ekki alslæm, en grunnur núverandi útkomu er veikur og gallarnir of margir. Þetta er til þess fallið að valda sundrung og deilum á milli kennara, og veikja samningstöðu þeirra til lengri tíma litið. Samkomulag af þessu tagi má ekki samþykkja óbreytt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fyrir liggur atkvæðagreiðsla um nýtt vinnumat kennara samhliða launahækkunum. Að sumu leyti eru áherslur matskerfisins góðar, til að mynda er jákvæð hugmynd að umbuna frekar kennurum sem þurfa að búa við afar stóra nemendahópa. Önnur útfærsla kerfisins er hinsvegar flókin og ógegnsæ, og krefst flókinna útreikninga til að fá út laun hvers kennara, og óljóst er hvort skólum er ætluð aukin fjárveiting til þessara útreikninga. Vinnumatið er m.a. grundvallað á samantekt nokkurra handvalinna kennara, þar sem þeir áætluðu gróflega hve miklum tíma þeir verðu í vinnu utan skólatíma, það er t.d. gerð prófa eða yfirferð verkefna. Þegar gögnin reyndust verulega sundurleit virðist hafa verið brugðið á það ráð að sleppa hreinlega þeim upplýsingum sem hentuðu illa. Ófáir framhaldsskólakennarar eru menntaðir í vísindalegum vinnubrögðum og hefur verið bent á að aðferðir við útfærslu vinnumatsins eigi lítið skylt við slíkt. Ljóst er að einstaklingsmunur geri erfitt fyrir að setja mælistiku á marga þætti matsins, og rétt hefði verið að nota mun stærra úrtak, með skýrum og vönduðum rannsóknarspurningum. Útkoman er kerfi sem mismunar kennurum eftir því hvað fag þeir kenna, og getur munað verulega á launaseðlum. Næst er að halda að gagnsemjendur hafi stuðst við hugmyndafræði þess sem deilir og drottnar (divide et impera), sem er vel þekkt aðferð til að búa til deilumál innanbúðar hjá mótsemjendum og veikja samstöðu. Tvö dæmi um sérkennilegar efnisgreinar vinnumatsins sem varða bóklega áfanga er vert að skoða sérstaklega. Í fyrsta lagi eru áfangar hjá lengra komnum nemendum metnir til hærri launa en byrjendaáfangar. Þetta kann að virðast rökrétt í fyrstu, en skoðum það nánar. Allir kennarar hafa ríflega menntun innan síns sviðs til að kenna bæði byrjunar og framhaldsáfanga. Þeir sem hafa kennt vita jafnframt að í framhaldsáföngunum eru oft nemendur sem hafa viljandi valið efni sem vekur áhuga þeirra, og fyrir vikið er andrúmsloftið létt og kennslan auðveld. Í byrjenda áföngunum er þessu hinsvegar stundum öfugt farið, afstaða margra nemenda er fyrirfram neikvæð, þau kæra sig lítið um að læra fagið, og kennarinn þarf að leggja sig þeim mun meira fram til að vekja áhuga og byggja upp jákvæðni gagnvart viðfangsefninu. Í öðru lagi er í vinnumatinu ákvæði sem nefnt er ,,Önnur vinna óháð nemendafjölda: Vinna vegna stofuuppsetningar, tækjavörslu, efnisöflunar eða skyldra atriða. Aðrar ástæður gætu t.d. verið vegna sérstakra námsefniskrafna í áfanga." Hér gæti manni virst sem átt sé við verklega kennslu, eins og t.a.m. í raungreinum, enda ekki minnst á verklegu kennsluna annarstaðar í vinnumatinu. Undir þessum lið eru áætlaðar 4 klst. / á önn í félagsgreinum og erlendum tungumálum, og 5-7 klst. í íslensku. En í raungreinum eru áætlaðar 0 klst.? Á nær 30 ára kennsluferli sem líffræðikennari hef ég nýtt allmargar klukkustundir til að afla efniviðar fyrir verklegar æfingar, sótt þang í fjöru, smádýr í tjarnir, fundið staði þar sem gott væri að skoða fugla, stillt upp tækjum, séð um viðhald þeirra, gengið frá eftir verklegar æfingar og sótthreinsað verkfæri svo nokkur dæmi séu nefnd. Orðalagið í ákvæðinu hljómar eins og það eigi hvað helst við raungreinakennslu, en útkoman er sérkennileg. Vinnumats-samkomulagið mismunar kennurum. Hugmyndin um vinnumat er mögulega ekki alslæm, en grunnur núverandi útkomu er veikur og gallarnir of margir. Þetta er til þess fallið að valda sundrung og deilum á milli kennara, og veikja samningstöðu þeirra til lengri tíma litið. Samkomulag af þessu tagi má ekki samþykkja óbreytt.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar