Vítavert gáleysi við merkingar matvæla Guðrún Yrsa Richter skrifar 23. febrúar 2015 22:45 Við það að eignast barn takast foreldrar á við mörg og stór verkefni – og það miklvægasta er að vernda barnið. Fyrst um sinn snýr verkefnið að stórum hluta að tryggja að barnið nærist og þroskist í öruggu umhverfi. Þegar barnið fer að hreyfa sig meira þarf að huga að öllum hættum á heimilinu og í nærumhverfinu. Þegar fæðingarorlofi lýkur þarf að finna traustan aðila til að sjá um dagvistun barnsins og svo mætti lengi telja. Við foreldrar barna með fæðuofnæmi þurfum enn fremur að treysta framleiðendum og innflytjendum að merkingar matvæla séu réttar svo við getum verndað börnin okkar fyrir ofnæmisvöldum. Rangar innihaldslýsingar geta verið lífshættulegar einstaklingum með fæðuofnæmi. Dæmin sýna að þessir aðilar bregðast reglulega trausti okkar. Nýlega var innkölluð vara sem inniheldur ofnæmisvald sem ekki var tilgreindur á umbúðum vörunnar. Þetta er alvarlegt mál: Vörur eru innkallaðar af þessum sökum nánast mánaðarlega, en þessi innköllun sker sig úr að því leyti að sambærileg vara frá þessum tiltekna framleiðanda var einnig innkölluð í desember 2011. Telst mér til að 11 sinnum hafi vörur verið innkallaðar á síðasta ári og það sem af er þessu ári fjórum sinnum. Leyfi ég mér að fullyrða - enda þekki ég það af eigin raun - að rangar merkingar eru fleiri því í einhverjum tilvikum er haft beint samband við framleiðendur sem bæta úr merkingum sínum. Fyrir foreldra sem hafa horft upp á barn sitt snöggveikjast af bráðaofnæmi og vera flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku með tilheyrandi adrenalín- og steragjöf virðist löggjöfin um innihaldslýsingar alltof veik. Það er ólíðandi að fyrirtæki innkalli vöru og setji hana síðan aftur á markað með röngum merkingum rúmum þremur árum síðar. Ég endurtek: sama varan með sömu röngu innihaldslýsingu. Gera þeir aðilar sem ákvarða viðlög við þess háttar brotum sér grein fyrir að í tengslum við hverja innköllun var að öllum líkindum líf í hættu? Úrbóta er þörf strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Við það að eignast barn takast foreldrar á við mörg og stór verkefni – og það miklvægasta er að vernda barnið. Fyrst um sinn snýr verkefnið að stórum hluta að tryggja að barnið nærist og þroskist í öruggu umhverfi. Þegar barnið fer að hreyfa sig meira þarf að huga að öllum hættum á heimilinu og í nærumhverfinu. Þegar fæðingarorlofi lýkur þarf að finna traustan aðila til að sjá um dagvistun barnsins og svo mætti lengi telja. Við foreldrar barna með fæðuofnæmi þurfum enn fremur að treysta framleiðendum og innflytjendum að merkingar matvæla séu réttar svo við getum verndað börnin okkar fyrir ofnæmisvöldum. Rangar innihaldslýsingar geta verið lífshættulegar einstaklingum með fæðuofnæmi. Dæmin sýna að þessir aðilar bregðast reglulega trausti okkar. Nýlega var innkölluð vara sem inniheldur ofnæmisvald sem ekki var tilgreindur á umbúðum vörunnar. Þetta er alvarlegt mál: Vörur eru innkallaðar af þessum sökum nánast mánaðarlega, en þessi innköllun sker sig úr að því leyti að sambærileg vara frá þessum tiltekna framleiðanda var einnig innkölluð í desember 2011. Telst mér til að 11 sinnum hafi vörur verið innkallaðar á síðasta ári og það sem af er þessu ári fjórum sinnum. Leyfi ég mér að fullyrða - enda þekki ég það af eigin raun - að rangar merkingar eru fleiri því í einhverjum tilvikum er haft beint samband við framleiðendur sem bæta úr merkingum sínum. Fyrir foreldra sem hafa horft upp á barn sitt snöggveikjast af bráðaofnæmi og vera flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku með tilheyrandi adrenalín- og steragjöf virðist löggjöfin um innihaldslýsingar alltof veik. Það er ólíðandi að fyrirtæki innkalli vöru og setji hana síðan aftur á markað með röngum merkingum rúmum þremur árum síðar. Ég endurtek: sama varan með sömu röngu innihaldslýsingu. Gera þeir aðilar sem ákvarða viðlög við þess háttar brotum sér grein fyrir að í tengslum við hverja innköllun var að öllum líkindum líf í hættu? Úrbóta er þörf strax.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar