Vítavert gáleysi við merkingar matvæla Guðrún Yrsa Richter skrifar 23. febrúar 2015 22:45 Við það að eignast barn takast foreldrar á við mörg og stór verkefni – og það miklvægasta er að vernda barnið. Fyrst um sinn snýr verkefnið að stórum hluta að tryggja að barnið nærist og þroskist í öruggu umhverfi. Þegar barnið fer að hreyfa sig meira þarf að huga að öllum hættum á heimilinu og í nærumhverfinu. Þegar fæðingarorlofi lýkur þarf að finna traustan aðila til að sjá um dagvistun barnsins og svo mætti lengi telja. Við foreldrar barna með fæðuofnæmi þurfum enn fremur að treysta framleiðendum og innflytjendum að merkingar matvæla séu réttar svo við getum verndað börnin okkar fyrir ofnæmisvöldum. Rangar innihaldslýsingar geta verið lífshættulegar einstaklingum með fæðuofnæmi. Dæmin sýna að þessir aðilar bregðast reglulega trausti okkar. Nýlega var innkölluð vara sem inniheldur ofnæmisvald sem ekki var tilgreindur á umbúðum vörunnar. Þetta er alvarlegt mál: Vörur eru innkallaðar af þessum sökum nánast mánaðarlega, en þessi innköllun sker sig úr að því leyti að sambærileg vara frá þessum tiltekna framleiðanda var einnig innkölluð í desember 2011. Telst mér til að 11 sinnum hafi vörur verið innkallaðar á síðasta ári og það sem af er þessu ári fjórum sinnum. Leyfi ég mér að fullyrða - enda þekki ég það af eigin raun - að rangar merkingar eru fleiri því í einhverjum tilvikum er haft beint samband við framleiðendur sem bæta úr merkingum sínum. Fyrir foreldra sem hafa horft upp á barn sitt snöggveikjast af bráðaofnæmi og vera flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku með tilheyrandi adrenalín- og steragjöf virðist löggjöfin um innihaldslýsingar alltof veik. Það er ólíðandi að fyrirtæki innkalli vöru og setji hana síðan aftur á markað með röngum merkingum rúmum þremur árum síðar. Ég endurtek: sama varan með sömu röngu innihaldslýsingu. Gera þeir aðilar sem ákvarða viðlög við þess háttar brotum sér grein fyrir að í tengslum við hverja innköllun var að öllum líkindum líf í hættu? Úrbóta er þörf strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Við það að eignast barn takast foreldrar á við mörg og stór verkefni – og það miklvægasta er að vernda barnið. Fyrst um sinn snýr verkefnið að stórum hluta að tryggja að barnið nærist og þroskist í öruggu umhverfi. Þegar barnið fer að hreyfa sig meira þarf að huga að öllum hættum á heimilinu og í nærumhverfinu. Þegar fæðingarorlofi lýkur þarf að finna traustan aðila til að sjá um dagvistun barnsins og svo mætti lengi telja. Við foreldrar barna með fæðuofnæmi þurfum enn fremur að treysta framleiðendum og innflytjendum að merkingar matvæla séu réttar svo við getum verndað börnin okkar fyrir ofnæmisvöldum. Rangar innihaldslýsingar geta verið lífshættulegar einstaklingum með fæðuofnæmi. Dæmin sýna að þessir aðilar bregðast reglulega trausti okkar. Nýlega var innkölluð vara sem inniheldur ofnæmisvald sem ekki var tilgreindur á umbúðum vörunnar. Þetta er alvarlegt mál: Vörur eru innkallaðar af þessum sökum nánast mánaðarlega, en þessi innköllun sker sig úr að því leyti að sambærileg vara frá þessum tiltekna framleiðanda var einnig innkölluð í desember 2011. Telst mér til að 11 sinnum hafi vörur verið innkallaðar á síðasta ári og það sem af er þessu ári fjórum sinnum. Leyfi ég mér að fullyrða - enda þekki ég það af eigin raun - að rangar merkingar eru fleiri því í einhverjum tilvikum er haft beint samband við framleiðendur sem bæta úr merkingum sínum. Fyrir foreldra sem hafa horft upp á barn sitt snöggveikjast af bráðaofnæmi og vera flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku með tilheyrandi adrenalín- og steragjöf virðist löggjöfin um innihaldslýsingar alltof veik. Það er ólíðandi að fyrirtæki innkalli vöru og setji hana síðan aftur á markað með röngum merkingum rúmum þremur árum síðar. Ég endurtek: sama varan með sömu röngu innihaldslýsingu. Gera þeir aðilar sem ákvarða viðlög við þess háttar brotum sér grein fyrir að í tengslum við hverja innköllun var að öllum líkindum líf í hættu? Úrbóta er þörf strax.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun