Raddir innflytjenda Guðrún Magnúsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 13:32 Ég hef velt því mikið fyrir mér hvernig hægt sé að gera Íslendinga af erlendum uppruna* minna framandi í samfélaginu, gera þá hluta að norminu. Því það er oft þannig að það sem fólki finnst framandi finnst því mögulega vera ógnvekjandi. Það hafa allir heyrt sögur af hópum innflytjenda sem eru sko heldur betur að sjúga sig fasta á velferðisspenanum á Íslandi, eru ofbeldisfullir eða glæpanheigðir. Sárasjaldan heyrast sögur af innflytjendum sem eru bara venjulegt fólk (sem er jú meirihlutinn) eins og ég og þú, vinna sína vinnu, sinna sínum börnum, halda uppá afmæli og svo framvegis. Mér finnst að fjölmiðlar eigi að leyfa okkur að kynnast venjulegum innflytjendum, til dæmis í gegnum fréttirnar. Sárasjaldan fáum við að sjá og heyra af innflytjendum í fréttum. Í þau skipti sem við gerum það er það yfirleitt í þrem tilvikum: þegar eitthvað neikvætt hefur átt sér stað (líkamsárás, morð, þjófnaður...), þegar verið er að fjalla beint um málefni innflytjenda (hælisleitendur, Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar..) eða þegar eitthvað gengur á í útlöndum og fréttamönnum tekst að hafa uppi á Íslendingi frá því landi (t.d. Úkraínu). Málið er að innflytjendur eru margir hverjir með mikla reynslu á bakinu og vita ýmislegt annað. Mér þætti mjög gaman að sjá viðtal við einhvern fræðing af erlendum uppruna um t.d. fjármál. Eða um húsnæðismál. Eða um eitthvað annað en eingöngu þessa þrjá fyrrnefndu flokka. Segjum sem svo að fjölmiðlamenn og konur læsu þessa grein og tækju áskoruninni. Næstu vikur (og vonandi til frambúðar) yrði svo meira um viðtöl við fólk af erlendum uppruna um hversdagsleg málefni sem snerta okkur öll. Það myndi svo sannarlega sýna fjölbreytileika samfélagsins. EKKI SÍST myndi það leyfa Íslendingum af íslenskum uppruna að heyra íslenskuna talaða með hreim. Það er klárlega eitthvað sem samfélagið þarf á að halda. Þá mögulega hættir Íslendingurinn af íslenskum uppruna að snúa sér við í búðinni þegar það heyrir Íslending af erlendum uppruna tala íslensku með hreim. Því þá er íslenskan með hreimnum orðin hluti af norminu, ekki jafn framandi. Og þegar Íslendingurinn af erlendum uppruna hættir að finna fyrir augngotum og að hann sé framandi, þá mögulega fer viðkomandi að líða í alvöru eins og heima hjá sér. Eins og hluta af norminu. *Ég er að prufa að nota önnur hugtök en alltaf innflytjandi eða einstaklingur af erlendum uppruna. Erum við ekki öll Íslendingar sem búum á Íslandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ég hef velt því mikið fyrir mér hvernig hægt sé að gera Íslendinga af erlendum uppruna* minna framandi í samfélaginu, gera þá hluta að norminu. Því það er oft þannig að það sem fólki finnst framandi finnst því mögulega vera ógnvekjandi. Það hafa allir heyrt sögur af hópum innflytjenda sem eru sko heldur betur að sjúga sig fasta á velferðisspenanum á Íslandi, eru ofbeldisfullir eða glæpanheigðir. Sárasjaldan heyrast sögur af innflytjendum sem eru bara venjulegt fólk (sem er jú meirihlutinn) eins og ég og þú, vinna sína vinnu, sinna sínum börnum, halda uppá afmæli og svo framvegis. Mér finnst að fjölmiðlar eigi að leyfa okkur að kynnast venjulegum innflytjendum, til dæmis í gegnum fréttirnar. Sárasjaldan fáum við að sjá og heyra af innflytjendum í fréttum. Í þau skipti sem við gerum það er það yfirleitt í þrem tilvikum: þegar eitthvað neikvætt hefur átt sér stað (líkamsárás, morð, þjófnaður...), þegar verið er að fjalla beint um málefni innflytjenda (hælisleitendur, Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar..) eða þegar eitthvað gengur á í útlöndum og fréttamönnum tekst að hafa uppi á Íslendingi frá því landi (t.d. Úkraínu). Málið er að innflytjendur eru margir hverjir með mikla reynslu á bakinu og vita ýmislegt annað. Mér þætti mjög gaman að sjá viðtal við einhvern fræðing af erlendum uppruna um t.d. fjármál. Eða um húsnæðismál. Eða um eitthvað annað en eingöngu þessa þrjá fyrrnefndu flokka. Segjum sem svo að fjölmiðlamenn og konur læsu þessa grein og tækju áskoruninni. Næstu vikur (og vonandi til frambúðar) yrði svo meira um viðtöl við fólk af erlendum uppruna um hversdagsleg málefni sem snerta okkur öll. Það myndi svo sannarlega sýna fjölbreytileika samfélagsins. EKKI SÍST myndi það leyfa Íslendingum af íslenskum uppruna að heyra íslenskuna talaða með hreim. Það er klárlega eitthvað sem samfélagið þarf á að halda. Þá mögulega hættir Íslendingurinn af íslenskum uppruna að snúa sér við í búðinni þegar það heyrir Íslending af erlendum uppruna tala íslensku með hreim. Því þá er íslenskan með hreimnum orðin hluti af norminu, ekki jafn framandi. Og þegar Íslendingurinn af erlendum uppruna hættir að finna fyrir augngotum og að hann sé framandi, þá mögulega fer viðkomandi að líða í alvöru eins og heima hjá sér. Eins og hluta af norminu. *Ég er að prufa að nota önnur hugtök en alltaf innflytjandi eða einstaklingur af erlendum uppruna. Erum við ekki öll Íslendingar sem búum á Íslandi?
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar