Raddir innflytjenda Guðrún Magnúsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 13:32 Ég hef velt því mikið fyrir mér hvernig hægt sé að gera Íslendinga af erlendum uppruna* minna framandi í samfélaginu, gera þá hluta að norminu. Því það er oft þannig að það sem fólki finnst framandi finnst því mögulega vera ógnvekjandi. Það hafa allir heyrt sögur af hópum innflytjenda sem eru sko heldur betur að sjúga sig fasta á velferðisspenanum á Íslandi, eru ofbeldisfullir eða glæpanheigðir. Sárasjaldan heyrast sögur af innflytjendum sem eru bara venjulegt fólk (sem er jú meirihlutinn) eins og ég og þú, vinna sína vinnu, sinna sínum börnum, halda uppá afmæli og svo framvegis. Mér finnst að fjölmiðlar eigi að leyfa okkur að kynnast venjulegum innflytjendum, til dæmis í gegnum fréttirnar. Sárasjaldan fáum við að sjá og heyra af innflytjendum í fréttum. Í þau skipti sem við gerum það er það yfirleitt í þrem tilvikum: þegar eitthvað neikvætt hefur átt sér stað (líkamsárás, morð, þjófnaður...), þegar verið er að fjalla beint um málefni innflytjenda (hælisleitendur, Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar..) eða þegar eitthvað gengur á í útlöndum og fréttamönnum tekst að hafa uppi á Íslendingi frá því landi (t.d. Úkraínu). Málið er að innflytjendur eru margir hverjir með mikla reynslu á bakinu og vita ýmislegt annað. Mér þætti mjög gaman að sjá viðtal við einhvern fræðing af erlendum uppruna um t.d. fjármál. Eða um húsnæðismál. Eða um eitthvað annað en eingöngu þessa þrjá fyrrnefndu flokka. Segjum sem svo að fjölmiðlamenn og konur læsu þessa grein og tækju áskoruninni. Næstu vikur (og vonandi til frambúðar) yrði svo meira um viðtöl við fólk af erlendum uppruna um hversdagsleg málefni sem snerta okkur öll. Það myndi svo sannarlega sýna fjölbreytileika samfélagsins. EKKI SÍST myndi það leyfa Íslendingum af íslenskum uppruna að heyra íslenskuna talaða með hreim. Það er klárlega eitthvað sem samfélagið þarf á að halda. Þá mögulega hættir Íslendingurinn af íslenskum uppruna að snúa sér við í búðinni þegar það heyrir Íslending af erlendum uppruna tala íslensku með hreim. Því þá er íslenskan með hreimnum orðin hluti af norminu, ekki jafn framandi. Og þegar Íslendingurinn af erlendum uppruna hættir að finna fyrir augngotum og að hann sé framandi, þá mögulega fer viðkomandi að líða í alvöru eins og heima hjá sér. Eins og hluta af norminu. *Ég er að prufa að nota önnur hugtök en alltaf innflytjandi eða einstaklingur af erlendum uppruna. Erum við ekki öll Íslendingar sem búum á Íslandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég hef velt því mikið fyrir mér hvernig hægt sé að gera Íslendinga af erlendum uppruna* minna framandi í samfélaginu, gera þá hluta að norminu. Því það er oft þannig að það sem fólki finnst framandi finnst því mögulega vera ógnvekjandi. Það hafa allir heyrt sögur af hópum innflytjenda sem eru sko heldur betur að sjúga sig fasta á velferðisspenanum á Íslandi, eru ofbeldisfullir eða glæpanheigðir. Sárasjaldan heyrast sögur af innflytjendum sem eru bara venjulegt fólk (sem er jú meirihlutinn) eins og ég og þú, vinna sína vinnu, sinna sínum börnum, halda uppá afmæli og svo framvegis. Mér finnst að fjölmiðlar eigi að leyfa okkur að kynnast venjulegum innflytjendum, til dæmis í gegnum fréttirnar. Sárasjaldan fáum við að sjá og heyra af innflytjendum í fréttum. Í þau skipti sem við gerum það er það yfirleitt í þrem tilvikum: þegar eitthvað neikvætt hefur átt sér stað (líkamsárás, morð, þjófnaður...), þegar verið er að fjalla beint um málefni innflytjenda (hælisleitendur, Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar..) eða þegar eitthvað gengur á í útlöndum og fréttamönnum tekst að hafa uppi á Íslendingi frá því landi (t.d. Úkraínu). Málið er að innflytjendur eru margir hverjir með mikla reynslu á bakinu og vita ýmislegt annað. Mér þætti mjög gaman að sjá viðtal við einhvern fræðing af erlendum uppruna um t.d. fjármál. Eða um húsnæðismál. Eða um eitthvað annað en eingöngu þessa þrjá fyrrnefndu flokka. Segjum sem svo að fjölmiðlamenn og konur læsu þessa grein og tækju áskoruninni. Næstu vikur (og vonandi til frambúðar) yrði svo meira um viðtöl við fólk af erlendum uppruna um hversdagsleg málefni sem snerta okkur öll. Það myndi svo sannarlega sýna fjölbreytileika samfélagsins. EKKI SÍST myndi það leyfa Íslendingum af íslenskum uppruna að heyra íslenskuna talaða með hreim. Það er klárlega eitthvað sem samfélagið þarf á að halda. Þá mögulega hættir Íslendingurinn af íslenskum uppruna að snúa sér við í búðinni þegar það heyrir Íslending af erlendum uppruna tala íslensku með hreim. Því þá er íslenskan með hreimnum orðin hluti af norminu, ekki jafn framandi. Og þegar Íslendingurinn af erlendum uppruna hættir að finna fyrir augngotum og að hann sé framandi, þá mögulega fer viðkomandi að líða í alvöru eins og heima hjá sér. Eins og hluta af norminu. *Ég er að prufa að nota önnur hugtök en alltaf innflytjandi eða einstaklingur af erlendum uppruna. Erum við ekki öll Íslendingar sem búum á Íslandi?
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar