Sigrún með ótrúlegt vald á röddinni Dagný Arnalds skrifar 25. febrúar 2015 14:26 Það var fallegt um að litast í Bolungarvík þegar ég keyrði út úr Óshlíðargöngunum sunnudagskvöldið 15. febrúar síðastliðið. Sannarlegt vetrarríki og í bænum miðjum flöktu friðarljós sem buðu gesti bæjarins velkomna. Ljósunum stafaði frá Félagsheimilinu og leiðin lá einmitt þangað á óperutónleika að hlusta á Sigrúnu Pálmadóttur sópran og Beötu Joó píanóleikara. Það var strax eitthvað mjög hátíðlegt við andrúmsloftið þegar ég kom inn í Félagsheimilið. Í anddyrinu var búið að setja upp mjög skemmtilega og litríka myndasýningu frá hinum ýmsu óperuuppfærslum sem Sigrún Pálmadóttir hefur tekið þátt í. Myndin af henni í síðasta rammanum með sítt alskegg var dálítið fyndin eftir alla prinsessukjólana á hinum myndunum. Fyrir tónleikana var boðið upp á fordrykk. Salurinn var lýstur upp með kertum og borðunum var raðað svolítið eins og á kaffihúsi. Það skapaðist strax svo þægilegt andrúmsloft og átti Samúel Einarsson stóran þátt í því. Hann spilaði hvert uppáhaldslagið á fætur öðru á píanóið af sinni alkunnu innlifun og ró. Þær Sigrún og Beata hófu dagskrána bæði fyrir og eftir hlé á íslenskum sönglögum en enduðu á ítölskum aríum. Af íslensku lögunum fannst mér sérstaklega fallegt samspil í Kossavísum Páls Ísólfssonar, en það var skemmtilega grallaralegt og öll blæbrigði voru svo samstillt milli raddarinnar og píanósins.Frá tónleikunum.Lag Jóns Ásgeirssonar, Þótt form þín hjúpi graflín var líka mjög fallega flutt, flæðandi en samt af svo mikilli ró. Dagskráin var mjög fjölbreytt og Sigrún kynnti hvert lag fyrir sig. Það var mjög gott, bæði til þess að áheyrendur gætu glöggvað sig aðeins á því um hvað lögin snérust, ekki síst þessi ítölsku, en líka vegna þess að maður þurfti hreinlega smá stund milli laga til þess að tilfinningin sem þær Sigrún og Beata náðu að vekja fengi að lifa aðeins lengur. Síðustu aríurnar bæði fyrir og eftir hlé voru svo af því tagi að maður þurfti bara almennilegt hlé til þess að jafna sig af gæsahúðinni. Sigrún er með ótrúlegt vald á röddinni og hreif alla upp úr skónum á þessum tónleikum. Í hléinu voru reiddir fram smáréttir undir píanóleik Samma. Mér finnst þessi umgjörð á tónleikum stórsniðug og það var gaman að spjalla aðeins saman yfir kræsingunum áður en seinni hluti tónleikanna hófst. Eftir síðustu aríuna ætlaði fagnaðarlátnum aldrei að linna og þær Sigrún og Beata fluttu tvö aukalög áður en þær komu niður af sviðinu til að spjalla við gestina. Við erum sannarlega heppin að eiga þessa stórkostlegu listamenn hérna fyrir vestan og held að einmitt svona tónleikar ættu að vera sem oftast, ekki síst á veturna þegar maður er stundum hvað stirðastur í sálinni. Þegar ég keyrði aftur til baka í gegnum göngin hugsaði ég líka með mér hvað þetta væri sniðug umgjörð og þægileg tímasetning á tónleikum svona um kvöldmatarleytið. Kvöldið var framundan eftir þessa veislu og bolludagsbollurnar sem ég bakaði eftir að hafa fengið uppskrift í spjallinu í hléinu heppnuðust vonum framar, enda bakarinn svo ánægður með tilveruna. Allir aðstandendur tónleikanna eiga mikið hrós skilið enda náðu þeir að búa til stund sem verður lengi í minnum höfð hjá öllum sem fengu að njóta hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það var fallegt um að litast í Bolungarvík þegar ég keyrði út úr Óshlíðargöngunum sunnudagskvöldið 15. febrúar síðastliðið. Sannarlegt vetrarríki og í bænum miðjum flöktu friðarljós sem buðu gesti bæjarins velkomna. Ljósunum stafaði frá Félagsheimilinu og leiðin lá einmitt þangað á óperutónleika að hlusta á Sigrúnu Pálmadóttur sópran og Beötu Joó píanóleikara. Það var strax eitthvað mjög hátíðlegt við andrúmsloftið þegar ég kom inn í Félagsheimilið. Í anddyrinu var búið að setja upp mjög skemmtilega og litríka myndasýningu frá hinum ýmsu óperuuppfærslum sem Sigrún Pálmadóttir hefur tekið þátt í. Myndin af henni í síðasta rammanum með sítt alskegg var dálítið fyndin eftir alla prinsessukjólana á hinum myndunum. Fyrir tónleikana var boðið upp á fordrykk. Salurinn var lýstur upp með kertum og borðunum var raðað svolítið eins og á kaffihúsi. Það skapaðist strax svo þægilegt andrúmsloft og átti Samúel Einarsson stóran þátt í því. Hann spilaði hvert uppáhaldslagið á fætur öðru á píanóið af sinni alkunnu innlifun og ró. Þær Sigrún og Beata hófu dagskrána bæði fyrir og eftir hlé á íslenskum sönglögum en enduðu á ítölskum aríum. Af íslensku lögunum fannst mér sérstaklega fallegt samspil í Kossavísum Páls Ísólfssonar, en það var skemmtilega grallaralegt og öll blæbrigði voru svo samstillt milli raddarinnar og píanósins.Frá tónleikunum.Lag Jóns Ásgeirssonar, Þótt form þín hjúpi graflín var líka mjög fallega flutt, flæðandi en samt af svo mikilli ró. Dagskráin var mjög fjölbreytt og Sigrún kynnti hvert lag fyrir sig. Það var mjög gott, bæði til þess að áheyrendur gætu glöggvað sig aðeins á því um hvað lögin snérust, ekki síst þessi ítölsku, en líka vegna þess að maður þurfti hreinlega smá stund milli laga til þess að tilfinningin sem þær Sigrún og Beata náðu að vekja fengi að lifa aðeins lengur. Síðustu aríurnar bæði fyrir og eftir hlé voru svo af því tagi að maður þurfti bara almennilegt hlé til þess að jafna sig af gæsahúðinni. Sigrún er með ótrúlegt vald á röddinni og hreif alla upp úr skónum á þessum tónleikum. Í hléinu voru reiddir fram smáréttir undir píanóleik Samma. Mér finnst þessi umgjörð á tónleikum stórsniðug og það var gaman að spjalla aðeins saman yfir kræsingunum áður en seinni hluti tónleikanna hófst. Eftir síðustu aríuna ætlaði fagnaðarlátnum aldrei að linna og þær Sigrún og Beata fluttu tvö aukalög áður en þær komu niður af sviðinu til að spjalla við gestina. Við erum sannarlega heppin að eiga þessa stórkostlegu listamenn hérna fyrir vestan og held að einmitt svona tónleikar ættu að vera sem oftast, ekki síst á veturna þegar maður er stundum hvað stirðastur í sálinni. Þegar ég keyrði aftur til baka í gegnum göngin hugsaði ég líka með mér hvað þetta væri sniðug umgjörð og þægileg tímasetning á tónleikum svona um kvöldmatarleytið. Kvöldið var framundan eftir þessa veislu og bolludagsbollurnar sem ég bakaði eftir að hafa fengið uppskrift í spjallinu í hléinu heppnuðust vonum framar, enda bakarinn svo ánægður með tilveruna. Allir aðstandendur tónleikanna eiga mikið hrós skilið enda náðu þeir að búa til stund sem verður lengi í minnum höfð hjá öllum sem fengu að njóta hennar.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun