Hvað gerir unglingurinn þinn í frítíma sínum? Ásta Berglind Jónsdóttir skrifar 26. febrúar 2015 16:17 Unglingsaldurinn getur verið erfiður fyrir marga. Þetta er tímabil þar sem unglingurinn mátar sig í hin ýmsu hlutverk og fullmótar sjálfsmynd sína. Það er því viðbúið að hann detti út úr þeim tómstundum sem hann stundar og prófar sig áfram í öðru. Á þessu tímabili fær hann einnig meiri völd yfir því hvernig, eða yfir höfuð hvort hann taki þátt í tómstundastarfi. Þetta getur verið erfitt tímabil fyrir marga unglinga. Sumir eru stanslaust að máta sig í hin ýmsu hlutverk en finna sig hvergi. Það er enginn sem getur gert það fyrir þau, en hægt er að aðstoða þau í leit sinni. Foreldrar og aðstandendur verða þó að gera sér grein fyrir því að þetta er partur af unglingsárunum og ekki að því hlaupið að þau nái að fullmóta sjálfsmynd sína á svip stundu. Það er mikilvægt að unglingurinn fái leiðandi skilaboð. Þau vilja ekki láta skipa sér fyrir, en með því að leyfa þeim að skoða hvað er í boði og velja upp á eigin spítur aukast líkurnar á því að þau haldi áfram að nota frítíma sinn á jákvæðan hátt. Rannsóknir hafa sýnt að tómstundir eru góð forvörn gegn hverskonar vímuefnanotkun. Þróunin á Íslandi er góð og hlutfall unglinga sem hafa prufað vímuefni lækkar með hverju árinu. Á síðustu árum hefur tómstundastarf orðið faglegra og einnig fjölbreytilegra. Þegar talað er um tómstundir hugsa margir aðeins um íþróttir, tónlistarnám og jafnvel skátana, en það er svo miklu meira í boði. Það eru tölvuleikjanámskeið, ýmsar jaðaríþróttir og fleira sem mikilvægt er að unglingurinn fái vitneskju um. Foreldrar og unglingar á höfuðborgarsvæðinu geta til dæmis farið inn á heimasíðu Reykjavíkurborgar og skoðað aðildarfélög frístundakortsins til þess að skoða fjölbreytileika tómstunda og einnig nýtt sér frístundakortið. Félagsmiðstöðvar vinna mjög faglegt starf þar sem hægt er að stunda marga mismunandi klúbba. Það virðist vera mikill misskilningur meðal eldri kynslóða hvað gert sé í félagsmiðstöðvum. Á síðustu árum hefur starfið breyst mikið, félagsmiðstöðin er ekki lengur bara staður til þess að koma og spila borðtennis og þythokkí. Unnið er í nefndum og klúbbum og unglingarnir kynnast því hvernig eigi að skipuleggja viðburði og fá ýmis tækifæri til þess að láta á hæfileika sína reyna. Mikilvægast er að muna að við erum öll félagsverur og á unglingsárunum er mikil þörf fyrir það að tilheyra hópi, svo það er eðlilegt að unglingurinn nýti sinn tíma með vinum, hvað er þá betra en að vita af þeim í félagsmiðstöðinni eða annarri tómstundaiðju? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Unglingsaldurinn getur verið erfiður fyrir marga. Þetta er tímabil þar sem unglingurinn mátar sig í hin ýmsu hlutverk og fullmótar sjálfsmynd sína. Það er því viðbúið að hann detti út úr þeim tómstundum sem hann stundar og prófar sig áfram í öðru. Á þessu tímabili fær hann einnig meiri völd yfir því hvernig, eða yfir höfuð hvort hann taki þátt í tómstundastarfi. Þetta getur verið erfitt tímabil fyrir marga unglinga. Sumir eru stanslaust að máta sig í hin ýmsu hlutverk en finna sig hvergi. Það er enginn sem getur gert það fyrir þau, en hægt er að aðstoða þau í leit sinni. Foreldrar og aðstandendur verða þó að gera sér grein fyrir því að þetta er partur af unglingsárunum og ekki að því hlaupið að þau nái að fullmóta sjálfsmynd sína á svip stundu. Það er mikilvægt að unglingurinn fái leiðandi skilaboð. Þau vilja ekki láta skipa sér fyrir, en með því að leyfa þeim að skoða hvað er í boði og velja upp á eigin spítur aukast líkurnar á því að þau haldi áfram að nota frítíma sinn á jákvæðan hátt. Rannsóknir hafa sýnt að tómstundir eru góð forvörn gegn hverskonar vímuefnanotkun. Þróunin á Íslandi er góð og hlutfall unglinga sem hafa prufað vímuefni lækkar með hverju árinu. Á síðustu árum hefur tómstundastarf orðið faglegra og einnig fjölbreytilegra. Þegar talað er um tómstundir hugsa margir aðeins um íþróttir, tónlistarnám og jafnvel skátana, en það er svo miklu meira í boði. Það eru tölvuleikjanámskeið, ýmsar jaðaríþróttir og fleira sem mikilvægt er að unglingurinn fái vitneskju um. Foreldrar og unglingar á höfuðborgarsvæðinu geta til dæmis farið inn á heimasíðu Reykjavíkurborgar og skoðað aðildarfélög frístundakortsins til þess að skoða fjölbreytileika tómstunda og einnig nýtt sér frístundakortið. Félagsmiðstöðvar vinna mjög faglegt starf þar sem hægt er að stunda marga mismunandi klúbba. Það virðist vera mikill misskilningur meðal eldri kynslóða hvað gert sé í félagsmiðstöðvum. Á síðustu árum hefur starfið breyst mikið, félagsmiðstöðin er ekki lengur bara staður til þess að koma og spila borðtennis og þythokkí. Unnið er í nefndum og klúbbum og unglingarnir kynnast því hvernig eigi að skipuleggja viðburði og fá ýmis tækifæri til þess að láta á hæfileika sína reyna. Mikilvægast er að muna að við erum öll félagsverur og á unglingsárunum er mikil þörf fyrir það að tilheyra hópi, svo það er eðlilegt að unglingurinn nýti sinn tíma með vinum, hvað er þá betra en að vita af þeim í félagsmiðstöðinni eða annarri tómstundaiðju?
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun