Hvað gerir unglingurinn þinn í frítíma sínum? Ásta Berglind Jónsdóttir skrifar 26. febrúar 2015 16:17 Unglingsaldurinn getur verið erfiður fyrir marga. Þetta er tímabil þar sem unglingurinn mátar sig í hin ýmsu hlutverk og fullmótar sjálfsmynd sína. Það er því viðbúið að hann detti út úr þeim tómstundum sem hann stundar og prófar sig áfram í öðru. Á þessu tímabili fær hann einnig meiri völd yfir því hvernig, eða yfir höfuð hvort hann taki þátt í tómstundastarfi. Þetta getur verið erfitt tímabil fyrir marga unglinga. Sumir eru stanslaust að máta sig í hin ýmsu hlutverk en finna sig hvergi. Það er enginn sem getur gert það fyrir þau, en hægt er að aðstoða þau í leit sinni. Foreldrar og aðstandendur verða þó að gera sér grein fyrir því að þetta er partur af unglingsárunum og ekki að því hlaupið að þau nái að fullmóta sjálfsmynd sína á svip stundu. Það er mikilvægt að unglingurinn fái leiðandi skilaboð. Þau vilja ekki láta skipa sér fyrir, en með því að leyfa þeim að skoða hvað er í boði og velja upp á eigin spítur aukast líkurnar á því að þau haldi áfram að nota frítíma sinn á jákvæðan hátt. Rannsóknir hafa sýnt að tómstundir eru góð forvörn gegn hverskonar vímuefnanotkun. Þróunin á Íslandi er góð og hlutfall unglinga sem hafa prufað vímuefni lækkar með hverju árinu. Á síðustu árum hefur tómstundastarf orðið faglegra og einnig fjölbreytilegra. Þegar talað er um tómstundir hugsa margir aðeins um íþróttir, tónlistarnám og jafnvel skátana, en það er svo miklu meira í boði. Það eru tölvuleikjanámskeið, ýmsar jaðaríþróttir og fleira sem mikilvægt er að unglingurinn fái vitneskju um. Foreldrar og unglingar á höfuðborgarsvæðinu geta til dæmis farið inn á heimasíðu Reykjavíkurborgar og skoðað aðildarfélög frístundakortsins til þess að skoða fjölbreytileika tómstunda og einnig nýtt sér frístundakortið. Félagsmiðstöðvar vinna mjög faglegt starf þar sem hægt er að stunda marga mismunandi klúbba. Það virðist vera mikill misskilningur meðal eldri kynslóða hvað gert sé í félagsmiðstöðvum. Á síðustu árum hefur starfið breyst mikið, félagsmiðstöðin er ekki lengur bara staður til þess að koma og spila borðtennis og þythokkí. Unnið er í nefndum og klúbbum og unglingarnir kynnast því hvernig eigi að skipuleggja viðburði og fá ýmis tækifæri til þess að láta á hæfileika sína reyna. Mikilvægast er að muna að við erum öll félagsverur og á unglingsárunum er mikil þörf fyrir það að tilheyra hópi, svo það er eðlilegt að unglingurinn nýti sinn tíma með vinum, hvað er þá betra en að vita af þeim í félagsmiðstöðinni eða annarri tómstundaiðju? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Unglingsaldurinn getur verið erfiður fyrir marga. Þetta er tímabil þar sem unglingurinn mátar sig í hin ýmsu hlutverk og fullmótar sjálfsmynd sína. Það er því viðbúið að hann detti út úr þeim tómstundum sem hann stundar og prófar sig áfram í öðru. Á þessu tímabili fær hann einnig meiri völd yfir því hvernig, eða yfir höfuð hvort hann taki þátt í tómstundastarfi. Þetta getur verið erfitt tímabil fyrir marga unglinga. Sumir eru stanslaust að máta sig í hin ýmsu hlutverk en finna sig hvergi. Það er enginn sem getur gert það fyrir þau, en hægt er að aðstoða þau í leit sinni. Foreldrar og aðstandendur verða þó að gera sér grein fyrir því að þetta er partur af unglingsárunum og ekki að því hlaupið að þau nái að fullmóta sjálfsmynd sína á svip stundu. Það er mikilvægt að unglingurinn fái leiðandi skilaboð. Þau vilja ekki láta skipa sér fyrir, en með því að leyfa þeim að skoða hvað er í boði og velja upp á eigin spítur aukast líkurnar á því að þau haldi áfram að nota frítíma sinn á jákvæðan hátt. Rannsóknir hafa sýnt að tómstundir eru góð forvörn gegn hverskonar vímuefnanotkun. Þróunin á Íslandi er góð og hlutfall unglinga sem hafa prufað vímuefni lækkar með hverju árinu. Á síðustu árum hefur tómstundastarf orðið faglegra og einnig fjölbreytilegra. Þegar talað er um tómstundir hugsa margir aðeins um íþróttir, tónlistarnám og jafnvel skátana, en það er svo miklu meira í boði. Það eru tölvuleikjanámskeið, ýmsar jaðaríþróttir og fleira sem mikilvægt er að unglingurinn fái vitneskju um. Foreldrar og unglingar á höfuðborgarsvæðinu geta til dæmis farið inn á heimasíðu Reykjavíkurborgar og skoðað aðildarfélög frístundakortsins til þess að skoða fjölbreytileika tómstunda og einnig nýtt sér frístundakortið. Félagsmiðstöðvar vinna mjög faglegt starf þar sem hægt er að stunda marga mismunandi klúbba. Það virðist vera mikill misskilningur meðal eldri kynslóða hvað gert sé í félagsmiðstöðvum. Á síðustu árum hefur starfið breyst mikið, félagsmiðstöðin er ekki lengur bara staður til þess að koma og spila borðtennis og þythokkí. Unnið er í nefndum og klúbbum og unglingarnir kynnast því hvernig eigi að skipuleggja viðburði og fá ýmis tækifæri til þess að láta á hæfileika sína reyna. Mikilvægast er að muna að við erum öll félagsverur og á unglingsárunum er mikil þörf fyrir það að tilheyra hópi, svo það er eðlilegt að unglingurinn nýti sinn tíma með vinum, hvað er þá betra en að vita af þeim í félagsmiðstöðinni eða annarri tómstundaiðju?
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun