Lífið

Krakkar frá Norðausturlandi keppa á Tónkvíslinni

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá keppninni í fyrra.
Frá keppninni í fyrra.
Tónkvíslin, söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum, fer fram annað kvöld í íþróttahúsinu á Laugum. Þetta er í tíunda skipti sem hún fer fram. Það eru ekki aðeins nemendur framhaldsskólans sem koma fram heldur er nemendum grunnskóla á norðausturhluta landsins einnig boðið að taka þátt. Krakkar allt frá Þingeyjasveit til Vopnafjarðar koma og syngja fyrir framan rúmlega 600 manns. Í ár stendur til að senda beint út frá keppninni á sjónvarpsstöðinni Bravó.

Tómas Guðjónsson meðlimur framkvæmdastjórnar Tónkvíslar.mynd/tómas guðjónsson
„Allt í allt eru þetta átján atriði, níu úr framhaldsskólanum og níu úr grunnskólunum,“ segir Tómas Guðjónsson, meðlimur framkvæmdastjórnar keppninnar. Hann bendir á að keppnin er alfarið skipulögð og undirbúin af nemendum skólans sem sé heilmikið fyrirtæki. 

„Á undanförnum árum hefur hún stækkað mikið. Fyrir tveimur árum fengum við betri myndavélar og vinnslu á upptökunum og í fyrra stækkuðu ljósin og kerfið allt saman.“

Kostnaður við keppnina hleypur á mörgum milljónum en fyrirtæki hafa verið dugleg við að koma til móts við nemendur. Skólinn sjálfur kemur ekkert að nema að gefa nemendum undanþágur frá mætingu og veita þeim einingar í samræmi við vinnuna. 

Líkt og áður hefur verið sagt verður sýnt frá keppninni í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Bravó. Tíu upptökuvélar verða á svæðinu og ljós og hljóð verður eins og best verður á kosið. Hægt er að sjá stutta stiklu fyrir keppnina í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.