Tiger ekki verið í verri stöðu í 18 ár en samt tekjuhæstur Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. febrúar 2015 10:15 Tiger Woods virðist ekki líklegur til að vinna mót þessa dagana. vísir/getty Tiger Woods er í 62. sæti á heimslistanum í golfi en nýr listi var birtur í gær. Hann hefur ekki verið neðar á listanum síðan 1996 eða í heil 18 ár. Tiger, sem átti frábært ár 2013 og var kjörinn PGA-kylfingur ársins, var ömurlegur í fyrra og vann ekki eitt einasta mót. Hann hefur glímt við erfið meiðsli að undanförnu og hætti keppni eftir ellefu holur á Farmers-meistaramótinu sem fram fór um helgina. Þá lék hann sinn versta hring á ferlinum á öðru móti í Phoenix fyrir tveimur vikum þegar hann spilaði 18 holur á 82 höggum eða ellefu höggum yfir pari. Fari svo að Tiger verði ekki búinn að rífa sig upp á meðal 50 efstu fyrir byrjun mars verður hann ekki með á WGC-heimsmótinu sem fram fer á Trump National-vellinum í Flórída 5.-8. þess mánaðar. Tiger hefur unnið það mót sjö sinnum en þar spila aðeins 50 efstu menn heimslistans. Sigurvegarinn á mótinu fær ríflega eina og hálfa milljón dala í sinn hlut. Rory McIlroy er efstur á heimslistanum sem fyrr og Henrik Stenson í öðru sæti, en Bandaríkjamaðurinn Bubba Watson er þriðji. Fjórir Bandaríkjamenn eru á meðal tíu efstu. Þrátt fyrir skelfilegt gengi á golfvellinum að undanförnu ern Tiger engu að síður tekjuhæsti kylfingurinn tólfta árið í röð. Hann rakaði inn 55 milljónum dala á síðasta ári eða 7,2 miljörðum króna. Nær allar tekjurnar eða 99 prósent koma í gegnum styrktarsamninga. Þrátt fyrir að vera efstur tólfta árið í röð hafa tekjur hans aldrei verið lægri. Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Tiger Woods er í 62. sæti á heimslistanum í golfi en nýr listi var birtur í gær. Hann hefur ekki verið neðar á listanum síðan 1996 eða í heil 18 ár. Tiger, sem átti frábært ár 2013 og var kjörinn PGA-kylfingur ársins, var ömurlegur í fyrra og vann ekki eitt einasta mót. Hann hefur glímt við erfið meiðsli að undanförnu og hætti keppni eftir ellefu holur á Farmers-meistaramótinu sem fram fór um helgina. Þá lék hann sinn versta hring á ferlinum á öðru móti í Phoenix fyrir tveimur vikum þegar hann spilaði 18 holur á 82 höggum eða ellefu höggum yfir pari. Fari svo að Tiger verði ekki búinn að rífa sig upp á meðal 50 efstu fyrir byrjun mars verður hann ekki með á WGC-heimsmótinu sem fram fer á Trump National-vellinum í Flórída 5.-8. þess mánaðar. Tiger hefur unnið það mót sjö sinnum en þar spila aðeins 50 efstu menn heimslistans. Sigurvegarinn á mótinu fær ríflega eina og hálfa milljón dala í sinn hlut. Rory McIlroy er efstur á heimslistanum sem fyrr og Henrik Stenson í öðru sæti, en Bandaríkjamaðurinn Bubba Watson er þriðji. Fjórir Bandaríkjamenn eru á meðal tíu efstu. Þrátt fyrir skelfilegt gengi á golfvellinum að undanförnu ern Tiger engu að síður tekjuhæsti kylfingurinn tólfta árið í röð. Hann rakaði inn 55 milljónum dala á síðasta ári eða 7,2 miljörðum króna. Nær allar tekjurnar eða 99 prósent koma í gegnum styrktarsamninga. Þrátt fyrir að vera efstur tólfta árið í röð hafa tekjur hans aldrei verið lægri.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti