Viðskipti innlent

Markaðurinn í dag: Dollarinn setur strik í reikningana

Þrjú af stærstu félögunum í Kauphöll Íslands hafa birt ársreikninga. Öll eru félögin vaxandi. Stjórnendur eru ánægðir og horfa björtum augum á árið framundan, þótt styrking dollara geti haft neikvæð áhrif á reksturinn. Ítarlega umfjöllun um uppgjörin er að finna í Markaðnum í dag.

Danskur athafnamaður vill fá aðstoð Íslendinga svo íbúar í Níkaragva geti nýtt jarðvarma í meira mæli. Hann telur raunhæft að gera baðlón fyrir ferðamenn með Bláa lónið að fyrirmynd.

Reisa á spennistöð í Vestmanneyjum svo hægt sé að auka raforkuflutning til eyjarinnar. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir raforkuverð svo hátt að ekki borgi sig að hætta olíubrennslu.

Og sjónvarpskonurnar Hödd Vilhjálmsdóttir og Hugrún Halldórsdóttir hafa samið um að fá starfsaðstöðu hjá Íslenska sjávarklasanum. Þær opnuðu á dögunum almannatengslafyrirtækið Kvis.

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, skrifar um rekstur bankans. Auður Jóhannesdóttir er í Hinni hliðinni og Stjórnarmaðurinn og Skjóðan eru á sínum stað.

Allt þetta og meira til í Markaðnum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×