Viðskipti innlent

Framleiða glútenlausar vörur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vörurnar fóru í sölu á föstudaginn síðastliðnum en  brauðin fast í Krónunni, Hagkaup, Fjarðarkaup og Víði.
Vörurnar fóru í sölu á föstudaginn síðastliðnum en brauðin fast í Krónunni, Hagkaup, Fjarðarkaup og Víði. mynd/aðsend
Gæða- og Ömmubakstur hafa undanfarið unnið hörðum höndum að því að sérútbúa nýtt glútenlaust bakarí í sérútbúnu húsnæði undir glútenlausa framleiðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Í tilkynningunni segir að um sé að ræða fyrsta íslenska bakaríið sem uppfyllir allar kröfur um glútenlausa framleiðslu.

Eldfell (glútenlaust samlokubrauð) og Snæfell (Glútenlaust rúgbrauð) eru fyrstu brauðin í þessari nýju línu. Varan er unnin og þróuð í samstarfi við Seliak og glútenóþolssamtökin á Íslandi.

„Stjórn samtakana voru gríðarlega stór partur af því að þessi vara er nú til. Okkar næsta skref er að fá glúten fría vottun á vörurnar, en það er talsvert ferli sem þarf að ganga í gegnum til að fá slíka vottun. Í stað þess að bíða ákváðum við að fara af stað með vöruna,“ segir Viktor Sigurjónsson, markaðsstjóri fyrirtækisins.

„Innan skamms munum við einnig framleiða Muffins, Brownies, Kökubotna,Baguette og margt fleira. Enda margir möguleikar í boði nú þegar aðstaðan er orðin glútenlaus.“

Vörurnar fóru í sölu á föstudaginn síðastliðnum en  brauðin fast í Krónunni, Hagkaup, Fjarðarkaup og Víði. Vörurnar eru útbúnar frá grunni í glútenlausri framleiðslu nokkrum sinnum í viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×