1.090 hestafla rafmagnsbíll með 800 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 11. febrúar 2015 15:23 Quant F er sportlegur ofurrafbíll. Á bílasýningunni í Genf á síðasta ári sýndi Quant rafmagnsbílasmiðurinn Quant e-Sportlimousine bíl með 600 kílómetra drægni og 912 hestafla rafmótora. Nú ætlar Quant aftur að mæta til Genf og sýna uppfærða útgáfu þessa bíls, sem fengið hefur nafnið Quant F. Hann er nú orðinn heil 1.090 hestöfl og aka má bílnum 800 kílómetra á milli hleðsla á rafhlöðum hans. Bíllinn hefur ekki tekið miklum útlitsbreytingum og erfitt að greina þær í fyrstu. Quant F er nú kominn með yfirbyggingu úr koltrefjum og mjög margt hefur breyst í bílnum til að létta hann og gera hann að betri akstursbíl. Quant F er með rafmótora við öll hjól og því fjórhjóladrifinn. Quant fyrirtækið er frá Liechtenstein og það áformar að setja þennan bíl á markað þegar hann hefur fengið framleiðsluleyfi og komist í gegnum tilhlíðlegar öryggisprófanir sem brátt munu fara fram í Þýskalandi og í Bandaríkjunum. Þessi bíll mun vafalaust vekja mikla athygli í Genf í næsta mánuði. Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent
Á bílasýningunni í Genf á síðasta ári sýndi Quant rafmagnsbílasmiðurinn Quant e-Sportlimousine bíl með 600 kílómetra drægni og 912 hestafla rafmótora. Nú ætlar Quant aftur að mæta til Genf og sýna uppfærða útgáfu þessa bíls, sem fengið hefur nafnið Quant F. Hann er nú orðinn heil 1.090 hestöfl og aka má bílnum 800 kílómetra á milli hleðsla á rafhlöðum hans. Bíllinn hefur ekki tekið miklum útlitsbreytingum og erfitt að greina þær í fyrstu. Quant F er nú kominn með yfirbyggingu úr koltrefjum og mjög margt hefur breyst í bílnum til að létta hann og gera hann að betri akstursbíl. Quant F er með rafmótora við öll hjól og því fjórhjóladrifinn. Quant fyrirtækið er frá Liechtenstein og það áformar að setja þennan bíl á markað þegar hann hefur fengið framleiðsluleyfi og komist í gegnum tilhlíðlegar öryggisprófanir sem brátt munu fara fram í Þýskalandi og í Bandaríkjunum. Þessi bíll mun vafalaust vekja mikla athygli í Genf í næsta mánuði.
Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent