Dómsdagur í Al-Thani málinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2015 10:41 Frá vinstri: Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson sem var annar stærsti hluthafi bankans í gegnum eignarhaldsfélög sín. Ólafur og Al-Thani voru kunningjar, m.a í gegnum sameiginleg áhugamál sín, hestamennsku, en Al-Thani á stóran hestabúgarð í Katar. Vísir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi stjórnendur og eigendur Kaupþings, mæta örlögum sínum í Hæstarétti í dag þegar dómur verður kveðinn upp í Al-Thani málinu. Fjórmenningarnir voru allir dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi í héraði í desember 2013. Eru dómarnir yfir Hreiðari og Sigurði þeir þyngstu sem fallið hafa í efnahagsbrotamáli hér á landi; Hreiðar var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi og Sigurður í fimm ára fangelsi. Fjórmenningarnir fóru allir fram á frávísun málsins en til vara kröfðust þeir ómerkingar á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fara þeir allir fram á að málskostnaður falli á ríkissjóð. Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Var mál sérstaks saksóknara meðal annars byggt á því að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða til að halda uppi hlutabréfaverði í Kaupþingi og búa til falska eftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum. Sömuleiðis að Al-Thani fékk lán frá Kaupþingi til kaupa á bréfunum. Dómarnir yfir fjórmenningunum Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi en til kemur gæsluvarðhald sem hann sitja á rannsóknarstigi. Dómurinn er óskilorðsbundinn. Hreiðar Már þurfti jafnframt að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, alls 33,4 milljónir króna. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var dæmdur í fimm ára fangelsi, óskilorðsbundið. Hann þurfti jafnframt að greiða málsvarnarlaun verjenda, Gesti Jónssyni, sem sagði sig frá málinu sl. vor 10,8 milljónir króna og Ólafi Eiríkssyni 3,5 milljónir króna. Ólafur Ólafsson fjárfestir hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm óskilorðsbundinn. Þá þurfti hann að greiða málsvarnarlaun verjanda síns Þórólfs Jónssonar, 14,8 milljónir króna og verjanda sem sagði sig frá málinu, Ragnari Hall 5,8 milljónir. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg var dæmdur í þriggja ára fangelsi óskilorðsbundið.Eiga sér engar málsbætur Í rökstuðningi héraðsdóms varðandi ákvörðun refsingar segir: „Við ákvörðun refsingar er til þess að líta að ákærðu, Hreiðar Már og Sigurður, voru á þeim tíma er brotin voru framin æðstu stjórnendur stærsta viðskiptabanka á Íslandi. Ákærði, Magnús, var framkvæmdastjóri viðskiptabanka í samstæðu Kaupþings banka hf. og ákærði, Ólafur, einn stærsti einstaki hluthafi í bankanum í gegnum félög sín. Hin refsiverðu viðskipti ákærðu vörðuðu verulegum fjárhæðum. Eiga brotin sér ekki hliðstæðu í íslenskri réttarframkvæmd. Þá er við ákvörðun refsingar litið til þess að verulegt fjárhagslegt tjón hlaust af brotum ákærðu, sem fullframin voru á tímabilinu 18. til 23. september 2008. Eiga ákærðu sér engar málsbætur.“ Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: Segir ákæruvaldið hafa viðhaldið tortryggni varðandi viðskiptin Málflutningur í Al-Thani málinu í Hæstarétti heldur áfram í dag. 27. janúar 2015 10:14 Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21 Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15 Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi stjórnendur og eigendur Kaupþings, mæta örlögum sínum í Hæstarétti í dag þegar dómur verður kveðinn upp í Al-Thani málinu. Fjórmenningarnir voru allir dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi í héraði í desember 2013. Eru dómarnir yfir Hreiðari og Sigurði þeir þyngstu sem fallið hafa í efnahagsbrotamáli hér á landi; Hreiðar var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi og Sigurður í fimm ára fangelsi. Fjórmenningarnir fóru allir fram á frávísun málsins en til vara kröfðust þeir ómerkingar á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fara þeir allir fram á að málskostnaður falli á ríkissjóð. Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Var mál sérstaks saksóknara meðal annars byggt á því að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða til að halda uppi hlutabréfaverði í Kaupþingi og búa til falska eftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum. Sömuleiðis að Al-Thani fékk lán frá Kaupþingi til kaupa á bréfunum. Dómarnir yfir fjórmenningunum Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi en til kemur gæsluvarðhald sem hann sitja á rannsóknarstigi. Dómurinn er óskilorðsbundinn. Hreiðar Már þurfti jafnframt að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, alls 33,4 milljónir króna. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var dæmdur í fimm ára fangelsi, óskilorðsbundið. Hann þurfti jafnframt að greiða málsvarnarlaun verjenda, Gesti Jónssyni, sem sagði sig frá málinu sl. vor 10,8 milljónir króna og Ólafi Eiríkssyni 3,5 milljónir króna. Ólafur Ólafsson fjárfestir hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm óskilorðsbundinn. Þá þurfti hann að greiða málsvarnarlaun verjanda síns Þórólfs Jónssonar, 14,8 milljónir króna og verjanda sem sagði sig frá málinu, Ragnari Hall 5,8 milljónir. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg var dæmdur í þriggja ára fangelsi óskilorðsbundið.Eiga sér engar málsbætur Í rökstuðningi héraðsdóms varðandi ákvörðun refsingar segir: „Við ákvörðun refsingar er til þess að líta að ákærðu, Hreiðar Már og Sigurður, voru á þeim tíma er brotin voru framin æðstu stjórnendur stærsta viðskiptabanka á Íslandi. Ákærði, Magnús, var framkvæmdastjóri viðskiptabanka í samstæðu Kaupþings banka hf. og ákærði, Ólafur, einn stærsti einstaki hluthafi í bankanum í gegnum félög sín. Hin refsiverðu viðskipti ákærðu vörðuðu verulegum fjárhæðum. Eiga brotin sér ekki hliðstæðu í íslenskri réttarframkvæmd. Þá er við ákvörðun refsingar litið til þess að verulegt fjárhagslegt tjón hlaust af brotum ákærðu, sem fullframin voru á tímabilinu 18. til 23. september 2008. Eiga ákærðu sér engar málsbætur.“
Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: Segir ákæruvaldið hafa viðhaldið tortryggni varðandi viðskiptin Málflutningur í Al-Thani málinu í Hæstarétti heldur áfram í dag. 27. janúar 2015 10:14 Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21 Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15 Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Al-Thani málið í Hæstarétti: Segir ákæruvaldið hafa viðhaldið tortryggni varðandi viðskiptin Málflutningur í Al-Thani málinu í Hæstarétti heldur áfram í dag. 27. janúar 2015 10:14
Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21
Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15