Kia Trailster orkubúnt Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2015 09:15 Kia mun kynna nýjan hugmyndabíl sinn, Trailster á bílasýningunni í Chicago sem hefst nú um helgina. Bíllinn er í raun upphækkaður Kia Soul með ríflega 6 sentimetra undir lægsta punkt, varnarhlífar að framan og aftan og mun öflugri vél en sést hefur í Soul fram að þessu. Bíllinn er 220 hestöfl og 185 þeirra koma frá 2,0 lítra bensínvél sem knýr framhjólin, en restin kemur frá rafmótorum sem knýja afturhjólin. Með rafmótorunum eingöngu má aka þessum bíl fyrstu 3-5 kílómetrana. Kia segir að þessi drifrás tryggi 25-30% lægri eyðslu en í Kia Soul með 2,0 lítra vélinni í dag. Þak bílsins er úr dúk sem taka má niður ef veður leyfir og því er þessi bíll heppilegur til útivistar þegar sól skín í heiði. Kia segir að þessi drifrás geti einnig sést í hefðbundnum Kia Soul í framhaldinu. Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent
Kia mun kynna nýjan hugmyndabíl sinn, Trailster á bílasýningunni í Chicago sem hefst nú um helgina. Bíllinn er í raun upphækkaður Kia Soul með ríflega 6 sentimetra undir lægsta punkt, varnarhlífar að framan og aftan og mun öflugri vél en sést hefur í Soul fram að þessu. Bíllinn er 220 hestöfl og 185 þeirra koma frá 2,0 lítra bensínvél sem knýr framhjólin, en restin kemur frá rafmótorum sem knýja afturhjólin. Með rafmótorunum eingöngu má aka þessum bíl fyrstu 3-5 kílómetrana. Kia segir að þessi drifrás tryggi 25-30% lægri eyðslu en í Kia Soul með 2,0 lítra vélinni í dag. Þak bílsins er úr dúk sem taka má niður ef veður leyfir og því er þessi bíll heppilegur til útivistar þegar sól skín í heiði. Kia segir að þessi drifrás geti einnig sést í hefðbundnum Kia Soul í framhaldinu.
Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent