Leikið um veldisstólinn Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. febrúar 2015 10:39 Tyrion Lannister fer mikinn í Game of Thrones. VÍSIR/TELLTALE Leikjaframleiðandinn Telltale hefur vakið verðskuldaða athygli á síðustu misserum. Framleiðandinn hefur lagt línurnar fyrir tiltölulega nýja tegund styttri leikja sem gefnir eru út með nokkurra vikna millibili. Telltale ákvað að þróa nýja seríu byggða á söguheimi Game of Thrones. Eins og við var að búast er afraksturinn nokkuð merkilegur. Telltale kann að matreiða spennandi leiki þar sem hasarinn felst í ákvörðunum og samtölum spilarans við sögupersónurnar. Þetta er skáldsaga, dulbúin sem tölvuleikur. Í fyrstu tveimur köflunum í Game of Thrones leikjaröðinni er ættbálkur Forrester, drottnara Ironwood, til umfjöllunar. Rétt eins og skáldsögurnar og sjónvarpsþættirnir eru leikirnir með eindæmum blóðugur, en jafnframt vel skrifaðir og áhugaverðir. Grafíkin er ekki upp á marga fiska en það skiptir í raun ekki máli, sagan sjálf er stjarnan. Game of Thrones eftir Telltale er eitthvað sem allir aðdáendur GOT ættu að spila.Leikurinn er fáanlegur í gegnum leikjaverslun PS4 og XBOX One. Game of Thrones Leikjavísir Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Leikjaframleiðandinn Telltale hefur vakið verðskuldaða athygli á síðustu misserum. Framleiðandinn hefur lagt línurnar fyrir tiltölulega nýja tegund styttri leikja sem gefnir eru út með nokkurra vikna millibili. Telltale ákvað að þróa nýja seríu byggða á söguheimi Game of Thrones. Eins og við var að búast er afraksturinn nokkuð merkilegur. Telltale kann að matreiða spennandi leiki þar sem hasarinn felst í ákvörðunum og samtölum spilarans við sögupersónurnar. Þetta er skáldsaga, dulbúin sem tölvuleikur. Í fyrstu tveimur köflunum í Game of Thrones leikjaröðinni er ættbálkur Forrester, drottnara Ironwood, til umfjöllunar. Rétt eins og skáldsögurnar og sjónvarpsþættirnir eru leikirnir með eindæmum blóðugur, en jafnframt vel skrifaðir og áhugaverðir. Grafíkin er ekki upp á marga fiska en það skiptir í raun ekki máli, sagan sjálf er stjarnan. Game of Thrones eftir Telltale er eitthvað sem allir aðdáendur GOT ættu að spila.Leikurinn er fáanlegur í gegnum leikjaverslun PS4 og XBOX One.
Game of Thrones Leikjavísir Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira