Skoðun

Fátækt

Halldóra Ríkharðsdóttir skrifar
Háttvirta ríkisstjórn og allir þingmenn nú þegar þið vitið stöðu fátæks fólks hvað ætlið þið að gera ?

Er harðneskjan í hjörtu ykkar það mikil að hróp fólksins heyrist ekki ? Og hvernig fer það með börnin ?

Þau vita að þeim sé mismunað mikið sum fá góðan mat og falleg föt en stór hópur fær það ekki og jafnvel reynir að afsaka eða ljúga um aðstöðu sína. Svo er það einstæða foreldrið sem t.d er með 3 börn og eitt af þeim langveikt.

Erfitt er að fá pössun fyrir svo veikan einstakling og skólakerfið bregst alveg, úrræðaleysið er algjört. Og þá er ég að tala um brot á barnið sem á rétt á kennslu við hæfi. Eftir tíunda bekk varð hrun á þessari litlu fjölskyldu.

Foreldrið orðið fjársjúkt og missir vinnu og í kjölfarið íbúðina og þá kom annað hrun sem mjög erfitt er að standa upp úr.

Fjölskyldan tvístruð og skömmin hjá foreldrunum sárari en orð fá lýst.

Komið þetta lamandi þunglyndi sem dregur fólk lengra og lengra niður.

Ef þið haldið að þessi saga er einsdæmi þá er það rangt.

Börn skilja ekki þegar foreldrar þurfa að tvístra upp heimili v/fjárhagsskort. 

Börnin verða hrædd og reið og en reiðari þegar þetta verður viðvarandi og þau horfa upp á misskiptinguna í þjóðfélaginu. Eins og allir vita þá er hættulegt að ala upp reiðan ungling. 

Breytum þessu , færum börnum betri lif og þá breytist margt hjá okkur öllum. 

Breytum því að börn þurfi að horfa á angist foreldra og grát þeirra á nætur. 

Ölum frekar börnin upp við vinnusemi virðingu og heiðarlega.

En þá fyrst verið þið háttvirta ríkisstjórn verðið þið að sýna virðingu og heiðarleika

Og að þið sýnið aðgát í fjármálum.

Ef við leggjumst á eitt þá getum við allt.

Ég skora á ykkur að svara þessu bréfi




Skoðun

Sjá meira


×