Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 31-28 | Valsmenn endurheimtu toppsætið Ingvi Þór Sæmundsson í Vodafone-höllinni skrifar 16. febrúar 2015 15:39 Ómar Ingi Magnússon. Vísir/Ernir Valur endurheimti toppsæti Olís-deildar karla með þriggja marka sigri, 31-28, á FH í Vodafone-höllinni í kvöld. Valsmenn eru nú með tveggja stiga forystu á Aftureldingu sem bar sigurorð af Akureyri í gær. FH var sterkari aðilinn framan af leik en Valsmenn tryggðu sér sigurinn með ótrúlegum 10 mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem þeir skoruðu áttu mörk gegn engu. FH-ingar byrjuðu leikinn betur gegn daufum Völsurum sem lék án Guðmundar Hólmars Helgasonar og Elvars Friðrikssonar sem meiddust í sigrinum á FH síðasta fimmtudag. Gestirnir úr Hafnarfirði spiluðu ágæta vörn og voru duglegir að keyra fram þegar þeir unnu boltann en FH-ingar skoruðu alls fimm mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. FH-ingar komust mest fjórum mörkum yfir, 4-8, en þá var Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, nóg boðið. Hann tók leikhlé og eftir það rönkuðu Valsmenn við sér. Þeir minnkuðu muninn jafnt og þétt og þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan 14-15, FH í vil. Valsmenn náðu að loks jafna metin í byrjun seinni hálfleiks, 16-16, en FH-ingar létu ekki slá sig út af laginu. Það rann æði á Ásbjörn Friðriksson - sem hafði sig lítt í frammi í fyrri hálfleik, allavega hvað markaskorun varðar - en hann skoraði fjögur mörk á fyrstu 10 mínútum seinni hálfleiks. Þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum kom Ásbjörn FH fjórum mörkum yfir, 18-22, og útlitið var gott fyrir Hafnfirðinga. En þá snerist leikurinn algjörlega á haus. Heimamenn lokuðu vörninni og Stephen Nielsen, sem hafði ekki varið skot í fyrri hálfleik, varði allt það sem kom á markið. Í sókninni fór Alexander Örn Júlíusson mikinn í fjarveru Guðmundar og Elvars en hann skoraði 10 mörk í kvöld og átti auk þess góðar sendingar á Kára Kristjánsson sem skilaði átta mörkum af línunni. Á tíu mínútna kafla skoruðu Valsmenn átta mörk gegn engu FH-inga og náðu fjögurra marka forystu, 26-22. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu á síðustu 10 mínútum leiksins, og náðu tvívegis að minnka muninn í eitt mark, en Valsmenn héldu út og unnu að lokum þriggja marka sigur, 31-28. Alexander og Kári stóðu upp úr í liði Vals, eins og áður sagði, og þá varði Stephen níu skot í seinni hálfleik sem reyndust afar dýrmæt þegar uppi var staðið. Magnús Óli Magnússon átti stórleik í liði FH og skoraði 11 mörk, eins og leiknum gegn Val á fimmtudaginn. Líkt og þá dugðu mörkin 11 þó skammt. Benedikt Reynir Kristinsson og Ásbjörn Friðriksson skoruðu báðir fimm mörk fyrir Hafnfirðinga.Alexander: Gott tækifæri fyrir mig Alexander Örn Júlíusson átti frábæran leik þegar Valur vann þriggja marka sigur á FH í kvöld. Alexander skoraði 10 mörk og átti auk þess nokkrar línusendingar sem skiluðu mörkum. Hann var að vonum sáttur eftir leikinn. "Það var virkilega sterkt að ná að snúa þessu í sigur eftir að hafa verið undir lengst af," sagði Alexander en FH-ingar leiddu mest allan leikinn eða allt þar til Valsmenn náðu mögnuðum 8-0 kafla um miðjan seinni hálfleik. "Við náðum þessum 10% sem vantaði upp á. Við vorum þéttari varnarlega og héldum áfram að spila okkar leik sóknarlega og síðan datt markvarslan inn," sagði Alexander en fann hann fyrir aukinni pressu að standa sig í ljósi þess að Guðmundur Hólmar Helgason og Elvar Friðriksson voru báðir frá vegna meiðsla í kvöld? "Já, það má kannski segja að það hafi verið meiri pressa á mér að standa mig. Tveir sterkir leikmenn duttu út en við náðum að fylla þeirra skörð. "Þetta var gott tækifæri fyrir mig til að sýna mig og sanna. Ég nýtti það ágætlega í kvöld." Valsmenn endurheimtu toppsætið Olís-deildarinnar með sigrinum í kvöld. Alexander segir Valsmenn ekki ætla gefa það eftir. "Við stefnum á að vera þar sem allra lengst," sagði 10-marka maðurinn að lokum.Halldór: Vorum mjög góðir í 50 mínútur Halldór Sigfússon, þjálfari FH, sagði slæman 10 mínútna kafla um miðbik seinni hálfleiks hafa orðið Hafnfirðingum að falli þegar liðið tapaði fyrir Val í Vodafone-höllinni í kvöld. "Ég er virkilega svekktur en mér fannst við vera mjög góðir í 50 mínútur. "Það kemur 10 mínútna kafli þar sem við erum mjög slakir og þeir komast inn í leikinn. Svo vorum við ekki nógu klókir undir lokin," sagði Halldór sem var ánægður með frammistöðuna lengst af. "Eftir allt sem við lögðum í leikinn er þetta virkilega fúlt en þetta var klárlega okkar besti leikur eftir áramót. "Þótt við höfum tapað þessum leik verðum við að horfa á þetta björtum augum líka," sagði Halldór, en hvað var það sem fór úrskeiðis á þessum örlagaríka kafla um miðjan seinni hálfleik. "Við fengum tvær mínútur á okkur, Stephen (Nielsen) fór að verja í Valsmarkinu og við tókum ótímabær skot í sókninni. "Þetta gerðist mjög hratt og það fór einhvern veginn allt úrskeiðis. Við spiluðum leikinn frá okkur á þessum kafla sem var sárt á að horfa," sagði Halldór að endingu. Olís-deild karla Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Valur endurheimti toppsæti Olís-deildar karla með þriggja marka sigri, 31-28, á FH í Vodafone-höllinni í kvöld. Valsmenn eru nú með tveggja stiga forystu á Aftureldingu sem bar sigurorð af Akureyri í gær. FH var sterkari aðilinn framan af leik en Valsmenn tryggðu sér sigurinn með ótrúlegum 10 mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem þeir skoruðu áttu mörk gegn engu. FH-ingar byrjuðu leikinn betur gegn daufum Völsurum sem lék án Guðmundar Hólmars Helgasonar og Elvars Friðrikssonar sem meiddust í sigrinum á FH síðasta fimmtudag. Gestirnir úr Hafnarfirði spiluðu ágæta vörn og voru duglegir að keyra fram þegar þeir unnu boltann en FH-ingar skoruðu alls fimm mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. FH-ingar komust mest fjórum mörkum yfir, 4-8, en þá var Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, nóg boðið. Hann tók leikhlé og eftir það rönkuðu Valsmenn við sér. Þeir minnkuðu muninn jafnt og þétt og þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan 14-15, FH í vil. Valsmenn náðu að loks jafna metin í byrjun seinni hálfleiks, 16-16, en FH-ingar létu ekki slá sig út af laginu. Það rann æði á Ásbjörn Friðriksson - sem hafði sig lítt í frammi í fyrri hálfleik, allavega hvað markaskorun varðar - en hann skoraði fjögur mörk á fyrstu 10 mínútum seinni hálfleiks. Þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum kom Ásbjörn FH fjórum mörkum yfir, 18-22, og útlitið var gott fyrir Hafnfirðinga. En þá snerist leikurinn algjörlega á haus. Heimamenn lokuðu vörninni og Stephen Nielsen, sem hafði ekki varið skot í fyrri hálfleik, varði allt það sem kom á markið. Í sókninni fór Alexander Örn Júlíusson mikinn í fjarveru Guðmundar og Elvars en hann skoraði 10 mörk í kvöld og átti auk þess góðar sendingar á Kára Kristjánsson sem skilaði átta mörkum af línunni. Á tíu mínútna kafla skoruðu Valsmenn átta mörk gegn engu FH-inga og náðu fjögurra marka forystu, 26-22. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu á síðustu 10 mínútum leiksins, og náðu tvívegis að minnka muninn í eitt mark, en Valsmenn héldu út og unnu að lokum þriggja marka sigur, 31-28. Alexander og Kári stóðu upp úr í liði Vals, eins og áður sagði, og þá varði Stephen níu skot í seinni hálfleik sem reyndust afar dýrmæt þegar uppi var staðið. Magnús Óli Magnússon átti stórleik í liði FH og skoraði 11 mörk, eins og leiknum gegn Val á fimmtudaginn. Líkt og þá dugðu mörkin 11 þó skammt. Benedikt Reynir Kristinsson og Ásbjörn Friðriksson skoruðu báðir fimm mörk fyrir Hafnfirðinga.Alexander: Gott tækifæri fyrir mig Alexander Örn Júlíusson átti frábæran leik þegar Valur vann þriggja marka sigur á FH í kvöld. Alexander skoraði 10 mörk og átti auk þess nokkrar línusendingar sem skiluðu mörkum. Hann var að vonum sáttur eftir leikinn. "Það var virkilega sterkt að ná að snúa þessu í sigur eftir að hafa verið undir lengst af," sagði Alexander en FH-ingar leiddu mest allan leikinn eða allt þar til Valsmenn náðu mögnuðum 8-0 kafla um miðjan seinni hálfleik. "Við náðum þessum 10% sem vantaði upp á. Við vorum þéttari varnarlega og héldum áfram að spila okkar leik sóknarlega og síðan datt markvarslan inn," sagði Alexander en fann hann fyrir aukinni pressu að standa sig í ljósi þess að Guðmundur Hólmar Helgason og Elvar Friðriksson voru báðir frá vegna meiðsla í kvöld? "Já, það má kannski segja að það hafi verið meiri pressa á mér að standa mig. Tveir sterkir leikmenn duttu út en við náðum að fylla þeirra skörð. "Þetta var gott tækifæri fyrir mig til að sýna mig og sanna. Ég nýtti það ágætlega í kvöld." Valsmenn endurheimtu toppsætið Olís-deildarinnar með sigrinum í kvöld. Alexander segir Valsmenn ekki ætla gefa það eftir. "Við stefnum á að vera þar sem allra lengst," sagði 10-marka maðurinn að lokum.Halldór: Vorum mjög góðir í 50 mínútur Halldór Sigfússon, þjálfari FH, sagði slæman 10 mínútna kafla um miðbik seinni hálfleiks hafa orðið Hafnfirðingum að falli þegar liðið tapaði fyrir Val í Vodafone-höllinni í kvöld. "Ég er virkilega svekktur en mér fannst við vera mjög góðir í 50 mínútur. "Það kemur 10 mínútna kafli þar sem við erum mjög slakir og þeir komast inn í leikinn. Svo vorum við ekki nógu klókir undir lokin," sagði Halldór sem var ánægður með frammistöðuna lengst af. "Eftir allt sem við lögðum í leikinn er þetta virkilega fúlt en þetta var klárlega okkar besti leikur eftir áramót. "Þótt við höfum tapað þessum leik verðum við að horfa á þetta björtum augum líka," sagði Halldór, en hvað var það sem fór úrskeiðis á þessum örlagaríka kafla um miðjan seinni hálfleik. "Við fengum tvær mínútur á okkur, Stephen (Nielsen) fór að verja í Valsmarkinu og við tókum ótímabær skot í sókninni. "Þetta gerðist mjög hratt og það fór einhvern veginn allt úrskeiðis. Við spiluðum leikinn frá okkur á þessum kafla sem var sárt á að horfa," sagði Halldór að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita