Pagani Huayra uppseldur Finnur Thorlacius skrifar 18. febrúar 2015 15:41 Pagani Huayra er sannkallað villidýr. Þeir sem voru að hugleiða að fá sér eitt stykki Pagani Huayra eru í vondum málum, þeir eru nefnilega uppseldir. Í ljósi þess að hvert eintak kostar 1,4 milljónir dollara, eða 185 milljónir króna, þá eru ef til vill fáir hérlendis að hugleiða kaup, en kaupendurnir eru vissulega til staðar. Allir þeir Pagani Huayra bílar sem Pagani ætlar að framleiða eru seldir. Pagani framleiðir ekki nema 40 stykki af þeim á ári. Pagani Huayra er með V12 vél sem er 700 hestöfl og hámarkshraði bílsins er 370 km/klst. Svo virðist sem Pagani ætli að hætta framleiðslu bílsins en á þó eftir að framleiða talsvert uppí pantanir. Pagani ætlar að sýna nýjan bíl á bílasýningunni í Genf og heyrst hefur að það gæti orðið blæjuúgáfa af Pagani Huayra en einnig gæti verið um glænýjan bíl að ræða. Þessi litla framleiðsla ofurbíla eins og Pagani Huayra er ekki einsdæmi en framleiðsluhraði Bugatti Veyron var ekki ósvipaður, eða um einn bíll á viku og Koenigsegg hefur aðeins framleitt 115 bíla frá stofnun. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent
Þeir sem voru að hugleiða að fá sér eitt stykki Pagani Huayra eru í vondum málum, þeir eru nefnilega uppseldir. Í ljósi þess að hvert eintak kostar 1,4 milljónir dollara, eða 185 milljónir króna, þá eru ef til vill fáir hérlendis að hugleiða kaup, en kaupendurnir eru vissulega til staðar. Allir þeir Pagani Huayra bílar sem Pagani ætlar að framleiða eru seldir. Pagani framleiðir ekki nema 40 stykki af þeim á ári. Pagani Huayra er með V12 vél sem er 700 hestöfl og hámarkshraði bílsins er 370 km/klst. Svo virðist sem Pagani ætli að hætta framleiðslu bílsins en á þó eftir að framleiða talsvert uppí pantanir. Pagani ætlar að sýna nýjan bíl á bílasýningunni í Genf og heyrst hefur að það gæti orðið blæjuúgáfa af Pagani Huayra en einnig gæti verið um glænýjan bíl að ræða. Þessi litla framleiðsla ofurbíla eins og Pagani Huayra er ekki einsdæmi en framleiðsluhraði Bugatti Veyron var ekki ósvipaður, eða um einn bíll á viku og Koenigsegg hefur aðeins framleitt 115 bíla frá stofnun.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent