Handbolti

Omeyer: Síðustu fjórir leikirnir voru þeir bestu hjá okkur

Arnar Björnsson í Katar skrifar
Thierry Omeyer varð í dag heimsmeistari í fjórða sinn. Hann var ekki í liðinu sem varð heimsmeistari í fyrsta sinn á Íslandi 1995 en var kominn í markið þegar Frakkar urðu meistarar á heimavelli árið 2001.

Omeyer er orðinn 38 ára og spilar með Paris SG. Hann segir að þetta hafi verið níundi stóri titilinn sem hann vinnur með landsliðinu á ferlinum. Hann stóð allan tímann í marki Frakkanna í úrslitaleiknum gegn Katar í dag.

„Það er frábært að endurheimta titilinn. Við erum ánægðir og glaðir að vinna titilinn því þetta var erfitt. Við byrjuðum ekki vel en fjórir síðustu leikirnir voru þeir bestu hjá okkur.“

Hvað ertu búinn að vinna marga titla með landsliðinu?

„Þetta var níundi titilinn minn og þetta er mjög góð tilfinning. Ég er mjög stoltur að vera hluti af þessu liði.

„Við erum með marga frábæra leikmenn í liðinu sem eru góðir strákar og það er alltaf mikið ævintýri að taka þátt í þessu og við elskum þetta,“ sagði Omeyer en nánar er rætt við hann í myndskeiðinu hér að ofan.


Tengdar fréttir

Syprzak: Gáfum allt í leikinn

Leikmenn og þjálfarar pólska landsliðsins voru hæstánægðir eftir leikinn um bronsið á HM í Katar.

Syprzak tryggði Pólverjum bronsið

Pólland tryggði sér bronsverðlaun á HM í Katar með eins marks sigri, 29-28, á Spáni í framlengdum leik um 3. sætið í Lusail í dag.

Omeyer valinn besti leikmaðurinn á HM

Thierry Omeyer, markvörður nýkrýndra heimsmeistara Frakka, var í kvöld valinn besti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í Katar en það var sérstök valnefnd á vegum IHF sem valdi liðið.

Strobel: Landslið Katars eins og félagslið

Þýski landsliðsmaðurinn Martin Strobel segir að lið Katars sé með sterkan leikmannahóp og hafi spilað betur með hverjum leiknum á HM í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×