Viðskipti innlent

Fjórðungs aukning í nýskráningum fólksbíla

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Alls voru 680 nýir fólksbílar skráðir í janúar, sem er 25,5 prósenta aukning frá sama mánuði í fyrra. Þá voru nýskráðir 542 fólksbílar. Samkvæmt tilkynningu frá Bílgreinasambandinu er búist við áframhaldandi jákvæðri þróun.

„Enda er bílafloti okkar orðin gamall og þörfin fyrir endurnýjun mikil.“

Bílgreinasambandið spáir því að nýskráningar fólksbíla muni verða í kringum 10.800 á þessu ári. Í fyrra voru 9.536 fólksbílar nýskráðir. Því samsvarar spá sambandsins um 14 prósent aukningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×