Forseti IHF: Engin mannréttindabrot í Katar Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. febrúar 2015 17:15 Hassan Moustafa er umdeildur. vísir/getty Hassan Moustafa, hinn vægast sagt umdeildi forseti Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, segir Katara ekki vera að brjóta á mannréttindum verkmannanna sem byggðu handboltahallirnar fyrir HM 2015.Sjá einnig:EB: Nútíma þrælar byggja handboltahallirnar á HM Undanfarin fjögur ár, eða síðan Katar var valið til að halda HM 2022 í fótbolta, hefur umfjöllunin um nútíma þrælahald í landinu verið gríðarleg og öllum ljóst að þar sé verið að brjóta á mannréttindum innfluttu verkmannanna. Verkamenn eru fluttir inn frá Indlandi, Sri Lanka og Nepal þar sem þeir þræla sér út á daginn við að byggja velli og heilu hverfin fyrir HM í fótbolta sem hefst 2022. Innfluttir verkamenn voru einnig látnir byggja handboltahallirnar glæsilegu sem notaðar voru á HM í handbolta. „Ég kom hingað meira en 20 sinnum eftir að við ákváðum að halda HM í Katar. Ég heimsótti leikstaðina margsinnis þegar verið var að byggja þá,“ sagði Moustafa í viðtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV2. Moustafa forðaðist viðtöl eins og heitan eldinn á meðan HM stóð en veitti Dönunum stutt viðtal eftir síðasta blaðamannafundinn. Í frétt á heimasíðu TV2 segir að það sé álíka erfitt að fá viðtal við Moustafa og Barack Obama, Bandaríkjaforseta. „Ég hef sjálfur talað við þá sem vinna hérna og enginn talar um það sem þið eruð að ræða. Enginn talar um mannréttindabrot,“ bætti forsetinn við. Hann bauðst svo til að staðfesta allar 20 heimsóknir sínar með tölvupósti til TV2. Fréttamaðurinn gaf honum upp netfang til að senda myndir á en ótrúlegt en satt bárust þær aldrei. HM 2015 í Katar Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Sjá meira
Hassan Moustafa, hinn vægast sagt umdeildi forseti Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, segir Katara ekki vera að brjóta á mannréttindum verkmannanna sem byggðu handboltahallirnar fyrir HM 2015.Sjá einnig:EB: Nútíma þrælar byggja handboltahallirnar á HM Undanfarin fjögur ár, eða síðan Katar var valið til að halda HM 2022 í fótbolta, hefur umfjöllunin um nútíma þrælahald í landinu verið gríðarleg og öllum ljóst að þar sé verið að brjóta á mannréttindum innfluttu verkmannanna. Verkamenn eru fluttir inn frá Indlandi, Sri Lanka og Nepal þar sem þeir þræla sér út á daginn við að byggja velli og heilu hverfin fyrir HM í fótbolta sem hefst 2022. Innfluttir verkamenn voru einnig látnir byggja handboltahallirnar glæsilegu sem notaðar voru á HM í handbolta. „Ég kom hingað meira en 20 sinnum eftir að við ákváðum að halda HM í Katar. Ég heimsótti leikstaðina margsinnis þegar verið var að byggja þá,“ sagði Moustafa í viðtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV2. Moustafa forðaðist viðtöl eins og heitan eldinn á meðan HM stóð en veitti Dönunum stutt viðtal eftir síðasta blaðamannafundinn. Í frétt á heimasíðu TV2 segir að það sé álíka erfitt að fá viðtal við Moustafa og Barack Obama, Bandaríkjaforseta. „Ég hef sjálfur talað við þá sem vinna hérna og enginn talar um það sem þið eruð að ræða. Enginn talar um mannréttindabrot,“ bætti forsetinn við. Hann bauðst svo til að staðfesta allar 20 heimsóknir sínar með tölvupósti til TV2. Fréttamaðurinn gaf honum upp netfang til að senda myndir á en ótrúlegt en satt bárust þær aldrei.
HM 2015 í Katar Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Sjá meira