Lamborghini fjölgaði starfsfólki um 20% í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2015 14:30 Nýtt starfsfólk Lamborghini á Ítalíu. Það hljómar kannski ekki sem svo há tala að bílaframleiðandi ráði 192 nýja starfsmenn á einu ári, en þar sem þeir bættust við aðeins 983 starfsmenn, þá telst það mikið. Það sem meira er, Lamborghini ætlar að ráða annað eins á þessu ári og ekki hljómar það illa fyrir vinnumarkaðinn á Ítalíu, en þar er gríðarlegt atvinnuleysi, sér í lagi á meðal ungs fólks. Flestir þessara starfsmanna eru tæknifólk og sérfræðingar og flestir þeirra undir 30 ára aldri. Lamborghini hefur fjölgað starfsfólki um 500 manns á síðustu 4 árum og er þetta enn eitt bílamerkið sem heyrir undir Volkswagen sem stækkar ört. Lamborghini seldi 2.530 bíla á nýliðnu ári og sló með því við metsöluárinu 2008 með 100 bílum. Nýr Hurácan, sem brátt fer í sölu, mun vafalaust verða til þess að salan á þessu ári verður talsvert meiri en í fyrra. Lamborghini er einnig með jeppa, sem fengið hefur vinnuheitið Urus, á teikniborðinu og ef eða þegar hann verður að veruleika ættu sölutölurnar að taka enn eitt stórt stökkið. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent
Það hljómar kannski ekki sem svo há tala að bílaframleiðandi ráði 192 nýja starfsmenn á einu ári, en þar sem þeir bættust við aðeins 983 starfsmenn, þá telst það mikið. Það sem meira er, Lamborghini ætlar að ráða annað eins á þessu ári og ekki hljómar það illa fyrir vinnumarkaðinn á Ítalíu, en þar er gríðarlegt atvinnuleysi, sér í lagi á meðal ungs fólks. Flestir þessara starfsmanna eru tæknifólk og sérfræðingar og flestir þeirra undir 30 ára aldri. Lamborghini hefur fjölgað starfsfólki um 500 manns á síðustu 4 árum og er þetta enn eitt bílamerkið sem heyrir undir Volkswagen sem stækkar ört. Lamborghini seldi 2.530 bíla á nýliðnu ári og sló með því við metsöluárinu 2008 með 100 bílum. Nýr Hurácan, sem brátt fer í sölu, mun vafalaust verða til þess að salan á þessu ári verður talsvert meiri en í fyrra. Lamborghini er einnig með jeppa, sem fengið hefur vinnuheitið Urus, á teikniborðinu og ef eða þegar hann verður að veruleika ættu sölutölurnar að taka enn eitt stórt stökkið.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent