Hlutabréf í HB Granda hækkuðu daginn fyrir stórtíðindi ingvar haraldsson skrifar 3. febrúar 2015 14:00 Hlutabréfaverð HB Granda hækkaði um 3 daginn áður en Hafrannsóknarstofnun að hún myndi ráðleggja Sigurði Ingi Jóhannssyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að auka ætti loðnukvótann um að minnsta kosti 100 þúsund tonn. vísir/anton brink/gva Hlutabréfaverð HB Granda í Kauphöll Ísland hækkaði um 3 prósent fimmtudaginn 22. janúar. Alls voru 15 viðskipti með bréf í HB Granda yfir daginn að heildarverðmæti 296 milljóna króna. Degi síðar tilkynnti Hafrannsóknarstofnun að hún myndi ráðleggja Sigurði Ingi Jóhannssyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að auka ætti loðnukvótann um að minnsta kosti 100 þúsund tonn. Vegna þessa spyr hagfræðineminn Ólafur Heiðar Helgason hvort ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi spurst út áður en hún var gerð opinber og einhver nýtt þær upplýsingar til að kaupa hlutabréf í HB Granda. Frá því markaður lokaði á fimmtudeginum 22. janúar hefur hlutabréfaverð í HB Granda hækkað um 8,2 prósent og hafa þeir sem keyptu bréf í félaginu á fimmtudeginum hagnast vel á kaupunum. Ólafur bendir á að HB Grandi eigi 19 prósent af öllum loðnukvóta landsins. Talið er að verðmæti loðnuaflans sem bætist við gæti orðið 25 milljarðar og HB Granda gæti því aukið tekjur sínar um tæpa fimm milljarða íslenskra króna.Sjá einnig:Bréf í HB Granda hækka vegna aukins loðnukvótaÍ versta falli glæpsamleg viðskiptiÓlafur segist hafa það eftir fólki sem þekkir til að almennt sé ekki litið á mælingar stofnunarinnar sem nein sérstök leyndarmál. Hann segir að hafi gögn frá stofnuninni lekið fyrirfram og hlutabréf hafi verið keypt á grundvelli þeirra upplýsinga gæti það varðað við lög. „Fyrir mér lítur út fyrir að einstaklingar með betri upplýsingar en almenningur hafi séð sér hag í að kaupa í HB Granda þann 22. janúar í þeirri vissu að hlutabréfaverðið myndi stökkva þegar tilkynnt yrði um aukinn kvóta. Það varðar við lög að eiga verðbréfaviðskipti á grundvelli innherjaupplýsinga, og ef þessi grunur minn er á rökum reistur þá er það gjörsamlega óásættanlegt og hugsanlega glæpsamlegt,“ segir í færslu Ólafs. Í framhaldinu segir Ólafur vert að skoða hvernig Hafrannsóknarstofnun fer með upplýsingar. „Í versta falli er þetta sem sagt vitnisburður um glæpsamleg viðskipti og óásættanlega stjórnsýslu af hálfu Hafrannsóknastofnunar. Í besta falli er veruleg ástæða til að skoða hvernig þessi opinbera stofnun fer með verðmyndandi upplýsingar sem fólk getur haft verulegan einstaklingsbundinn hag af því að misnota gegn öllum almenningi,“ segir Ólafur.Gengi hlutabréfa í HB Granda hafa hækkað mikið síðustu daga.mynd/keldanForstjórinn segir mælingar trúnaðarmálJóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, segist ekki hafa neina forsendu til að ætla að nokkuð óeðlilegt hafi átt sér stað í viðskiptum með hlutabréf í HB Granda. Hann segir hvern sem er geta fylgst með mæliskipum Hafrannsóknarstofnunar og dregið sínar ályktanir út frá því. „Það þarf ekki annað en að fara inn á vef Hafrannsóknarstofnunar og sjá hvernig skip fara yfir miðinn. Það geta það allir. Ef skip er eitthvað mikið á ferðinni á einhverju svæði þá er verið að mæla og þá er einhver fiskur þar,“ segir Jóhann.Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar.vísir/anton brinkÞá segir Jóhann starfsmenn sína vera bundna trúnaði í öllu sem lítur ráðgjöf um nýtingu fiskistofna. „Við leggjum áherslu á að koma þessum upplýsingum jafnt á alla eins hratt og hægt er. En auðvitað verðum við að tryggja nægjanleg gæði. Vikuna á undan [23. janúar] vorum við ekki með nægjanlega góð gögn í höndunum til þess að negla niður aflamarkið. En til þess að koma í veg fyrir veg fyrir spekúlasjónir alla vikuna gáfum við út að aflamarkið yrði aukið um að minnsta kosti 100 þúsund tonn,“ segir Jóhann. Jóhann bendir á að útgerðarmenn geti sjálfir dregið ályktanir út frá því sem þeir telja sig sjá í hafinu. „Þeir geta spekúlerað og spáð. Þeir eru líka á miðunum og geta ályktað út frá því að sem þeim finnst vera meira eða minna en undanfarin ár. En það er ekki gott að reiða sig á það því þeir hafa ekki þessa heildarsýn sem við teljum okkur hafa,“ segir hann. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Hlutabréfaverð HB Granda í Kauphöll Ísland hækkaði um 3 prósent fimmtudaginn 22. janúar. Alls voru 15 viðskipti með bréf í HB Granda yfir daginn að heildarverðmæti 296 milljóna króna. Degi síðar tilkynnti Hafrannsóknarstofnun að hún myndi ráðleggja Sigurði Ingi Jóhannssyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að auka ætti loðnukvótann um að minnsta kosti 100 þúsund tonn. Vegna þessa spyr hagfræðineminn Ólafur Heiðar Helgason hvort ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi spurst út áður en hún var gerð opinber og einhver nýtt þær upplýsingar til að kaupa hlutabréf í HB Granda. Frá því markaður lokaði á fimmtudeginum 22. janúar hefur hlutabréfaverð í HB Granda hækkað um 8,2 prósent og hafa þeir sem keyptu bréf í félaginu á fimmtudeginum hagnast vel á kaupunum. Ólafur bendir á að HB Grandi eigi 19 prósent af öllum loðnukvóta landsins. Talið er að verðmæti loðnuaflans sem bætist við gæti orðið 25 milljarðar og HB Granda gæti því aukið tekjur sínar um tæpa fimm milljarða íslenskra króna.Sjá einnig:Bréf í HB Granda hækka vegna aukins loðnukvótaÍ versta falli glæpsamleg viðskiptiÓlafur segist hafa það eftir fólki sem þekkir til að almennt sé ekki litið á mælingar stofnunarinnar sem nein sérstök leyndarmál. Hann segir að hafi gögn frá stofnuninni lekið fyrirfram og hlutabréf hafi verið keypt á grundvelli þeirra upplýsinga gæti það varðað við lög. „Fyrir mér lítur út fyrir að einstaklingar með betri upplýsingar en almenningur hafi séð sér hag í að kaupa í HB Granda þann 22. janúar í þeirri vissu að hlutabréfaverðið myndi stökkva þegar tilkynnt yrði um aukinn kvóta. Það varðar við lög að eiga verðbréfaviðskipti á grundvelli innherjaupplýsinga, og ef þessi grunur minn er á rökum reistur þá er það gjörsamlega óásættanlegt og hugsanlega glæpsamlegt,“ segir í færslu Ólafs. Í framhaldinu segir Ólafur vert að skoða hvernig Hafrannsóknarstofnun fer með upplýsingar. „Í versta falli er þetta sem sagt vitnisburður um glæpsamleg viðskipti og óásættanlega stjórnsýslu af hálfu Hafrannsóknastofnunar. Í besta falli er veruleg ástæða til að skoða hvernig þessi opinbera stofnun fer með verðmyndandi upplýsingar sem fólk getur haft verulegan einstaklingsbundinn hag af því að misnota gegn öllum almenningi,“ segir Ólafur.Gengi hlutabréfa í HB Granda hafa hækkað mikið síðustu daga.mynd/keldanForstjórinn segir mælingar trúnaðarmálJóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, segist ekki hafa neina forsendu til að ætla að nokkuð óeðlilegt hafi átt sér stað í viðskiptum með hlutabréf í HB Granda. Hann segir hvern sem er geta fylgst með mæliskipum Hafrannsóknarstofnunar og dregið sínar ályktanir út frá því. „Það þarf ekki annað en að fara inn á vef Hafrannsóknarstofnunar og sjá hvernig skip fara yfir miðinn. Það geta það allir. Ef skip er eitthvað mikið á ferðinni á einhverju svæði þá er verið að mæla og þá er einhver fiskur þar,“ segir Jóhann.Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar.vísir/anton brinkÞá segir Jóhann starfsmenn sína vera bundna trúnaði í öllu sem lítur ráðgjöf um nýtingu fiskistofna. „Við leggjum áherslu á að koma þessum upplýsingum jafnt á alla eins hratt og hægt er. En auðvitað verðum við að tryggja nægjanleg gæði. Vikuna á undan [23. janúar] vorum við ekki með nægjanlega góð gögn í höndunum til þess að negla niður aflamarkið. En til þess að koma í veg fyrir veg fyrir spekúlasjónir alla vikuna gáfum við út að aflamarkið yrði aukið um að minnsta kosti 100 þúsund tonn,“ segir Jóhann. Jóhann bendir á að útgerðarmenn geti sjálfir dregið ályktanir út frá því sem þeir telja sig sjá í hafinu. „Þeir geta spekúlerað og spáð. Þeir eru líka á miðunum og geta ályktað út frá því að sem þeim finnst vera meira eða minna en undanfarin ár. En það er ekki gott að reiða sig á það því þeir hafa ekki þessa heildarsýn sem við teljum okkur hafa,“ segir hann.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira