Útflutningur til Kína dróst saman þrátt fyrir fríverslun Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. febrúar 2015 18:12 Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Aflabrestur í loðnu vegur þungt í minni útflutningi til Kína. Þá hafa aðrar sjávarafurðir að öllum líkindum verið seldar á aðra markaði vegna betra afurðaverðs. Útflutningur Íslendinga til Kína dróst saman um þriðjung á síðasta ári. Árið sem fríverslunarsamningur milli ríkjanna tók gildi. Íslendingar fluttu út vörur til Kína fyrir 7.020 milljónir á árinu 2013 samkvæmt talnaefni á vef Hagstofunnar. Tölur fyrir árið 2014 liggja nú fyrir og það vekur sérstaka athygli að útflutningur til Kína dróst saman um tæplega þriðjung og nam samtals 4.803 milljörðum króna. Þetta eru nokur tíðindi því hinn 1. júlí í fyrra tók gildi fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína og einhver gæti dregið þá ályktun að samhliða því myndi útflutningur Íslendinga til landsins aukast. Þennan mikla samdrátt í útflutningi á milli áranna 2013 og 2014 má fyrst og fremst rekja til samdráttar í útflutningi á nokkrum sjávarafurðum fyrir Kínamarkaðinn samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Hér er um að ræða loðnu þar sem var rúmlega 1,1 milljarðs króna samdráttur einkum vegna aflabrests í þeirri fisktegund á Íslandi í fyrra, grálúðu þar sem var sem var rúmlega 760 milljóna króna samdráttur í útflutningi til Kína, karfa þar sem var rúmlega 600 milljóna króna samdráttur, og lýsisafurða, þar sem sem samdrátturinn var rúmlega 500 milljónir króna. Útflutningur þessara afurða eingöngu fór úr um 5 milljörðum króna árið 2013 í um 2 milljarða króna árið 2014. Hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, áður LÍÚ, fengust þau svör að ekki hefði farið fram ítarlegri greining á þessum tölum. Í einhverjum tilvikum hefðu sjávarafurðir að öllum líkindum verið seldar á aðra markaði en Kína í fyrra þar sem betra verð hafi fengist fyrir afurðirnar. Talsverðar árstíðabundnar sveiflur eru í loðnuveiðum hér á landi. Í fyrra voru aðeins veidd 105 þúsund tonn af loðnu en á þessu ári verða veidd 580 þúsund tonn. Meðaltals afli síðustu áratuga er 611 þúsund tonn. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Útflutningur Íslendinga til Kína dróst saman um þriðjung á síðasta ári. Árið sem fríverslunarsamningur milli ríkjanna tók gildi. Íslendingar fluttu út vörur til Kína fyrir 7.020 milljónir á árinu 2013 samkvæmt talnaefni á vef Hagstofunnar. Tölur fyrir árið 2014 liggja nú fyrir og það vekur sérstaka athygli að útflutningur til Kína dróst saman um tæplega þriðjung og nam samtals 4.803 milljörðum króna. Þetta eru nokur tíðindi því hinn 1. júlí í fyrra tók gildi fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína og einhver gæti dregið þá ályktun að samhliða því myndi útflutningur Íslendinga til landsins aukast. Þennan mikla samdrátt í útflutningi á milli áranna 2013 og 2014 má fyrst og fremst rekja til samdráttar í útflutningi á nokkrum sjávarafurðum fyrir Kínamarkaðinn samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Hér er um að ræða loðnu þar sem var rúmlega 1,1 milljarðs króna samdráttur einkum vegna aflabrests í þeirri fisktegund á Íslandi í fyrra, grálúðu þar sem var sem var rúmlega 760 milljóna króna samdráttur í útflutningi til Kína, karfa þar sem var rúmlega 600 milljóna króna samdráttur, og lýsisafurða, þar sem sem samdrátturinn var rúmlega 500 milljónir króna. Útflutningur þessara afurða eingöngu fór úr um 5 milljörðum króna árið 2013 í um 2 milljarða króna árið 2014. Hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, áður LÍÚ, fengust þau svör að ekki hefði farið fram ítarlegri greining á þessum tölum. Í einhverjum tilvikum hefðu sjávarafurðir að öllum líkindum verið seldar á aðra markaði en Kína í fyrra þar sem betra verð hafi fengist fyrir afurðirnar. Talsverðar árstíðabundnar sveiflur eru í loðnuveiðum hér á landi. Í fyrra voru aðeins veidd 105 þúsund tonn af loðnu en á þessu ári verða veidd 580 þúsund tonn. Meðaltals afli síðustu áratuga er 611 þúsund tonn.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira