Útflutningur til Kína dróst saman þrátt fyrir fríverslun Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. febrúar 2015 18:12 Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Aflabrestur í loðnu vegur þungt í minni útflutningi til Kína. Þá hafa aðrar sjávarafurðir að öllum líkindum verið seldar á aðra markaði vegna betra afurðaverðs. Útflutningur Íslendinga til Kína dróst saman um þriðjung á síðasta ári. Árið sem fríverslunarsamningur milli ríkjanna tók gildi. Íslendingar fluttu út vörur til Kína fyrir 7.020 milljónir á árinu 2013 samkvæmt talnaefni á vef Hagstofunnar. Tölur fyrir árið 2014 liggja nú fyrir og það vekur sérstaka athygli að útflutningur til Kína dróst saman um tæplega þriðjung og nam samtals 4.803 milljörðum króna. Þetta eru nokur tíðindi því hinn 1. júlí í fyrra tók gildi fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína og einhver gæti dregið þá ályktun að samhliða því myndi útflutningur Íslendinga til landsins aukast. Þennan mikla samdrátt í útflutningi á milli áranna 2013 og 2014 má fyrst og fremst rekja til samdráttar í útflutningi á nokkrum sjávarafurðum fyrir Kínamarkaðinn samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Hér er um að ræða loðnu þar sem var rúmlega 1,1 milljarðs króna samdráttur einkum vegna aflabrests í þeirri fisktegund á Íslandi í fyrra, grálúðu þar sem var sem var rúmlega 760 milljóna króna samdráttur í útflutningi til Kína, karfa þar sem var rúmlega 600 milljóna króna samdráttur, og lýsisafurða, þar sem sem samdrátturinn var rúmlega 500 milljónir króna. Útflutningur þessara afurða eingöngu fór úr um 5 milljörðum króna árið 2013 í um 2 milljarða króna árið 2014. Hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, áður LÍÚ, fengust þau svör að ekki hefði farið fram ítarlegri greining á þessum tölum. Í einhverjum tilvikum hefðu sjávarafurðir að öllum líkindum verið seldar á aðra markaði en Kína í fyrra þar sem betra verð hafi fengist fyrir afurðirnar. Talsverðar árstíðabundnar sveiflur eru í loðnuveiðum hér á landi. Í fyrra voru aðeins veidd 105 þúsund tonn af loðnu en á þessu ári verða veidd 580 þúsund tonn. Meðaltals afli síðustu áratuga er 611 þúsund tonn. Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Útflutningur Íslendinga til Kína dróst saman um þriðjung á síðasta ári. Árið sem fríverslunarsamningur milli ríkjanna tók gildi. Íslendingar fluttu út vörur til Kína fyrir 7.020 milljónir á árinu 2013 samkvæmt talnaefni á vef Hagstofunnar. Tölur fyrir árið 2014 liggja nú fyrir og það vekur sérstaka athygli að útflutningur til Kína dróst saman um tæplega þriðjung og nam samtals 4.803 milljörðum króna. Þetta eru nokur tíðindi því hinn 1. júlí í fyrra tók gildi fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína og einhver gæti dregið þá ályktun að samhliða því myndi útflutningur Íslendinga til landsins aukast. Þennan mikla samdrátt í útflutningi á milli áranna 2013 og 2014 má fyrst og fremst rekja til samdráttar í útflutningi á nokkrum sjávarafurðum fyrir Kínamarkaðinn samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Hér er um að ræða loðnu þar sem var rúmlega 1,1 milljarðs króna samdráttur einkum vegna aflabrests í þeirri fisktegund á Íslandi í fyrra, grálúðu þar sem var sem var rúmlega 760 milljóna króna samdráttur í útflutningi til Kína, karfa þar sem var rúmlega 600 milljóna króna samdráttur, og lýsisafurða, þar sem sem samdrátturinn var rúmlega 500 milljónir króna. Útflutningur þessara afurða eingöngu fór úr um 5 milljörðum króna árið 2013 í um 2 milljarða króna árið 2014. Hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, áður LÍÚ, fengust þau svör að ekki hefði farið fram ítarlegri greining á þessum tölum. Í einhverjum tilvikum hefðu sjávarafurðir að öllum líkindum verið seldar á aðra markaði en Kína í fyrra þar sem betra verð hafi fengist fyrir afurðirnar. Talsverðar árstíðabundnar sveiflur eru í loðnuveiðum hér á landi. Í fyrra voru aðeins veidd 105 þúsund tonn af loðnu en á þessu ári verða veidd 580 þúsund tonn. Meðaltals afli síðustu áratuga er 611 þúsund tonn.
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira