Viðskipti innlent

HB Grandi tekur Venus til baka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
HB Grandi ætlar að leita að nyjum kaupanda að Venusi.
HB Grandi ætlar að leita að nyjum kaupanda að Venusi. vísir/gva
HB Grandi og grænlenska félagið Northern Seafood Aps haf samið um að sala fyrrnefnda félagsins á frystitogaranum Venus HF 519 gangi til baka. Þann 17.12.2013 var tilkynnt um söluna og var söluverðið 320 milljónir króna sem greiðast skyldi á næstu árum.

Ástæða þess að viðskiptin ganga til baka eru vanefndir kaupanda en það var mat stjórnenda HB Granda að farsælast væri að taka við skipinu og leita nýs kaupanda. Samhliða móttöku skipsins er matsverð þess fært niður um 85 milljónir króna í bókum félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×