Toyota með methagnað Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2015 16:25 Toyota hagnast sem aldrei fyrr. Japanski bílaframleiðandinn Toyota var að skila sínu besta uppgjöri frá upphafi og hagnaðist um 2.371 milljarða króna á síðasta ári. Hagnaðurinn jókst um 13,2% frá árinu á undan. Toyota seldi alls 10,23 milljón bíla á síðasta ári og er það einnig mesta sala Toyota frá upphafi. Þar af seldi Toyota 2,1 milljónir bíla í Bandaríkjunum og hagnaður þar jókst um 50% á milli ára. Það sem stærstan þátt á þó í auknum hagnaði Toyota nú er afar lágt gengi japanska yensins, en það hefur ekki verið skráð lægra frá því snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Þetta lága gengi yensins gerir það að verkum að Toyota hagnast meira af hverjum seldum bíl en áður. Toyota á ekki von á því að selja fleiri bíla í ár en í fyrra vegna minnkandi sölu í heimalandinu og vandræða japanskra bílaframleiðenda í Kína. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent
Japanski bílaframleiðandinn Toyota var að skila sínu besta uppgjöri frá upphafi og hagnaðist um 2.371 milljarða króna á síðasta ári. Hagnaðurinn jókst um 13,2% frá árinu á undan. Toyota seldi alls 10,23 milljón bíla á síðasta ári og er það einnig mesta sala Toyota frá upphafi. Þar af seldi Toyota 2,1 milljónir bíla í Bandaríkjunum og hagnaður þar jókst um 50% á milli ára. Það sem stærstan þátt á þó í auknum hagnaði Toyota nú er afar lágt gengi japanska yensins, en það hefur ekki verið skráð lægra frá því snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Þetta lága gengi yensins gerir það að verkum að Toyota hagnast meira af hverjum seldum bíl en áður. Toyota á ekki von á því að selja fleiri bíla í ár en í fyrra vegna minnkandi sölu í heimalandinu og vandræða japanskra bílaframleiðenda í Kína.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent