Nýr Audi R8 í Genf Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2015 10:04 Bílaframleiðendur heimsins keppast nú við að lauma að umheiminum hvað þau ætla að sýna af nýrri framleiðslu sinni á komandi bílasýningu í Genf í byrjun næsta mánaðar. Audi er þar enginn eftirbátur og ætlar meðal annars að sýna nýja kynslóð sportbílsins Audi R8, bíls sem mærður hefur verið mjög síðan hann var fyrst kynntur árið 2006. Á myndinni hér að ofan sést ný gerð bílsins. Helstu sjáanlegu breytingar á bílnum eru þær að álhliðarplatan aftarlega á hlið bílsins er horfin, en hún hefur einkennt hann öðru fremur. Einnig er framendi bílsins mikið breyttur og nú orðinn meira í ætt við aðra bíla Audi. Búast má við því að nýi bíllinn verði vopnaður enn meira afli en áður. Það ættu að verða stórar tölur í ljósi þess að núverandi R8 býðst með 430 hestafla V8 vél, 550 hestafla V10 vél og enn öflugri gerð hennar, 550 hestafla V10 Plus. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent
Bílaframleiðendur heimsins keppast nú við að lauma að umheiminum hvað þau ætla að sýna af nýrri framleiðslu sinni á komandi bílasýningu í Genf í byrjun næsta mánaðar. Audi er þar enginn eftirbátur og ætlar meðal annars að sýna nýja kynslóð sportbílsins Audi R8, bíls sem mærður hefur verið mjög síðan hann var fyrst kynntur árið 2006. Á myndinni hér að ofan sést ný gerð bílsins. Helstu sjáanlegu breytingar á bílnum eru þær að álhliðarplatan aftarlega á hlið bílsins er horfin, en hún hefur einkennt hann öðru fremur. Einnig er framendi bílsins mikið breyttur og nú orðinn meira í ætt við aðra bíla Audi. Búast má við því að nýi bíllinn verði vopnaður enn meira afli en áður. Það ættu að verða stórar tölur í ljósi þess að núverandi R8 býðst með 430 hestafla V8 vél, 550 hestafla V10 vél og enn öflugri gerð hennar, 550 hestafla V10 Plus.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent